By

Kvenréttindafélag Íslands
Sögusýning KRFÍ, sem stendur yfir í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, lokar fimmtudaginn 31. janúar. Síðustu dagar sýningarinnar eru því þriðjudag og miðvikudag og er þá opið frá kl. 12:00-18:00.
Read More
Mánudaginn 28. janúar efnir KRFÍ til málþings í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl 14:00, þar sem rætt verður um áhrif löggjafar á framvindu jafnréttis. Málþingið er haldið í tilefni 101 árs afmælis félagsins. Dagskrá: Kl. 14:00  Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður KRFÍ, flytur erindi. 14:10  Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. 14:20  Ingvar Sverrisson, lögfræðingur Alþýðusambands...
Read More
Í dag, 24. janúar, eru liðin 100 ár síðan konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fjórar konur skipuðu Kvennalistann sem bauð fram í kosningunum þennan dag árið 1908 og náðu þær allar kjöri. Þar á meðal var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, fyrsti formaður og stofnandi Kvenréttindafélags Íslands. Að þessu tilefni verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag er nefnist...
Read More
Þriðjudaginn 22. janúar verður haldið bókmenntakvöld í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, kl. 20:00. Dagskrá: Helga Kress, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi um kvenréttindaljóð Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum Brynja Baldursdóttir, íslenskukennari í FG, flytur erindi um verk Þórunnar Elfu Magnúsdóttur Vigdís Grímsdóttir les úr verkum sínum. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir
Read More
Í tilefni 101 árs afmælis KRFÍ 27. janúar verður haldið málþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 28. janúar nk. kl. 14:00. Yfirskrift málþingsins er:  Jafnréttislög til hvers? Áhrif löggjafar á framvindu jafnréttis Dagskrá: Kl. 14:00  Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður KRFÍ flytur ávarp 14:10  Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra 14:20  Ingvar Sverrisson, lögfræðingur Alþýðusamb. Ísl. 14:30 ...
Read More
Lítil skrifstofa er til leiga á 1. hæð Hallveigarstaða við Túngötu. Hentar vel til ritstarfa, verkefnisvinnu og þ.h. Aðgangur að eldhúsi og fundaraðstöðu. Áhugasamir geta sent inn fyrirspurn á netfang KRFÍ: krfi[@]krfi.is eða haft samband við framkvæmdastjóra Hallveigarstaða í síma 511 5101.
Read More
Sögusýning KRFÍ er lokuð milli jóla og nýárs en opnar aftur fimmtudaginn 3. janúar kl. 14:00. Sýningin verður opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 14:00-18:00 í janúar 2008.
Read More
100 ára afmælisár Kvenréttindafélags Íslands hefur verið viðburðaríkt! KRFÍ þakkar öllum þeim sem fögnuðu með félaginu á 100 ára afmælinu og hafa tekið þátt í þeim viðburðum sem félagið hefur staðið fyrir á árinu.  KRFÍ óskar félagsmönnum og velunnurum farsældar á nýju ári!
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir til leigu íbúð sjóðsins. Um er að ræða snyrtilega einstaklingsíbúð í Hraunbæ, ca. 40 m2. Íbúðin leigist til kvenmanns í framhaldsnámi frá og með 15. janúar nk. Leiguupphæð er kr. 40.000 á mánuði og leigutímbil eitt ár í senn. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um nám og námsframvindu, auk persónuupplýsinga. Umsóknum...
Read More
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi halda Stígamót opið hús þriðjudaginn 11. desember kl. 16:00-19:00.
Read More
Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 25 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði.  Í tilefni af því bjóða samtökin til sigurhátíðar Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum.  Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningarbrotum starfskvenna og dvalarkvenna í gegn um tíðina auk þess sem sýnt...
Read More
Mannréttindanefnd Reykjavíkur boðar til málþings um hvernig borgaryfirvöld geta spornað við ofbeldi gegn konum. Málþingið verður haldið í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur föstudaginn 7. desember kl. 13:30-17:00. Á mælendaskrá eru: Sóley Tómasdóttir, dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, Margrét Steinarsdóttir, Sigþrúður Guðmundsdóttir, Eyrún B. Jónsdóttir, Kristín Tómasdóttir og Kári Hólmar Ragnarsson, Tatjana Latinovic, Edda Sigfúsdóttir og Vilhjálmur Leví....
Read More
Hinn árlegi jólafundur KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu miðvikudaginn 5. desember kl. 20:00. Dagskrá: Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður KRFÍ býður gesti velkomna. Nemendur úr Allegro Suzukitónlistarskólanum flytja ljúfa tónlist. Björn Jónsson les úr bók sinni Fyrsti vestur-íslenski feministinn Jónína Leósdóttir les úr bók sinni Talað út. Jólahappdrætti – glæsislegir vinningar. Jólaglögg og...
