Category

Almennar fréttir
Kvenréttindafélag Íslands veitti fulltrúum byggingavöruverslunarinnar Mest viðurkenningu fyrir auglýsinguna: Þú ferð létt með að saga til næsta bæjar. Auglýsingin, sem send hefur verið til þeirra sem hafa fengið úthlutaðar íbúðarlóðir frá í sumar, þykir stuðla að jafnrétti kynjanna og ýta undir jákvæða ímynd kvenna. Sögin sem fylgdi auglýsingunni var aðallega send konum. Þegar vel til tekst með...
Read More
Málþing verður haldið í Norræna Húsinu þriðjudaginn 20. nóvember kl. 14:00-16:30 um Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem á 18 ára afmæli þennan dag. Erindi og pallborðsumræður. Kynnt verður nýtt íslenskt rit um sáttmálann. Aðgangur er ókeypis og er málþingið öllum opið.
Read More
Rannsóknarstofa í kvenna- og kynjafræðum stendur fyrir ráðstefnu 9. og 10. nóvember í aðalbyggingu Háskóla Íslands. Á áttunda tug fræðimanna fjalla um rannsóknir sínar í 18 málstofum. Sérstakir gestir ráðstefnunnar eru Drude Dahlerup, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann í Stokkhólmi og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra. Dagskrá ráðstefnunnar má nálgast á vefslóðinni http://www.rikk.hi.is/Apps/WebObjects/HI.woa/wa/dp?id=1022985
Read More
Miðvikudaginn 7. nóvember mun minnisvarði um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur verða afhjúpaður á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs. Athöfnin hefst kl. 16:00 og munu eftirfarandi aðilar flytja ávarp: Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ Ólöf Nordal, höfundur minnisvarðar um Bríeti Kristín Þóra Harðardóttir, formaður Menningar- og minningarsjóðs kvenna, sat í undirbúningsnefnd Fulltrúar frá...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð mánudaginn 29. október til 3. nóvember vegna þátttöku starfsmanns á aðalfundi International Alliance of Women á Indlandi. Næsti viðburður í starfi KRFÍ verður 7. nóvember nk. þegar Bríetarreitur verður afhjúpaður í Þingholtsstræti kl. 16:00. Að því tilefni býður KRFÍ til móttöku í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu kl. 16:45. Erindi um Bríeti...
Read More
Jafnréttisnefnd Kópavogs heldur málþing, fimmtudaginn 25. október kl. 17:00-19:00 í Gerðasafni (neðri hæð) undir yfirskriftinni „Ég þori, get og vil!“ um konur í sveitastjórnum. Málþingið er öllum opið og er fundarstjóri Una María Óskarsdóttir formaður jafnréttisnefndarinnar og pallborðsumræðum stjórnar Arna Scram, blaðamaður. Tilefnið er að hálf öld er nú liðin frá því að fyrsta konan á...
Read More
Laugardaginn 27. október stendur Femínistafélag Íslands fyrir „samræðu um margbreytileika“, þ.e. ráðstefnu undir yfirskriftinni KYNLAUS OG LITBLIND? Ráðstefnan, sem haldin verður í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, hefst kl. 10:00 og stendur til kl. 17:00. Dagskrá: kl. 10-12  Lykilfyrirlestrar Þorgerður Þorvaldsdóttir – Jafnrétti margbreytileikans Ugla Egilsdóttir leikur lausum hala Þorgerður Einarsdóttir – Hvers kyns og hverra? Jafnréttið...
Read More
Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti? „Kvenmenni í karlaveldi'“ er yfirskrift ráðstefnnunnar sem haldin verður í þekkingarsetrinu Keili á Miðnesheiði kl. 14:00 miðvikudaginn 24. október. Að ráðstefnunni stendur Atvinnuþróunarfélag Suðurlands. Opnunarávarp flytur Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra. Í kjölfarið flytja nokkrir fyrirlesarar erindi og að lokum verða pallborðsumræður. Fundarstjóri er Tinna Gunnlaugsdóttir, Þjóðleikhússtjóri. Ráðstefnulok kl. 17:30. Veitingar.
