By

Kvenréttindafélag Íslands
Hverjir eru kostirnir fyrir dagvistun á Írlandi? Hver eru launakjörin fyrir starfsfólk í dagvistun, sem eru aðallega konur? Hvaða áhrif hafa valkostir um dagvistun á raunveruleika kvenna? Hvaða leiðir getum við hugsað um til þess að breyta þessum raunveruleika? Þetta verður allt rætt á viðburðinum „Childcare – what needs to change?“ sem fer fram rafrænt...
Read More
Evr­ópuráðstefna kvenna­sam­tak­anna BPW (Europe­an Bus­iness and Professi­onal Women), verður haldin helg­ina 27.-29. maí nk. Ráðstefn­an er hald­in á þriggja ára fresti og verður nú í annað sinn hér­lend­is, en 1997 mættu um 400 kon­ur víðs veg­ar að úr heim­in­um.  Ráðstefnan verður haldin í Hilton Reykjavík Nordica undir slagorðinu „Jafnrétti“ og er skráning á ráðstefnuna enn...
Read More
Breytingar hafa átt sér stað í sílensku samfélagi undanfarin misseri. Samfélagsbreytingarnar hafa verið leiddar áfram af femínískum aktívistum og snúa meðal annars að baráttu kvenna fyrir umráðarétti yfir eigin líkama. Á málþinginu verður fjallað um femínisma og kynjafræði sem hreyfiafl samfélagsbreytinga í Síle og á Íslandi. Amaya Pavez Lizarraga prófessor í lýðheilsuvísindum við Læknadeild USACH...
Read More
Að kona fái að ráða yfir sínum líkama er sumum framandi hugmynd. Enn eru til menn í þessum heimi sem telja það rétt sinn að stunda mök við konur án þeirra samþykkis. Það eru enn til menn sem telja það líka rétt sinn að ákveða hvort kona gangi með barn eða ekki. Það eru enn...
Read More
Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög...
Read More
Í byrjun árs fór Jafnréttisstofa ásamt forsætisráðuneytinu og Kvenréttindafélagi Íslands af stað með #játak þar sem stjórnmálaflokkar voru hvattir til að huga að fjölbreytileika við uppstillingar á lista og við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstu helgi. Það er nefnilega mikilvægt að fjölbreyttar raddir komi að allri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Konum hefur fjölgað jafnt...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 12. maí 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík Að brúa umönnunarbilið er eitt mikilvægasta jafnréttismál okkar tíma. Á laugardaginn er gengið til sveitarstjórnarkosninga. Kvenréttindafélag Íslands minnir frambjóðendur til sveitarstjórna á að dagvistunarmál eru eitt af mikilvægustu verkefnum hvers sveitarfélags.   Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2022, sem fór fram þann 4. maí, hvetur íslensk stjórnvöld að sýna femíníska og pólitíska forystu á alþjóðavettvangi með því að: Hafa kvenréttindi ávallt í forgangi í stefnumótun og starfi ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðuneytisins og í þróunarsamvinnu. Tala fyrir kvenréttindum, kynfrelsi og kyn- og frjósemisheilbrigði og frjósemisréttindum við hvert tækifæri á alþjóðavettvangi. Hvetja...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram miðvikudaginn 4. Maí kl 16:30 í Veröld – húsi Vigdísar, og með rafrænum hætti. Ný stjórn var kjörin og Slagtog boðið velkomið í félagið. Einnig ályktaði fundurinn með hvatningu til stjórnvalda. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2022 hvetur íslensk stjórnvöld að sýna femíníska og pólitíska forystu á alþjóðavettvangi með því að: Hafa...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendir baráttukveðjur til kvenna Bandaríkjunum, en allt bendir til að hæstiréttur þar í landi hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Sá úrskurður myndi þýða að þungunarrof yrði bannað með lögum í fjölda fylkja Bandaríkjanna. #WomensRights #abortionrights #reproductivejustice
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um grænbók um mannréttindi. Mál nr. 74/2022, Forsætisráðuneytið  7.febrúar 2022 Hallveigarstöðum, Reykjavík Nú liggur í samráðsgátt beiðni um umsagnir við grænbók um mannréttindi. Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að vinna sé hafin á ný við stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar til samræmis við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 48/134 um innlendar mannréttindastofnanir...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands boðar hér með til aðalfundar miðvikudaginn 4. maí kl. 16:30-18:30.  Tillögur, ályktanir og framboð til trúnaðarstarfa skulu berast í netfang postur@kvenrettindafelag.is, í síðasta lagi 27. apríl 2022. Lesið ársskýrslu Kvenréttindafélags Íslands 2021 hér. Fundarstaður Veröld – Hús Vigdísar og rafrænt á Zoom. Skráning á aðalfund Öll sem hafa áhuga til að sitja aðalfund...