Read More
Í tilefni af 100 ári afmæli félagsins opnar KRFÍ sögusýningu í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, miðvikudaginn 5. desember kl. 16:00. Dagskrá á opnunarhátíð er eftirfarandi: 16:00 Ávarp formanns KRFÍ Þorbjargar I. Jónsdóttur 16:10 Auður Styrkársdóttir forstöðukona Kvennasögusafns Íslands flytur erindi um sögu KRFÍ 16:20 Margrét Sverrisdóttir varaformaður KRFÍ les ljóð 16:30 Kvartettinn Dísurnar flytja tónlist...
Read More
Í tilefni 16 daga átaksins stendur KRFÍ fyrir hádegisfundi á Kaffi Cúltúra í samvinnu við Alþjóðahúsið, mánudaginn 3. desember kl. 12:00. Efni fundarins er mansal á Íslandi. Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahúss flytur erindið: Er mansal á Íslandi? Þorbjörg I. Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður er með erindið Tengsl mansals og vændis og Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari segir frá nýrri löggjöf varðandi mansal. Allir...
Read More
Kvennakirkjan heldur guðsþjónustu í Háteigskirkju sunnudaginn 2. desember kl. 20:30. Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir fréttakona flytur aðventuhugleiðingu. Inga Backman syngur einsöng og Kór Kvennakirkjunnar leiðir söng aðventu- og jólalaga, við undirleik Aðalheiðar Þorsteinsdóttur.
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir til leigu íbúð sjóðsins. Um er að ræða snyrtilega einstaklingsíbúð í Hraunbæ, ca. 40 m2. Íbúðin leigist til kvenmanns í framhaldsnámi frá og með 15. janúar nk. Leiguupphæð er kr. 40.000 á mánuði og leigist íbúðin til eins árs í senn. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um nám og námsframvindu, auk...
Read More
Þriðjudaginn 27. nóvember verður haldinn súpufundur í samkomusal Hallveigarstaða kl. 12:00. Sýnd verður danska heimildarmyndin When the Moon is Dark eftir Önju Dalhoff. Myndin greinir frá tveimur nígerískum konum sem seldar eru mansali til Danmerkur. Fundurinn er haldinn í tilefni af 16 daga átakinu gegn kynbundnu ofbeldi. Súpa og brauð er í boði KRFÍ og Kvenfélagasambands Íslands....
Read More
Dagana 25. nóvember til 10. desember stendur yfir átak þar sem vakin er athygli á kynbundnu ofbeldti sem mannréttindabroti. Frá árinu 1991 hefur átakið verið nýtt til þess að draga kynbundið ofbeldi fram í dagsljósið um allan heim og ræða forvarnarstarf, þrýsta á breytingar á löggjöf til að bæta réttarstöðu þolenda og krefjast aðstoðar og...
Read More
Helga Guðjónsdóttir var á dögunum kosin formaður UMFÍ. Í 100 ára sögu félagsins er þetta í fyrsta skiptið sem kona gegnir þessari stöðu, en Helga gegndi stöðu varaformanns í sex ár áður en hún tók við formennskunni. Að þessu tilefni færðu fulltrúar Kvenréttindafélags Íslands Helgu blómvönd  á framkvæmdastjórnarfundi UMFÍ 19. nóvember, í viðurkenningarskyni.
Read More
Lítil skrifstofa er til leiga frá næstu áramótum á 1. hæð Hallveigarstaða við Túngötu. Hentar vel til ritstarfa, verkefnisvinnu og þ.h. Aðgangur að eldhúsi og fundaraðstöðu. Áhugasamir geta sent inn fyrirspurn á netfang KRFÍ: krfi [hjá] krfi.is eða haft samband við framkvæmdastjóra Hallveigarstaða í síma 511 5101.
Read More
Kvenréttindafélag Íslands veitti fulltrúum byggingavöruverslunarinnar Mest viðurkenningu fyrir auglýsinguna: Þú ferð létt með að saga til næsta bæjar. Auglýsingin, sem send hefur verið til þeirra sem hafa fengið úthlutaðar íbúðarlóðir frá í sumar, þykir stuðla að jafnrétti kynjanna og ýta undir jákvæða ímynd kvenna. Sögin sem fylgdi auglýsingunni var aðallega send konum. Þegar vel til tekst með...
Read More
Málþing verður haldið í Norræna Húsinu þriðjudaginn 20. nóvember kl. 14:00-16:30 um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem á 18 ára afmæli þennan dag. Erindi og pallborðsumræður. Kynnt verður nýtt íslenskt rit um sáttmálann. Aðgangur er ókeypis og er málþingið öllum opið.