Read More
Stjórn KRFÍ fagnar því að Landbúnaðarnefnd Borgarbyggðar tekur undir álit félagsmálanefndar Borgarbyggðar þess efnis að nektardans verði alfarið bannaður í sveitarfélaginu. Megi önnur sveitarfélög á landinu taka Borgarbyggð sér til fyrirmyndar! 
Read More
Skv. fréttastofu Reuters hefur Vatíkanið skorað á þjóðir heims að innleiða lög sem gera kaup á vændi refsiverð. Vatíkanið álítur að þetta muni draga úr ofbeldi gegn konum og bindi enda á það nútíma þrælahald sem Vatíkanið álítur að vændi sé. Þess má geta að stjórnarfrumvarp  sama efnis er til umsagnar í norska þinginu, þ.e. að gera kaup...
Read More
Ráðstefna verður haldin miðvikudaginn 24. október kl. 14:00 í Keili „Atlantic Centre of Excellence“ á Miðnesheiði undir yfirskriftinni: Hvaðan kemur hræðslan við jafnrétti? „Kvenmenni í karlaveldi?“ Dagskrá: Opnunarávarp: Jóhanna Sigurðardóttir jafnréttismálaráðherra Kynbundinn launamunur – hvað má gera og hvað má EKKI gera: Þorlákur Karlsson forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík Yrsa Sigurðardóttir: Kona í „dæmigerðu“ karlastarfi Lotta...
Read More
Miðvikudaginn 10. október kl. 12:00-13:00 stendur KRFÍ fyrir súpufundi í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, þar sem jafnlaunamálin verða rædd. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra, Hannes G. Sigurðsson varaframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og Hlér Guðjónsson frá Háskólanum á Bifröst munu vera með stutt framsöguerindi og taka þátt í pallborðsumræðum. Allir velkomnir. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Read More
Stjórn Menningar- og minningarsjóðs kvenna hefur fundað og ákveðið hefur verið að veita styrk úr sjóðnum í haust. Tvær stjórnarkonur hafa látið af starfi sínu í stjórn sjóðsins og eru því tvö sæti laus fyrir þá félagsmenn KRFÍ sem hafa áhuga á að starfa með stjórn sjóðsins. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu KRFÍ eða á netfangið...
Read More
Arnar Gíslason kynjafræðingur, heldur erindið Karlar og fóstureyðingar: Hver á kvenlíkamann? á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 27. september kl. 12:00 í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar. Í fyrirlestrinum verður kynnt rannsókn frá Bretlandi um karla og fóstureyðingar.
Read More
Vegna óviðráðanlegra orsaka frestast afhjúpun minnisvarðarins um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur sem átti að fara fram þ. 27. sept. nk., fram í október. Nánari upplýsingar verða auglýstar hér á síðunni þegar ný dagsetning hefur verið ákveðin.
Read More
Til stendur að afhjúpa minnisvarða um Bríeti Bjarnhéðinsdóttur á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs 7. nóvember kl. 16:00. Eins og flestum er kunnugt var Bríet ein af stofnendum KRFÍ og fyrsti formaður félagsins en hún bjó einmitt í Þingholtsstræti og þar var KRFÍ stofnað fyrir 100 árum. Að lokinni athöfn býður KRFÍ til kaffisamsætis og dagskrár...
Read More
Fundurinn verður haldinn  í Friðarhúsinu á horni Snorrabrautar og Njálsgötu, þriðjudaginn 25. september kl. 19:00. Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar verður gestur fundarins. Fundurinn er öllum opinn. Sjá nánar á heimasíðu samtakanna www.mfik.is
Read More
Til stendur að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um fæðingar-og foreldraorlof á næsta þingi, skv. Hrannri Birni Arnarsyni, aðstoðarmanni félagsmálaráðherra. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar var mælt fyrir um að fæðingarorlof skyldi lengt í áföngum.
Read More
Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2007. Viðurkenningu geta hlotið einstaklingar, hópar, fyrirtæki eða félagasamtök, sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum...
