Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um Verðmætamat kvennastarfa, tillögur starfshóps forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa. Forsætisráðuneytið, mál nr. 173/2021. 5. október 2021 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar tímamótaskýrslu forsætisráðuneytisins um verðmætamat kvennastarfa, þar sem starfshópur forsætisráðherra um endurmat á virði kvennastarfa leggur til að stofnaður verði aðgerðarhópur stjórnvalda um launajafnrétti...Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendir baráttukveðjur til kvenna í Texas og Bandaríkjunum. Konur fyrir vestan boða til kvennagöngu í dag, Women’s March, til að mótmæla skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs. #BansOffOurBodies #SB8 #kynfrelsiRead More
Síðustu tvö árin hefur Kvenréttindafélagið verið þátttakandi í samstarfsverkefninu NOW – New Opportunities for Women, tengslanet sem er styrkt af Erasmus+ og tengir konur frá Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni, og er ætlað að styrkja konur af erlendum uppruna með námskeiðshaldi, þjálfun og sjálfsnámi. Á meðan verkefninu stóð voru sex sjálfsnámskeið...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 27. september 2021 Hallveigarstaðir, Reykjavík Það er sárara en orð fá lýst fyrir okkur í Kvenréttindafélagi Íslands að senda frá okkur yfirlýsingu um mikil vonbrigði með framkvæmd kosninga, daginn eftir að hafa í eitt andartak upplifað svo mikla gleði þegar tilkynnt var að konur hefðu...Read More
Til hamingju Ísland! Í fyrsta skipti í sögu Alþingis eru konur í meirihluta þingfólks, eftir kosningar gærdagsins þegar 33 konur og 30 karlar voru kosin á þing. Þetta þýðir að hlutfall kvenna á þingi er 52,4%, hið hæsta í sögu Evrópu og hið hæsta í heiminum þegar litið er til landa sem ekki hafa tekið...Read More
Velkomin á stutt, hagnýtt námskeið fimmtudagskvöldið 30. september næstkomandi með Sirrý Arnardóttur stjórnendaþjálfara, fyrirlesara og rithöfundi. Staðsetning: Streymi, á Teams Tími: 30. september, kl. 19:30 Skráning: https://forms.gle/wGxW1GGxt6ASr5Cv9 Mörg kvíða því að standa upp og tjá sig fyrir framan hóp af fólki. Sviðskrekkur er algengur og getur hindrað fólk í að njóta sín til fulls. Það þarf...Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Femínísk fjármál stóðu fyrir fjórum rafrænum hádegisfundum með frambjóðendum, í aðdraganda alþingiskosninga 2021. Rætt var við frambjóðendur um ofbeldismál, um fjölþætta mismunun, útilokun og jaðarsetningu, og um kynjað kjaramisrétti. Fulltrúar flokkanna sendu einnig inn skrifleg svör um hvaða aðgerðir þeirra flokkar hyggjast standa fyrir í málaflokkunum á nýju þingi....Read More
Femínístar ræða saman um um aðkallandi aðgerðir í jafnréttismálum næstu fjögur árin og helstu áskoranir framtíðarinnar. Þátt tóku Steinunn Bragadóttir í stjórn Femínískra fjármála, Ólöf Tara Harðardóttir í stjórn Öfga, Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra samtaka um kvennaathvarf, Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB, Steinunn Bragadóttir í stjórn Femínískra fjármála og Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands. Kvenréttindafélag Íslands,...Read More
Fulltrúar flokka í framboði til Alþingis 2021 ræddu saman um aðgerðir til að jafna kjör, ábyrgð og álag á vinnumarkaði, 21. september 2021. Öllum framboð sem mælst höfðu með yfir 5% fylgi í könnunum síðustu þrjá mánuði var boðið að senda fulltrúa sína á fundina og þátt tóku: Kolbrún Baldursdóttir (Flokkur fólksins), Sigrún Elsa Smáradóttir...Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Samtökin sem standa að verkefninu hittust fyrst í september 2019 í öðrum heimi, áður en COVID-19 skall á. Hugmyndin var að skapa tengslanet sem væri hannað til að auka kraft...Read More
Fulltrúar flokka í framboði til Alþingis 2021 ræddu saman um aðgerðir gegn fjölþættri mismunun, útilokun og jaðarsetningu, 16. september 2021. Öllum framboð sem mælst höfðu með yfir 5% fylgi í könnunum síðustu þrjá mánuði var boðið að senda fulltrúa sína á fundina og þátt tóku: Kolbrún Baldursdóttir (Flokkur fólksins), Líneik Anna Sævarsdóttir og Sóley Ragnarsdóttir...Read More
Síðustu misseri hafa frásagnir af ofbeldi og áreitni gegn konum á vinnumarkaði og í félagsstarfi afhjúpað rótgróið kynjamisrétti. Umfangsmikil rannsókn á áfallasögu kvenna sem enn stendur yfir sýnir að fjórðungi kvenna á Íslandi hefur verið nauðgað eða tilraun verið gerð til að nauðga þeim, hærra hlutfall en hefur sést í öðrum rannsóknum innlendum og erlendum....Read More