Read More
Haldið verður upp á Alþjóðadag Rómafólks í fyrsta á Íslandi þann 8. apríl í Veröld – húsi Vigdísar. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá þar sem menningu Rómafólks verður haldið á lofti með þátttöku Rómafólks, m.a. tónlistarmanna, rithöfunda og fræðimanna, með það að markmiði að sýna, segja frá og efla menningu eins stærsta minnihlutahóps Evrópu...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands  stóð fyrir  rafrænum fundi um kjarajafnrétti og leiðréttingu á kjörum kvennastétta, fimmtudaginn 17. mars á NGO-CSW 66, í samstarfi við Kvinderådet í Danmörku og NYTKIS í Finnlandi. Astrid Elkjær Sørensen sagnfræðingur í kynja- og vinnumarkaðssögu, Fatim Diarra formaður NYTKIS og Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB voru með framsögu. Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og...
Read More
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í Stjórnarráðshúsinu í dag. Um er að ræða framhald af samstarfi á milli ríkisstjórnarinnar, Alþingis og alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders (WPL) um að efna til heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi frá 2023 til 2025. Í febrúar...
Read More
Frumvarp til breytinga á lögum um útlendinga verður tekið fyrir í Alþingi á allra næstu vikum. Fjölmörg samtök og einstaklingar sem vinna með fólki á flótta hafa lýst því yfir að frumvarpið sé veruleg afturför í mannréttindavernd hópsins og stangist mögulega á við mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Aðstandendur fundarins telja afar mikilvægt að vekja athygli sem...
Read More
Stígamót, Kvenréttindafélag Íslands, Aflið, Kvennaráðgjöfin, NORDREF, Öfgar, Rótin, Samtök um kvennaathvarf, UN Women á Íslandi og W.O.M.E.N. hafa sent frá sér eftirfarandi sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga (réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda)
Read More
Kvenréttindafélag Íslands gekk í evrópsku samtökin European Women‘s Lobby (EWL, Hagsmunasamtök evrópskra kvenna) árið 2019 og gegnir starfi tengiliðs íslenskra félagasamtaka við EWL, sem tengir saman kvennahreyfingar í þjóðríkjum Evrópu til að vera þrýstiafl fyrir kvenréttindi og jafnrétti kynjanna meðal almennings og innan evrópskra stofnanna. Framkvæmdastýra og stjórnarkonur sátu fund í morgun með fulltrúum úkraínsku...
Read More
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða ASÍ, BHM, BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Kennarasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands til hádegisfundar á Hilton Reykjavík Nordica þann 8. mars kl. 12–13:15. Yfirskrift fundarins er “Er vinnumarkaðurinn vaknaður? #Metoo og lægri þröskuldur”. Fundinum mun einnig vera deilt í streymi á samfélagsmiðlum og upptaka verður aðgengileg að fundi loknum....
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. IAW hafa nú gefið frá sér yfirlýsingu um ástandið í Úkraínu. IAW standa með konum þar í landi og fjölskyldum þeirra og kalla eftir friði. Yfirlýsingin hljóðar svo: IAW Statement, 2022/02/26 By Acting President Marion Böker & Convenor of the...
