By

Kvenréttindafélag Íslands
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum en sjóðurinn úthlutar styrki nú í haust. Að þessu sinni verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ár og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé. Styrkurinn nemur einni milljón króna og áskilur stjórn...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum en sjóðurinn úthlutar styrki nú í haust. Að þessu sinni verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ár og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé. Styrkurinn nemur einni milljón króna og áskilur stjórn...
Read More
Fimmtudaginn 25. september nk. kl. 12:00-13:00 heldur KRFÍ hádegismálþing í samkomusal Hallveigarstaða um ábyrgð stjórnmálaflokkanna á uppröðun á framboðslista sína með tilliti til kynjajafnréttis. Á fundinum verða flutt tvö framsöguerindi; af Svani Kristjánssyni prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Siv Friðleifsdóttur alþingismanni. Umræður. Allir velkomnir. Súpa og brauð í boði KRFÍ
Read More
Halla Tómasdóttir, annar stofnenda Auðar Capital og starfandi stjórnarformaður, hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar árið 2008 fyrir frumkvöðlastarf og gott fordæmi kvenna á öllum aldri. Hallar stofnaði fyrirtækið Auði Capital síðasta vetur í samvinnu við Kristínu Pétursdóttur. Auður Capital sérhæfir sig í viðskiptum við fyrirtæki þar sem konur eru í lykilhlutverki enda hafi rannsóknir sýnt að slík fyrirtæki...
Read More
NAVIA ehf stendur að útgáfu listaverkakorta sem er þakkargjöf til Vigdísar Finnbogadóttur frá íslenskum konum. Um er að ræða sex listaverkakort í fallegri gjafapakkningu eftir listakonurnar Rúrí, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Ástríði Magnúsdóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Karolínu Lárusdóttur og Katrínu Friðriks. Texta sáu Svanhvít Aðalsteinsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir um. Hægt er að festa kaup á kortunum hjá eftirtöldum...
Read More
Jafnréttisstofa verður með opinn hádegisfund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Ísafirði, fimmtudaginn 4. september. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 12. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun fara yfir stöðu og horfur í jafnréttismálum á Íslandi. Þá verður Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, með erindi um nýju jafnréttislögin og mun hún kynna helstu...
Read More
Femínistafélag Íslands stendur fyrir pöbbaspurn (pub-quiz) þriðjudaginn2. september nk. á efri hæð Sólon kl. 20. Eins og venjan er á slíkum kvöldum verða spurningarnar við allra hæfi, tilboð á barnum og blýantar á staðnum. 1-2 saman í liði. Oft hefur heyrst sú gagnrýni að skortur á stelpum og konum í spurningakeppnum sé vegna þess hve...
Read More
Ágústútgáfa veftímaritsins Analys Norden, sem gefið er út af Norrænu ráðherranefndinni, fjallar um stöðu jafnréttismála á Norðurlöndunum. Íslenska útgáfu tímaritsins má lesa á slóðinni http://www.analysnorden.org/analysnorden/default.asp?lang=is
Read More
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi í Hlégarði, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 18. september nk. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) og Kvenréttindafélag Íslands. Helga, sem fæddist 18. september 1906, var fyrst kvenna til að setjast í stól oddvita í Mosfellsbæ fyrir 50 árum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að afmælisdagur hennar...
Read More
Ljósmæður hafa að undanförnu krafið ríkisvaldið um leiðréttingar á kjörum sínum en laun þeirra eru með þeim lægstu sem um getur innan raða BHM, þótt nám ljósmæðra sé eitt það lengsta sem krafist er hjá háskólamenntuðum ríkisstarfsmönnum. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur þetta enn eitt lýsandi dæmi þess hvernig launamisrétti kynjanna er látið viðgangast hér á...
Read More
Ætlar þú, eða einhver sem þú þekkir, að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, laugardaginn 23. ágúst? Nú er hægt að hlaupa til góðs og heita á ýmis góðgerðar- og félagasamtök þ.á.m. Kvenréttindafélag Íslands. Við hvetjum alla félaga og velunnara KRFÍ að heita á félagið. Vinsamlegast kynnið ykkur leikreglurnar á slóðinni http://www.glitnir.is/marathon/?_s_icmp=6Po3e2Pu þar sem einnig er hægt að...
Read More
Nú stendur yfir undirskriftarátak UNIFEM á Íslandi gegn ofbeldi á konum. Ríkisstjórn Íslands styður átakið og hafa fulltrúar hennar undirritað áskorunina. Er átakinu ætlað að vera hvatning til ríkisstjórna heims um að grípa til aðgerða til að binda endi á ofbeldi gegn konum. KRFÍ hvetur alla til að skrifa undir á slóðinni http://dev2.dacoda.com/root/clients/unifem/petition/ þar sem einnig er að...