Read More
Umsóknareyðublað er hægt að nálgast hér að neðan og er óskað eftir vönduðum frágangi við umsókn. Við styrkúthlutun er haft eftirfarandi að leiðarljósi: Skilyrði fyrir styrk er að verkefni séu kvennaverkefni þ.e. unnin af konum og fjalli um málefni kvenna. Að þessu sinni verður áherslan á ritstörf, ritgerðir eða rannsóknir, einkum um þjóðfélagsmál er varða...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir hádegisfundi  miðvikudaginn 5. september nk. kl. 12:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á fundinum mun Maryam Namazie flytja erindi er nefnist: Women´s Rights, the Veil and Islamic Rule. Maryam Namazie fæddist í Íran en fluttist síðar með fjölskyldu sinni til Bretlands. Hún hlaut síðar menntun sína í Bandaríkjunum þar sem hún bjó um nokkurt skeið. Hún er...
Read More
Á lýðveldisárinu 2004 ákvað ríkisstjórn Íslands að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur kvenréttindakonu og fyrsta formanns Kvenréttindafélags Íslands, í kjölfar málþings sem haldið var um kvenréttindi á fyrsta tug 20. aldarinnar. Ólöf Nordahl, myndlistarkona var fengin til að hanna minnisvarðann. Það eygir því loksins í að afhjúpun minnisvarðans verði að veruleika en stefnt er að afhjúpun hans þann 27....
Read More
Stjórn KRFÍ  hefur í tilefni aldarafmælis félagsins ákveðið að minnast Bríetar Bjarnhéðinsdóttur, eins stofnanda og fyrsta formanns KRFÍ með þeim hætti að merkja fæðingarstað hennar. Að mati stjórnarinnar er þetta löngu tímbært framtak og ekki síður fyrir þær sakir að minnisvarðar um konur eru mjög fáir hér á landi. Bríet var fædd að Haukagili í Vatnsdal í...
Read More
Alþjóðlega ráðstefnan A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies var haldin á Grand Hótel 8. júní s.l. Fjórir frummælendur veltu fyrir sér hvernig vændi og virðing fara saman í jafnréttisþjóðfélagi og sköpuðust líflegar umræður í kjölfar erindanna. Hér að neðan má lesa erindi frummælenda: Rosy Weiss, forseti International Alliance of Women...
Read More
Að venju halda íslenskar konur upp á 19. júní hátíðlegan. Í ár eru liðin 87 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Hátíðarhöld á vegum KRFÍ verða hefðbundin og verður dagskráin eftirfarandi: Kl. 16:15          Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík. Gengið verður um Þingholtin, Kvosina...
Read More
Ráðstefnan sem haldin vará Grand Hótel föstudaginn 8, júní s.l. var mjög vel sótt. Hægt verður að nálgast erindi pallborðsþátttakenda síðar í vikunni hér á heimasíðunni.   KRFÍ vill þakka góðan stuðning Heilbrigðisráðuneytis, Menntamálaráðuneytis og Umhverfisráðuneytis sem styrktu félagið til að halda ráðstefnuna.
Read More
Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu á Grand Hótel föstudaginn 8. júní kl. 13:-16:00. Ráðstefnan, sem fer fram á ensku, ber yfirskriftina A Place for Prostitution? Gender Equality and Respect in Modern Societies eða Fara vændi og virðing saman í jafnréttisþjóðfélagi? Fjórir gestir taka þátt í pallborðsumræðum og er ráðstefnan öllum opin og ókeypis. Dagskrá...
Read More
Rosy Weiss, forseti alþjóðlegu baráttusamtakanna: International Alliance of Women (IAW), mun gesta Ísland í næstu viku í tengslum við ráðstefnu þá er Kvenréttindafélag Íslands stendur fyrir 8. júní nk. á Grand Hótel. Að því tilefni mun KRFÍ halda hádegisverðarfund á Akureyri með Rosy Weiss í samvinnu við Jafnréttisstofu, Akureyrarbæ og Háskólann á Akureyri. Fundurinn verður haldinn að Borgum...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því að hlutur kvenna í ríkisstjórn skuli endurspegla hlutfall kvenna á löggjafarþingi. Sérstaklega er ánægjulegt að Samfylkingin skuli gæta jafnréttis kynjanna við skipan í ráðherraembætti. Ljóst er þó að enn hallar nokkuð á konur bæði á þingi og í ríkisstjórn svo að markmiðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna...