Rut Einarsdóttir er nýr varaformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Rut er fædd og uppalin á Patreksfirði og lauk grunnnámi í nýsköpun og hagfræði við Ritsumeikan Asia Pacific háskóla í Japan. Síðan þá hefur hún starfað í þágu mannréttinda við ýmis félagasamtök og í sjálfboðavinnu um heim allan. Þá hefur hún m.a. setið í ráðgjafaráði Evrópuráðs um...Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar til umræðufundar um kynjamisrétti og ofbeldi í íþróttahreyfingunni, á Fundi fólksins. Hanna Björg Vilhjálmsdóttir kynjafræðikennari, Ólöf Tara Harðardóttir aktívisti, Birta Björnsdóttir verkefnastjóri jafnréttis- og ofbeldismála hjá ÍBR, Margrét Lilja Guðmundsdóttir kennari við íþróttafræðideild HR og Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar og fulltrúi í stjórn ÍSÍ ræða málin. Fríða Rós Valdimarsdóttir stýrir umræðum....Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins tekur þátt í pallborðsumræðum á Mannréttindaþingi, laugardaginn 4. september kl. 14:30 í Öskju, sal Háskóla Íslands. Kvenréttindafélag Íslands er eitt aðildarfélag Mannréttindaskrifstofu Íslands sem stendur fyrir þinginu. Dagskrá þingsins sem hér segir: 13:00. Helga Baldvins Bjargardóttir – Mannréttindamenning: Hvað einkennir menningu þar sem mannréttindi eru virt? 13:25. María Árnadóttir...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent inn eftirfarandi umsögn um drög að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Hallveigarstaðir, Reykjavík 23. ágúst 2021 Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir ánægju með drögum að lýðræðisstefnu Reykjavíkurborgar. Þó teljum við bagalegt að ekki sé einu orði minnst á jafnrétti í þessari áætlun, sem ætti þó að vera undirstaðan að öllu lýðræði hér á landi. Hvetjum...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Siðmennt skilað inn skuggaskýrslu til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi. Þessi skuggaskýrsla var skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti. Ísland verður...Read More
Kvenréttindafélagið, UN Women á Íslandi, Ungar athafnakonur, Landssamband ungmennafélaga og Stígamót boða til málstofu um átaksverkefni UN Women Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum). Viðburðurinn fer fram fimmtudaginn 1. júlí kl. 15.30 –17.30 í Veröld, húsi Vigdísar. Að loknum fundi verður boðið upp á léttar veitingar. Efnt er til málstofunnar í tilefni af ráðstefnu franskra...Read More
19. júní 1915 unnu konur á Íslandi kosningarétt. Enn vinnum við að jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Við náum aldrei kynjajafnrétti hér á landi ef konur taka ekki fullan og jafnan þátt í allri ákvarðanatöku. Jafnrétti verður aldrei náð ef það er ekki fyrir okkur öll og kvenfrelsi náum við aðeins í sameiningu. #19júní...Read More
Ellen Calmon borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og ritari stjórnar Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Forréttindi Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, vel menntuð, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, skortir engin fjárhagsleg gæði, er í vinnu. Jaðarsetning Konan er fjörtíuogeitthvað býr á Íslandi, með íslensku að móðurmáli, ljós á hörund, ólst upp hjá móður sem...Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna. Verkefnið snýr ekki aðeins að konum heldur einnig að körlum og...Read More
Kvenréttindafélag Íslands, í samstarfi við CESI í Króatíu, stendur fyrir fræðslufundum um reynslu femínísku hreyfingarinnar á Íslandi í baráttunni að ná jafnrétti á vinnumarkaði, vikuna 7. til 11. júní. Fræðslufundirnir eru fimm, fjórir á ensku og einn á króatísku. Nauðsynlegt er að skrá sig á einstaka fundi, krækjur hér fyrir neðan í viðburðarlýsingum. Athugið að...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis athugasemd við drög nefndarinnar að nefndaráliti og breytingartillögum vegna frumvarps til nýrra kosningalaga. Þingskjal 401, 339. mál, 151. löggjafarþing 2020–2021. 27. maí 2021 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér umsögn um frumvarp til kosningalaga 2. desember 2020 síðastliðinn þar sem fram komu tvær tillögur til breytinga...Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. NOW verkefnið stefnir að því að stuðla að breytingum með fræðslu. Konur af erlendum uppruna glíma við ýmsar áskoranir sem koma í veg fyrir framgang þeirra í samfélaginu. Samstarfsaðilar sem...Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. NOW verkefnið stefnir að því að stuðla að breytingum með fræðslu. Konur af erlendum uppruna glíma við ýmsar áskoranir sem koma í veg fyrir framgang þeirra í samfélaginu. Samstarfsaðilar sem...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 100/2007 (afnám skerðinga ellilífeyris vegna atvinnutekna). Þingskjal 1117, 650. mál, 151. löggjöfarþing. 16. maí 2021 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp um breytingu á lögum um almannatryggingar um afnám skerðingar ellilífeyris vegna atvinnutekna....Read More