Read More
Skrá Ríkisskattstjóra yfir álögð opinber gjöld á skattgreiðendur speglar enn og aftur þann mikla kynbundna launamun sem er látinn viðgangast. Nýlegar rannsóknir staðfesta einnig allt að 16% launamun sem verður eingöngu skýrður út frá kynferði. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að tekjuójöfnuðurinn gefi skýrt til kynna að enn sé langt í land hvað jafnrétti kynjanna varðar. Launamunurinn...
Read More
Skrá Ríkisskattstjóra yfir álögð opinber gjöld á skattgreiðendur speglar enn og aftur þann mikla kynbundna launamun sem er látinn viðgangast. Nýlegar rannsóknir staðfesta einnig allt að 16% launamun sem verður eingöngu skýrður út frá kynferði. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að tekjuójöfnuðurinn gefi skýrt til kynna að enn sé langt í land hvað jafnrétti kynjanna varðar. Launamunurinn...
Read More
Skrá Ríkisskattstjóra yfir álögð opinber gjöld á skattgreiðendur speglar enn og aftur þann mikla kynbundna launamun sem er látinn viðgangast. Nýlegar rannsóknir staðfesta einnig allt að 16% launamun sem verður eingöngu skýrður út frá kynferði. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að tekjuójöfnuðurinn gefi skýrt til kynna að enn sé langt í land hvað jafnrétti kynjanna varðar. Launamunurinn...
Read More
Starfræktur er sérstakur rannsóknarsjóður, Jafnréttissjóður, og er tilgangur hans að efla kynjarannsóknir og stuðla þannig að bættri stöðu kvenna og karla og framgangi jafnréttis. Auglýst hefur verið eftir umsóknum um styrki úr Jafnréttissjóði. Í samræmi við hlutverk sjóðsins verða veittir styrkir til rannsókna sem tengjast jafnréttismálum. Gert er ráð fyrir að sjóðurinn hafi 10 milljónir króna...
Read More
Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2008. Viðurkenningu geta hlotið fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum...
Read More
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands, 19. júní, er komið út. Hægt er að nálgast eintak í öllum helstu bókabúðum landsins og á skrifstofu KRFÍ. Eintakið kostar 800 kr. Meðal efnis eru viðtöl við Kristín Pétursdóttur og Höllu Tómasdóttur hjá Auði Capital, Margréti Sverrisdóttur formann KRFÍ og Jóhönnu Sigurðardóttur félags-og tryggingamálaráðherra. Umfjöllun er um nokkrar áhugaverðar bækur og...
Read More
Utanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands hafa ákveðið að efna til samstarfs um stofnun Jafnréttisseturs og Jafnréttisskóla sem ráðgert er að setja á stofn í nóvember nk. Undirrituðu utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og rektor Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir viljayfirlýsingu um stofnun skólans við athöfn í Utanríkisráðuneytinu á fimmtudaginn 19. júní sl.
Read More
Í meðfylgjandi skjali má finna erindi Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur sem hún hélt í móttöku KRFÍ, KÍ og BKR á Hallveigarstöðum 19. júní sl. Erindi Steinunnar Valdísar í 19. júní 2008
Read More
19. júní nálgast og að venju fögnum við deginum í samvinnu við önnur kvennasamtök. Við hvetjum einnig fólk til að vera í/bera eitthvað bleikt þennan dag til að sýna samstöðu við jafnréttis- og kvennabaráttuna. Dagskrá: Kl. 16:15  Kvennasöguganga undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands. Gangan hefst við Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs í Reykjavík....
Read More
Orkuveita Reylkavíkur auglýsir námsstyrki til kvenna sem hyggjast hefja nám eða stunda nú þegar nám í verk/tæknifræði eða iðnnámi. Sjá nánar á slóðinni: www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1584  
Read More
Háskólinn á Bifröst hefur birt skýrslu sem gerð var af Rannsóknarsetri vinnuréttar um stöðu kvenna í 120 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2008. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 7. – 27. maí sl. og líkt og í fyrra var spurt um stöðu fyrirtækjanna á þeim tímapunkti sem könnunin fór fram. Í ljós kom að konur eru...
Read More
„Stjórn Kvenréttindafélags Íslands varar við þeirri leið sem sveitarfélög hafa í auknum mæli valið með því að koma á heimgreiðslum til foreldra þeirra barna sem eru á biðlista eftir leikskóladvöl. Stjórn KRFÍ óttast að heimgreiðslurnar verði  til þess að draga úr atvinnuþátttöku kvenna fremur en karla og telur æskilegra að lengja orlof beggja foreldra. Bið...