Read More
Fulltrúar femínísku hreyfingarinnar í Danmörku, Finnlandi og Íslandi ræða saman um helstu áskoranir og árangur í baráttunni fyrir kjarajafnrétti, á rafrænum fundi 17. mars kl. 10:00. Erindi halda Astrid Elkjær Sørensen, sagnfræðingur í kynja- og kjaramálasögu, Fatim Diarra, formaður NYTKIS í Finnlandi og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB. Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, og Lise...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands tilkynnir með gleði og ánægju að Rut Einarsdóttir tekur til starfa sem ný framkvæmdastýra félagsins þann 1. mars næstkomandi.  Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum.  Rut...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 23. febrúar 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík   Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg...
Read More
Franska sendiráðið, Kvenréttindafélag Íslands og Rauði krossinn bjóða ykkur velkominn á fund um konur mannúðarstörfum, í tilefni af Jafnréttisdögum, kl. 12:00 þriðjudaginn 15. febrúar í Háskólanum í Reykjavík. Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélagsins og Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir sem starfað hefur sem sendifulltrúi Rauða krossins segja frá reynslu sinni í mannúðarstörfum á alþjóðavettvangi. Þessi erindi...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um útlendinga nr. 80/2016 (alþjóðleg vernd) og lögum um atvinnuréttindi útlendinga nr. 97/2002 (atvinnuleyfi). Mál nr. 20/2022, dómsmálaráðuneytið.  Hallveigarstaðir, Reykjavík 11. febrúar 2022 Nú liggur í samráðsgátt drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum nr. 31/1993. Þingskjal 174, 172. mál, 152. löggjafarþing.  Hallveigarstaðir, Reykjavík 8. febrúar 2022 Kvenréttindafélag Íslands styður þetta frumvarp sem ætlað er að auðvelda þolendum ofbeldis í sambandi að leita skilnaðar. Í frumvarpinu er lögskilnaður einfaldaður bæði ef hjón eru...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingu á hjúskaparlögum nr. 31/1993. Þingskjal 165, 163. mál, 152. löggjafarþing. Hallveigarstaðir, Reykjavík 8. febrúar 2022 Frumvarp þetta var lagt fram á 151. löggjafarþingi en náði þá ekki fram að ganga og er nú lagt fram að nýju efnislega óbreytt. Umsögn Kvenréttindafélags...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um hraðari málsmeðferð og bætta réttarstöðu þolenda heimilisofbeldis við hjúskaparslit. Þingskjal 175, 173. mál, 152. löggjafarþing.  Hallveigarstaðir, Reykjavík 8. febrúar 2022 Kvenréttindafélag Íslands fagnar þessari tillögu til þingsályktunar sem felur innanríkisráðherra og félags- og vinnumarkaðsráðherra að taka til endurskoðunar ýmis lög og reglugerðir,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Þingskjal 20, 20. mál, 152. löggjafarþing: Hallveigarstaðir, Reykjavík 8. febrúar 2022 Kvenréttindafélag Íslands hvetur Alþingi til að samþykkja tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Í tillögunni er innanríkisráðherra falið að setja á fót starfshóp til að móta tillögur um bætt verklag um...
Read More
Hæstvirtur dómsmálaráðherra, Fyrir liggur að gera breytingar á réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum eins og fram kemur í stjórnarsáttmála og er það fagnaðarefni. Í dag er brotaþoli einungis vitni í eigin máli, en er ekki álitinn aðili að sakamálinu að öðru leyti, sem gerir honum m.a. erfitt að gæta hagsmuna sinna. Rannsóknir sýna að andlegar afleiðingar...