Read More
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum stendur fyrir ráðstefnu 9. og 10. nóvember í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Á áttunda tug fræðimanna fjalla um rannsóknir sínar í 18 málstofum. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vefslóðinni http://www.rikk.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?id=1022985
Read More
Miðvikudaginn 7. nóvember mun minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur verða afhjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs. Athöfnin hefst kl. 16:00 og munu eftirfarandi aðilar flytja ávarp: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ Ólöf Nordal, höfundur minnisvarðar um Bríeti Kristín Þóra Harðardóttir, formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sat í undirbúningsnefnd Fulltrúar frá...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð mánudaginn 29. október til 3. nóvember vegna þátttöku starfsmanns á aðalfundi International Alliance of Women á Indlandi. Næsti viðburður í starfi KRFÍ verður 7. nóvember nk. þegar Bríetarreitur verður afhjúpaður í Þingholtsstræti kl. 16:00. Að því tilefni býður KRFÍ til móttöku í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu kl. 16:45. Erindi um Bríeti...
Read More
Jafnréttisnefnd Kópavogs heldur málþing, fimmtudaginn 25. október kl. 17:00-19:00 í Gerðasafni (neðri hæð) undir yfirskriftinni „Ég þori, get og vil!“ um konur í sveitastjórnum. Málþingið er öllum opið og er fundarstjóri Una María Óskarsdóttir formaður jafnréttisnefndarinnar og pallborðsumræðum stjórnar Arna Scram, blaðamaður. Tilefnið er að hálf öld er nú liðin frá því að fyrsta konan á...
Read More
Laugardaginn 27. október stendur Femínistafélag Íslands fyrir „samræðu um margbreytileika“, þ.e. ráðstefnu undir yfirskriftinni KYNLAUS OG LITBLIND? Ráðstefnan, sem haldin verður í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 17:00. Dagskrá: kl. 10-12  Lykilfyrirlestrar Þorgerður Þorvaldsdóttir – Jafnrétti margbreytileikans Ugla Egilsdóttir leikur lausum hala Þorgerður Einarsdóttir – Hvers kyns og hverra? Jafnréttið...
Read More
Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti? „Kvenmenni í karlaveldi'“ er yfirskrift ráðstefnnunnar sem haldin verður í þekkingarsetrinu Keili á Miðnesheiði kl. 14:00 miðvikudaginn 24. október. Að ráðstefnunni stendur Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Opnunarávarp flytur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Í kjölfarið flytja nokkrir fyrirlesarar erindi og að lokum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri. Ráðstefnulok kl. 17:30. Veitingar.
Read More
Stjórn KRFÍ fagnar því að Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar tekur undir álit félagsmálanefndar Borgarbyggðar þess efnis að nektardans verði alfarið bannaður í sveitarfélaginu. Megi önnur sveitarfélög á landinu taka Borgarbyggð sér til fyrirmyndar! 
Read More
Skv. fréttastofu Reuters hefur Vatíkanið skorað á þjóðir heims að innleiða lög sem gera kaup á vændi refsiverð. Vatíkanið álítur að þetta muni draga úr ofbeldi gegn konum og bindi enda á það nútíma þrælahald sem Vatíkanið álítur að vændi sé. Þess má geta að stjórnarfrumvarp  sama efnis er til umsagnar í norska þinginu, þ.e. að gera kaup...
Read More
Ráðstefna verður haldin miðvikudaginn 24. október kl. 14:00 í Keili „Atlantic Centre of Excellence“ á Miðnesheiði undir yfirskriftinni: Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti? „Kvenmenni í karlaveldi?“ Dagskrá: Opnunarávarp: Jóhanna Sigurðardóttir jafnréttismálaráðherra Kynbundinn launamunur – hvað má gera og hvað má EKKI gera: Þorlákur Karlsson forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík Yrsa Sigurðardóttir: Kona í „dæmigerðu“ karlastarfi Lotta...
Read More
Maryam Namazie, sem hélt erindi á súpufundi KRFÍ í september s.l. um blæjuna og konur í Íslam hefur sent okkur erindi sitt sem hægt er að lesa í meðfylgjandi pdf-skjali. Maryam Namazie á súpufundi KRFÍ
Read More
Miðvikudaginn 10. október kl. 12:00-13:00 stendur KRFÍ fyrir súpufundi í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, þar sem jafnlaunamálin verða rædd. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson varaframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst munu vera með stutt framsöguerindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Allir velkomnir. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Read More
Stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna hefur fundað og ákveðið hefur verið að veita styrk úr sjóðnum í haust. Tvær stjórnarkonur hafa látið af starfi sínu í stjórn sjóðsins og eru því tvö sæti laus fyrir þá félagsmenn KRFÍ sem hafa áhuga á að starfa með stjórn sjóðsins. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu KRFÍ eða á netfangið...