Auglýst er eftir nemanda á háskólastigi til að vinna að samtímarannsókn um kynjaða orðræðu í kosningabaráttu til Alþingis sem eru haldnar 25. september 2021, í verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Nauðsynlegt er að nemandi hafi gott vald á íslensku. Verkefnið felst í að fylgjast með kosningabaráttunni á sumar- og haustmánuðum, kynjagreina hana og greina hvaða...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um mótun skuldbindinga íslenskra stjórnvalda í tengslum við þátttöku í átaksverkefni UN Women, Kynslóð jafnréttis (e. Generation Equality Forum). Mál nr. 101/2021, utanríkisráðuneytið 3. maí 2021 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar þessari aðgerðaráætlun alþjóðlegs bandalags gegn kynbundnu ofbeldi og sendir hér inn hugmyndir að skuldbindingum...Read More
Á aðalfundi Kvenréttindafélags Íslands sem haldinn var fyrr í dag 30. apríl 2021 var Tatjana Latinovic endurkjörin formaður Kvenréttindafélags Íslands og aðild Trans Íslands að félaginu staðfest. Tatjana Latinovic var fyrst kjörin formaður Kvenréttindafélagsins árið 2019, en er hún fyrsta konan af erlendum uppruna sem gegnir því embætti. Í embættistíð sinni hefur Tatjana lagt áherslu...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum, nr. 31/1993 (aldur hjónaefna, könnunarmenn o.fl.). Þingskjal 1113, 646. mál, 151. löggjafarþing. 29. apríl, 2021 Hallveigarstaðir, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar þessu frumvarpi sem tekur fyrir að börn undir 18 ára aldri geti gengið í hjónaband, þrátt fyrir að um...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent í eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (barnaníðsefni, hatursorðræða, mismunun o.fl.), þingskjal 1189, 710. mál, 151. löggjafarþing. 29. apríl 2020 Hallveigarstaðir, Reykjavík Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar frumvarp til laga um breytingar á köflum almennu hegningarlaganna nr. 19/140 sem taka á barnaníðsefni,...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent inn eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um kynjavakt Alþingis, þingskjal 949, 564. mál, 151. löggjafarþing 2020–2021. 29. apríl 2021 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands styður heilshugar þessa tillögu til þingsályktunar til að koma á fót kynjavakt Alþingis. Samhljóðandi þingsályktunartillaga var flutt á 149. löggjafarþingi og sendi Kvenréttindafélag Íslands inn umsögn um...Read More
Aflið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót og UN Women á Íslandi hafa sent inn eftirfarandi umsögn um frumvarp um breytingu á lögum um meðferð sakamála (réttarstaða brotaþola, fatlaðra og aðstandenda). Þingskjal 1197 — 718. mál. 29. apríl 2021 Undirrituð félög, samtök og hópar fagna því að þetta frumvarp líti loks dagsins ljós...Read More
Kvenréttindafélags Íslands hefur sent inn eftirfaran di umsögn um drög að reglugerð um Jafnréttisráð – samráðsvettvang um jafnrétti kynja. Forsætisráðuneytið, mál nr. 95/2021 23. apríl 2021 Hallveigarstaðir, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands lýsir almennri ánægju með drög að reglugerð um Jafnréttisráð, nýjan samráðsvettvang stjórnvalda, femínísku hreyfingarinnar, samtaka launafólks og fræðasamfélagsins um jafnrétti kynjanna. Samkvæmt reglugerðinni er hlutverk...Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar hér með til aðalfundar föstudaginn 30. apríl kl. 11:30–13:30. Tillögur og ályktanir skulu berast til stjórnar í netfang postur@kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 23. apríl 2021. Fundarstaður Fundurinn verður einungis á rafrænum vettvangi, í gegnum Zoom fjarfundarkerfið. Skráning á aðalfund Öll sem hafa áhuga til að sitja aðalfund eru beðin að...Read More
Mannréttindaskrifstofa Íslands og Kvenréttindafélag Íslands hafa sent inn eftirfarandi tillögur og ábendingar um atriði sem leggja skal áherslu á við gerð skýrslu Íslands um alþjóðasamning um afnám allrar mismununar gagnvart konum (Forsætisráðuneytið, mál nr. 78/2021). Sjálfstæð mannréttindastofnun Stjórnvöld hafa skipað starfshóp til að útfæra hugmyndir um sjálfstæða innlenda mannréttindastofnun, sem uppfyllir Parísarviðmið Sameinuðu þjóðanna um...Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Það berast slæmar fréttir frá Tyrklandi þar sem Recep Tayyip Erdogan forseti lýsti nýlega því yfir að Tyrkland segði sig frá samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, svokölluðum Istanbúlsamningi. Þessi ákvörðun Tyrklandsforseta er mikið bakslag í jafnréttisbaráttunni á alþjóðavettvangi og...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að grípa til aðgerða í kjölfar ákvörðunar Tyrklands að segja sig frá Istanbúlsamningnum svokallaða, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Istanbúlsamningurinn er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur heildstætt...Read More