Read More
Sveitarstjórnir sinna allskyns verkefnum fyrir allskyns fólk. Það er því brýnt að framboð til sveitarstjórna endurspegli fjölbreytileika mannlífsins. Í Byggðaáætlun stjórnvalda er tekið fram að mikilvægt sé að viðhalda jöfnu kynjahlutfalli í sveitarstjórnum landsins og hvetja fjölbreyttan hóp til þátttöku í sveitarstjórnarmálum. Var því farið af stað í #JÁTAK sem er jafnréttisátak í fjölbreytni. Við...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Kvenréttindafélag Íslands fagnar í dag 115 ára afmæli sínu. Félagið var stofnað þann 27. janúar 1907 með það að markmiði að berjast fyrir kosningarétti kvenna og hefur alla tíð unnið að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Þrátt fyrir að hafa starfað á...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 21. janúar 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, birti í vikunni skýrslu um nýja rannsókn sem gerð var á kjörum félagsfólks ASÍ og BSRB. Skýrslan afhjúpar geigvænlegt kynjamisrétti og slæma stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, þá sérstaklega innflytjenda og einstæðra mæðra.  Konur eru mun fleiri en karlar í...
Read More
Hefur þú áhuga á að starfa að femínískri nýsköpun í sumar? Kvenréttindafélag Íslands leitar að nemanda á háskólastigi með skemmtilegar hugmyndir að femínísku verkefni eða rannsókn á sviði kynjafræði, stjórnmálafræði, sagnfræði eða félags- og mannvísinda, til að þróa áfram til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna.  Sendið inn hugmynd að verkefni á postur@kvenrettindafelag.is fyrir 30. janúar næstkomandi,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent eftirfarandi áskorun til stjórnmálafólks og stjórnmálaflokka í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2020: 4. janúar 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík Heilir og sælir, kæru kjörnu fulltrúar á sveitarstjórnarstigi! Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að jafnri þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendi í sumar skuggaskýrslu til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi, sem skrifuð var ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Siðmennt. Var skýrslan skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti og...
Read More
  Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands hélt eftirfarandi ræðu á samstöðufundi með konum á flótta 4. desember.  Kvenréttindafélag Íslands vinnur að kvenréttindum allra kvenna á Íslandi. Við vinnum að mannréttindum allra og gegn hvers konar mismunun. Við mismunum ekki konum eftir félagsstöðu, uppruna eða ástæðum fyrir veru þeirra hér á landi. Það hryggir okkur og...
Read More
Stefanía Sigurðardóttir stjórnarkona Kvenréttindafélags Íslands hefur skrifað eftirfarandi grein: Í desember er okkur tamt að hugsa um þá sem minna mega sín. Við sem eigum nóg ættum að deila með þeim sem eiga um sárt að binda. Söngtextinn sem hefur ómað nánast hver jól á mínu heimili segir að kærleikurinn sé hinn mikli sjóður og...
Read More
Kvenréttindi eru mannréttindi allra kvenna, líka kvenna á flótta! **** Að undanförnu hefur verið greint frá nokkrum tilfellum þar sem ungum, einstæðum konum á flótta, sem hafa sætt kynferðislegu- og kynbundnu ofbeldi, kynfæralimlestingum og annarri ómannúðlegri meðferð hefur verið neitað um alþjóðlega vernd á Íslandi og bíða nú brottvísunar, meðal annars til Grikklands þar sem...
Read More
Verið velkominn á opinn fund til að rýna saman í stjórnarsáttmálann, laugardaginn 4. desember kl. 11:00, í sal Stígamóta á Laugarvegi 170. Á fundinum verður sérstaklega rýnt í og farið yfir stefnu ríkisstjórnarinnar í þremur málaflokkum: ofbeldi, vinnumarkað og fjármál, og jafnrétti í víðum skilningi. Stefnt er að því að loknum fundi verði gefin út...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins heldur erindi á fundi WorkEqual í Írlandi og spjallar um dagvistunarmál á Íslandi og framgang kvenna á vinnumarkaði. WorkEqual eru samtök sem vinna að jöfnum aðgangi kvenna að vinnumarkaði í Írlandi, en þar eru hindranirnar gífurlegar, þá sér í lagi vegna þess að dagvistunarúrræði eru takmörkuð og fokdýr. Fundurinn...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót hafa í sameiningu skilað viðbótarskýrslu við skýrslu stjórnvalda um framkvæmd Istanbúlssamningsins, samning Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Istanbúlsamningurinn var samþykktur á vettvangi Evrópuráðsins 11. maí 2011 og undirritaður af íslenskum stjórnvöldum sama dag. Samningurinn var loks fullgiltur þann 26. apríl...