Read More
„Stjórn Kvenréttindafélags Íslands varar við þeirri leið sem sveitarfélög hafa í auknum mæli valið með því að koma á heimgreiðslum til foreldra þeirra barna sem eru á biðlista eftir leikskóladvöl. Stjórn KRFÍ óttast að heimgreiðslurnar verði  til þess að draga úr atvinnuþátttöku kvenna fremur en karla og telur æskilegra að lengja orlof beggja foreldra. Bið...
Read More
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem tóku gildi 6. mars síðastliðinn. Formaður Jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir og varaformaður Mörður Árnason, en bæði eru þau skipuð, án tilnefningar, af félags- og tryggingamálaráðherra. Aðrir fulltrúar í Jafnréttisráði eru: Maríanna Traustadóttir og Halldóra...
Read More
„Standing women“ er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman, í bókstaflegri merkingu, 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi, komandi kynslóðum til handa. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í 75 löndum. KRFÍ mun standa fyrir viðburðinum á Íslandi í samvinnu...
Read More
..við Þvottalaugarnar í Laugardalnum á Hvítasunnudag kl. 13:00. Fjöldi kvenna ásamt börnum og körlum mættu til að íhuga í þögn fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Myndir má sjá hér á heimasíðunni (Myndir). Einnig stóðu konur á landsbyggðinni fyrir viðburðinum á nokkrum stöðum. KRFÍ fékk t.d. fréttir af konum á Ísafirði sem stóðu saman...
Read More
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur farið þess á leit við KRFÍ að koma á framfæri auglýsingu frá ESB um styrki sem veittir verða undir Progress áætluninni sem á að ná til gerð rannsóknar/könnunnar á stöðu kynjanna. Könnunina gætu t.d. fyrirtæki eða stofnanir nýtt sér til að gera könnun á  stöðu mála innan sinna vébanda eða gert átaksverkefni sem eflt...
Read More
KRFÍ óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Skrifstofa KRFÍ verður lokuð á sumardaginn fyrsta, 24. apríl svo og á föstudaginn 25. apríl.
Read More
Föstudaginn 25. apríl standa jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, jafnréttisnefnd Kennaraháskóla Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands fyrir málþingi um jafnrétti á breiðum grundvelli, með yfirskriftinni „Forskot með fjölbreytileika„. Fjallað verður um jafnréttismál frá ýmsum sjónarhornum, og er markmiðið að skapa samræðu milli fræðafólks í báðum skólum, nemenda, stjórnsýslu, og annarra sem áhuga hafa...
Read More
Edda Jónsdóttir, sérfræðingur í mannréttindum heldur erindi um Íslenskar konur og alþjóðastofnanir á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. apríl kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4 – kjallari. Edda byggir erindið á lokaritgerð sinni um þátttöku Íslands í mannréttindatengdu starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Í erindinu mun Edda...
Read More
Á aðalfundi KRFÍ, þriðjudaginn 15. apríl, vék Þorgbjörg I. Jónsdóttir úr embætti sínu sem formaður félagsins en hún hefur gegnt þeirri stöðu síðan 2001. Við henni tók varaformaður félagsins Margrét K. Sverrisdóttir. Einnig vék Svandís Ingimundardóttir úr stjórn. Í þau tvö sæti framkvæmdastjórnar sem þá losnuðu voru kosnar Bryndís Bjarnarson og Ragnheiður Bóasdóttir. Framkvæmdastjórn félagsins skipa því eftirtaldar: Margrét...
Read More
Miðvikudaginn 16. apríl verður haldið Jafnréttistorg Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri kl. 12:00 í L201, Sólborg, Háskólanum á Akureyri. Nýju jafnréttislögin verða til umfjöllunar. Kristín Ástgeirsdóttir, famkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun fjalla um hvernig jafnréttislögin hafa þróast á Íslandi frá því að fyrstu lögin voru sett árið 1976. Mun hún meðal annars skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað á...
Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Dagskrá: Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu heldur erindi um nýju jafnréttislögin Ársskýrla KRFÍ og sjóða félagsins Skýrslur fulltrúa KRFÍ í ýmsum félögum og nefndum Kosning stjórnar Önnur mál. Veitingar. Allir velkomnir
Read More
Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2008, í samstarfi við Hagstofu Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Um er að ræða samantekt á helstu tölum um hlutfall kynjanna í ýmsum málaflokkum. Í bæklingnum er meðal annars að finna upplýsingar um stöðu kynjanna á atvinnumarkaðnum, í menntakerfinu og í áhrifastöðum, ásamt upplýsingum um mannfjölda,...