Aflið, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót og UN Women á Íslandi hafa sent inn eftirfarandi umsögn um drög að frumvarpi um breytingu á lögum um meðferð sakamála (réttarstaða brotaþola, fatlaðra og aðstandenda). 24. mars 2021 Undirrituð félög og samtök fagna því að þessi frumvarpsdrög líti loks dagsins ljós en telja að ekki...Read More
Kvenréttindafélag Íslands fordæmir ákvörðun Tyrklands að rifta samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, Istanbúlsamningnum svokallaða. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í...Read More
Velkomin á rafrænt pallborð fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 14:00 um mikilvægi femínískrar samstöðu með hinsegin fólki og baráttumálum þeirra. Á Íslandi hefur alltaf ríkt ákveðin samstaða milli þessara hópa, enda skarast málefni þessara hópa mjög og hafa alla tíð gert. Þessi samstaða hefur styrkt starf beggja réttindahreyfinga og skapað samfélag þar sem kvenréttindi og...Read More
Í gær buðu 13 kvenna- og jafnréttissamtök til fundar þar sem vakin var athygli á kerfisbundnu misrétti gegn konum í réttarkerfinu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Eitt af því sem samtökin vöktu sérstaka athygli á var að málsmeðferðartími í kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum í réttarkerfinu sé allt of langur, sem hefur slæm áhrif bæði á...Read More
Í dag boðuðu 13 kvenna- og jafnréttissamtök til fundar, Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women. Samtökin vekja athygli á kerfisbundnu misrétti gegn konum í réttarkerfinu og leggja fram tillögur til úrbóta. Níu konur hafa nú kært íslensk stjórnvöld til Mannréttindadómstóls Evrópu...Read More
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til rafræns hádegisfundar 8. mars kl. 12–13. Yfirskrift fundarins er Konur í kafi – kynjajafnrétti á tímum heimsfaraldurs. Slóð á viðburð: https://us02web.zoom.us/j/85277321283 Dagskrá: „Bakslag eða afhúpun: Heimilislíf og jafnrétti í fyrstu bylgju Covid frá sjónarhóli mæðra.“ Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, lektor...Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (skattalegir hvatar fyrir lögaðila sem starfa til almannaheilla). Þingskjal 416, 342. mál, 151. löggjafarþing. 8. febrúar 2021 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar framkomnu frumvarpi til laga um skattalega hvata fyrir lögaðila sem starfa til...Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirrituðu samstarfssamning í dag um ráðgjöf, fræðslu, námskeiðahald og upplýsingagjöf um jafnrétti kynja á innlendum og erlendum vettvangi. Meginmarkmið samningsins er að Kvenréttindafélagið sinni ýmiss konar fræðslu, m.a. gerð upplýsingaefnis á íslensku og ensku, opnum fundum, útgáfu námsefnis um jafnréttismál á rafrænu formi eða prenti. Samningurinn...Read More
Í dag tók samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum (TPNW) gildi með 51 samþykktum undirskriftum. Alls samþykktu 122 aðildarríki samninginn á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júlí 2017. Samningurinn er fyrsti og eini kynjamiðaði samningurinn um kjarnorkuvopn, enda ræðir formáli samningsins kynjavinkil kjarnorkuvopna og þau óhóflegu áhrif sem bæði kjarnorkuvopn og stríð hafa á konur....Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að stjórnvöld hafa frestað breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna reglubundinna skimana fyrir brjóstakrabbameini. Leggst félagið gegn þeim áformum að hækka aldur kvenna sem boðaðar eru í reglubundna skimun fyrir brjóstakrabbameini úr 40 í 50 ár og hvetur stjórnvöld til falla algjörlega frá þeim áætlunum. Á níunda og tíunda áratugnum barðist...Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að Alþingi samþykkti í gærkvöld lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði. Félagið lýsir þó vonbrigðum með að í meðferð þingsins hafi frumvarpið tekið þeim breytingum að framseljanlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs var aukinn úr fjórum vikum í sex. Enn fremur að réttur barna og foreldra til að lifa án ofbeldis sé ekki...Read More