Read More
Kynjaþingi 2021, sem átti að vera í Veröld á morgun, laugardaginn 13. nóvember, hefur verið frestað um óákveðinn tíma vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar. Boðað verður til Kynjaþings strax og öruggt er að halda fjöldasamkomur. Fjölbreytt samtök og hópar sem vinna að kynjajafnrétti voru með viðburði á dagskrá þingsins: ASÍ, Áfallasaga kvenna, EMPOWER, Femínísk fjármál, Kvennasögusafn...
Read More
Kynjaþingi 2021 hefur verið frestað vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður ný dagsetning auglýst síðar.     Frábær dagskrá á Kynjaþingi í ár! Verið velkomin í Veröld kl. 13 á laugardaginn í femíníska hátíð! Fullt aðgengi er að Kynjaþingi, ókeypis aðgangur og öll velkomin. Kynjaþing endar kl. 16:45 á femínísku hænustéli 😉 Fjölbreytt samtök og...
Read More
Þessi fyrirlestur átti að vera á dagskrá Kynjaþings 2021. Kynjaþingi var frestað vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður ný dagsetning auglýst síðar.   Kvenréttindafélag Íslands boðar til fundar um nýja bylgju #metoo og gerendur ofbeldis, á Kynjaþingi 13. nóvember kl. 13:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Katrín Ólafsdóttir, doktorsnemi við Háskóla Íslands, kynnir niðurstöður rannsóknar sinnar...
Read More
Þessi fyrirlestur átti að vera á dagskrá Kynjaþings 2021. Kynjaþingi var frestað vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður ný dagsetning auglýst síðar. Velkomin á pallborðsumræður Kvenréttindafélags Íslands á Kynjaþingi í Veröld, laugardaginn 13. nóvember kl. 15:00. Hildur Sverrisdóttir (Sjálfstæðisflokkurinn), Kristrún Frostadóttir (Samfylkingin), Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (Framsókn), Steinunn Þóra Árnadóttir (VG) og Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir (Viðreisn)...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands og Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir framkvæmdastýra hafa skrifað eftirfarandi grein: Í haust birtust nýjar tölur frá Hagstofu Íslands þar sem fram kemur að launamunur kynjanna heldur áfram að minnka hér á Íslandi. Munurinn á heildarlaunum kvenna og karla er nú 22,8% og hefur minnkað töluvert frá árinu á undan þegar...
Read More
Konur vinna ókeypis eftir kl. 15:10 á Íslandi! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 77,2% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 22,8% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 10 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands býður ykkur velkomin á femíníska sögugöngu á kvennafrídegi, sunnudaginn 24. október kl. 14:00. Erla Hulda Halldórsdóttir, Kristín Svava Tómasdóttir og Ragnheiður Kristjánsdóttir leiða gesti um femínískar söguslóðir í miðborg Reykjavíkur. Gangan er byggð á bókinni Konur sem kjósa: aldarsaga sem Erla, Kristín Svava og Ragnheiður skrifuðu ásamt Þorgerði H. Þorvaldsdóttur. Mæting er fyrir framan Kvennaheimilið Hallveigarstaði...
Read More
Kynjaþing 2021 verður haldið laugardaginn 13. nóvember milli kl. 13:00-17:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Félög og hópar sem starfa að jafnréttismálum geta tekið frá stofu til að halda viðburði á Kynjaþingi. Þátttaka á Kynjaþingi er ókeypis. Auðarsalur (stóri salurinn í Veröld) sem tekur 121 í sæti VHV-007 (kennslustofu í Veröld) sem tekur 44 í sæti...
Read More
1 2 3 4 20