Read More
Arnar Gíslason kynjafræðingur, heldur erindið Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann? á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 27. september kl. 12:00 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Í fyrirlestrinum verður kynnt rannsókn frá Bretlandi um karla og fóstureyðingar.
Read More
Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast afhjúpun minnisvarðarins um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem átti að fara fram þ. 27. sept. nk., fram í október. Nánari upplýsingar verða auglýstar hér á síðunni þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.
Read More
Til stendur að afhjúpa minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs 7. nóvember kl. 16:00. Eins og flestum er kunnugt var Bríet ein af stofnendum KRFÍ og fyrsti formaður félagsins en hún bjó einmitt í Þingholtsstræti og þar var KRFÍ stofnað fyrir 100 árum. Að lokinni athöfn býður KRFÍ til kaffisamsætis og dagskrár...
Read More
Fundurinn verður haldinn  í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, þriðjudaginn 25. september kl. 19:00. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar verður gestur fundarins. Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar á heimasíðu samtakanna www.mfik.is
Read More
Til stendur að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um fæðingar-og foreldraorlof á næsta þingi, skv. Hrannri Birni Arnarsyni, aðstoðarmanni félagsmálaráðherra. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var mælt fyrir um að fæðingarorlof skyldi lengt í áföngum.
Read More
Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2007. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum...
Read More
Laurie Bertram frá Kanada verður stödd hér á landi 11.-16. september til að flytja erindi um Vestur-Íslendinginn Elinu Salome Halldorsson (1887-1970). Erindið flytur Laurie, sem sjálf er af íslenskum ættum, í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu miðvikudaginn 12. september kl. 16:30. Veitingar eru í boði að loknum fundi. Elin Salome sat á löggjafarþingi St. George umdæmis...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands minnir á súpufundinn miðvikudaginn 5. september kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða, Túngötu 14. Maryam Namazie verður með erindið: Women’s rights, the veil and Islamic rule. Fundurinn fer fram á ensku með stuttri samantekt á íslensku. Á fundinum verður boðið upp á súpu og brauð. Allir velkomnir. Maryam Namazie á súpufundi KRFÍ
Read More
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér að neðan og er óskað eftir vönduðum frágangi við umsókn. Við styrkúthlutun er haft eftirfarandi að leiðarljósi: Skilyrði fyrir styrk er að verkefni séu kvennaverkefni þ.e. unnin af konum og fjalli um málefni kvenna. Að þessu sinni verður áherslan á ritstörf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi  miðvikudaginn 5. september nk. kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á fundinum mun Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule. Maryam Namazie fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún hlaut síðar menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er...
Read More
Á lýðveldisárinu 2004 ákvað ríkisstjórn Íslands að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu og fyrsta formanns Kvenréttindafélags Íslands, í kjölfar málþings sem haldið var um kvenréttindi á fyrsta tug 20. aldarinnar. Ólöf Nordahl, myndlistarkona var fengin til að hanna minnisvarðann. Það eygir því loksins í að afhjúpun minnisvarðans verði að veruleika en stefnt er að afhjúpun hans þann 27....
Read More
Stjórn KRFÍ  hefur í tilefni aldarafmælis félagsins ákveðið að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, eins stofnanda og fyrsta formanns KRFÍ með þeim hætti að merkja fæðingarstað hennar. Að mati stjórnarinnar er þetta löngu tímbært framtak og ekki síður fyrir þær sakir að minnisvarðar um konur eru mjög fáir hér á landi. Bríet var fædd að Haukagili í Vatnsdal í...
Read More
Í meðfylgjandi skjali má lesa erindi Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á samkomu KRFÍ á Hallveigarstöðum 19. júní sl. Hin fullvalda kona 19.júní 2007
Read More
Alþjóðlega ráðstefnan A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies var haldin á Grand Hótel 8. júní s.l. Fjórir frummælendur veltu fyrir sér hvernig vændi og virðing fara saman í jafnréttisþjóðfélagi og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar erindanna. Hér að neðan má lesa erindi frummælenda: Rosy Weiss, forseti International Alliance of Women...
Read More
Að venju halda íslenskar konur upp á 19. júní hátíðlegan. Í ár eru liðin 87 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Hátíðarhöld á vegum KRFÍ verða hefðbundin og verður dagskráin eftirfarandi: Kl. 16:15          Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík. Gengið verður um Þingholtin, Kvosina...
Read More
1 17 18 19 20