Read More
Bókaútgáfan Salka safnar nú hugleiðingum kvenna um lífið og tilveruna sem birtast eiga í dagatalsbókinni Konur eiga orðið allan ársins hring – 2009. Þetta er í annað sinn sem Salka gefur út slíka dagatalsbók. Sjá nánar á slóðinni www.konureigaordid.is. Hugleiðingum má skila til 18. apríl á kristin@salkaforlag.is
Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða, þriðjudaginn 15. apríl nk. kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf ásamt erindi um nýju jafnréttislögin sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar sl. Allir velkomnir. Skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt til kosningar stjórnar og fl. Veitingar.
Read More
Jafnréttisstofa stendur fyrir málþingi á Akureyri um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:00 – 13:15 á Hótel KEA. Kynntar verða íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem er nýlokið, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum.
Read More
Athygli Kvenréttindafélags Íslands var vakin á því að nýkjörin stjórn Nemendafélags Verslunarskóla Íslands er eingöngu skipuð karlmönnum. Aðeins hafi verið þrír kvenmenn af 20 frambjóðendum til embætta í stjórn NFVÍ. Á grundvelli jafnréttisumræðu undanfarinna ára, áskorana til fyrirtækja og stofnana um að bæta kynjahlutfall í stjórnum sínum, í ljósi nýrra jafnréttislaga og hvatningar ríkisstjórnar til jafnréttis í stefnuyfirlýsingu þá er stjórn KRFÍ undrandi...
Read More
Karlahópur Femínistafélags Íslands heldur í kvöld 18. mars, Karlakvöld undir yfirskriftinni Andfemínismi – er í lagi að hata femínista? Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er haldinn á Grand Rokk. Fundurinn er öllum opinn.
Read More
Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Women and Men in Iceland 2008, í samvinnu við Hagstofu Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Um er að ræða samantekt á helstu tölum um hlutfall kynjanna í ýmsum málaflokkum. Í bæklingnum er m.a. að finna upplýsingarum stöðu kynjanna á atvinnumarkaðnum, í menntakerfinu og í áhrifastöðum. Bæklingurinn er á ensku og...
Read More
Næsta kvennakirkjumessa verður í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 16. mars kl. 20:30. Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur prédikar. Messukaffi á leikskólanum Urðarhóli við Kópavogsbraut.
Read More
Þriðjudaginn 11. mars kl. 20.00 heldur Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur stutt erindi um þunglyndi kvenna í húsakynnum SÖLKU í Skipholti 50 c, jarðhæð. Erindið er það fyrsta í fyrirlestraröð Sölku þar sem verður unnið með efni ýmissa bóka útgáfunnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlesturinn tengist dagatalsbókinni Konur eiga orðið þar sem eru stórskemmtilegar hugleiðingar eftir konur héðan...
Read More
Jill Weigt, aðstoðarprófessor í félagsfræði við San Marcos Háskólann í Kaliforníu flytur fyrirlesturinn Neo-liberalism, American Style: Gender and Life in the Low-wage Labor Market“  , fimmtudaginn 13. mars kl. 12:00-13:00 í sal 4, Háskólabíói.
Read More
UNIFEM stendur fyrir opnum fundi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars kl. 12:00-13:30 í stofu 105 á Háskólatorgi, undir yfirskriftinni Konur um heim allan: Samstaða og samvinna. Utanríkisráðherra Líberíu, Olubanke King Akerele, verður heiðursgestur á fundinum sem Háskóli Íslands býður til í samvinnu við Utanríkisráðuneytið. Auk King Akerele munu Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Joanne Sandler, starfandi...
Read More
Í tilfefni af alþjóðlegum baráttudegi  kvenna fyrir friði og jafnrétti, laugardaginn 8. mars, verður haldinn opinn fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Friður og menning.  Hér á landi er hefð fyrir því að Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafi frumkvæði að því að bjóða kvennasamtökum og stéttarfélögum til samstarfs í tilefni dagsins. Í ár standa...
Read More
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða samtök launafólks og Jafnréttisstofa til ráðstefnu. Þema ráðstefnunnar er aðferðir til að ná launajafnrétti – kostir, gallar og nýjar hugmyndir. Ráðstefnan er haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, fimmtudaginn 6. mars, kl. 13:00-16:15. Ráðstefnustjóri er Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Sjá nánar á www.jafnretti.is
Read More
Vikuna 3. – 8. mars mun UNIFEM á Íslandi standa fyrir FIÐRILDAVIKU þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Af því tilefni efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU  miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00.  Gengið verður frá  húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir...
Read More
Dagskrá í Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 14:00 í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars: 1. Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði: Þáttur verkalýðshreyfingar í menningu. 2. Petra Deluxsana, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Leit að hamingju. 3. Kristín Vilhjálmsdóttir, kennari: Fljúgandi teppið. 4. Guðrún Lára Pálmadóttir, trúbador, spilar á gítar og syngur. 5. Ólöf Nordal, myndlistarmaður:...
Read More
1 16 17 18 19 20