Read More
Greininni var ætlað að kynna starfsemi Kvenréttindafélags Íslands og er eftir Halldóru Traustadóttur, framkvæmdastjóra.  Grein í Morgunblaðið
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hvetur allar konur til að kynna sér jafnréttisstefnu stjórnmálaflokkanna áður en að kjörborðinu kemur á laugardaginn 12. maí. Munum að kjósa á laugardaginn!
Read More
Á stjórnarfundum Kvenréttindafélags Íslands hefur marg oft komið upp umræða um slaka stöðu kvenna í stjórnum íslenskra lífeyrissjóða sem og í öðrum íslenskum fjármálafyrirtækjum. Nú er svo komið að í stjórnum þriggja lífeyrissjóða: Lífeyrissjóðs verzlunarmanna, Lífeyrissjóðs starfsmanna Akureyrarbæjar og Stapa – lífeyrissjóði, er kynjahlutfall stjórnarmanna jafnt. Var Lífeyrissjóður Norðurlands jafnframt fyrsti íslenski lífeyrissjóðurinn til að...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands vill vekja athygli á málfundi um vændi á Íslandi, í ljósi breytinga á almennum hegningarlögum, sem haldinn verður föstudaginn 30. mars kl. 13:00 í Háskólanum í Reykjavík í stofu 231a. Að fundinum stendur Lögrétta – félag laganema við Háskólann í Reykjavík. Framsögumenn eru: Sigurður Kári Kristjánsson, alþingismaður, Kolbrún Halldórsdóttir, alþingiskona og Jón H. Snorrason, aðstoðarlögreglustjóri....
Read More
Haldinn verður hádeisverðarfundur á Grand Hótel – Hvammi – kl. 11:45 til 13:00 í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna, 8. mars. Yfirskrift fundarins er: Máttur á milli landa – beislum mannauðinn Dagskráin er eftirfarandi: Gáttin að velgengni í nýju landi – mikilvægi mentorsins. Gunhild Riske, mannfræðingur frá Danmörku – erindið verður flutt á ensku. Óskráður...
Read More
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti: Opinn fundur undir yfirskriftinni Virkjum kraft verður haldinn fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundarstjóri erHalldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur: Hvað þarf til að rétta hlut fátækra kvenna? Ezter Toth, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Friður og jafnrétti...
Read More
Miðvikudaginn 21. febrúar verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel og hefst hann kl. 8.00. Til umræðu er kynbundið ofbeldi og aðgerðir gegn því með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Örstutt erindi flytja Guðrún Jónsdóttir Stígamótum, Ása Ólafsdóttir lögfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaður RIKK. Á eftir verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir læknir. Framundan eru kosningar...
Read More
Íslandspóstur hf. gaf út frímerki 15. febrúar sl. í tilefni af aldarafmæli Kvenréttindafélags Íslands. Frímerkið kostar 55 kr. og er það hannað af auglýsingastofunni EnnEmm.
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagssamband Íslands standa fyrir opnu húsi að Hallveigarstöðum v/Túngötu á konudaginn 18. febrúar. Dagskráin stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 17:00. Dagskráin er eftirfarandi: 1. Kynning á Hallveigarstöðum og þeim félögum sem þar ráða húsum Saga hússins og starfið á árum áður: Þórey Guðmundsdóttir, lektor og fyrrverandi formaður BKR....
Read More
100 ára afmælishátíð Kvenréttindafélags Íslands var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdaginn 27. janúar s.l. Var það samróma álit manna að hátíðin hefði heppnast einstaklega vel og verið hin glæsilegasta.   Kvenréttindafélag Íslands vill færa öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarinnar og ekki síst þeim sem komu fram á hátíðinni, kærar þakkir. Síðast en...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands skorar á Alþingi  að tryggja áfram rekstrargrundvöll  Mannréttindaskrifstofu Íslands.   Mannréttindaskrifstofan hefur starfað  óslitið í 10 ár og hefur á tímabilinu staðið  fyrir fjölmörgum málþingum, lagt fram  yfirgripsmiklar umsagnir um lagafrumvörp  og lagt fram viðbótarskýrslur til  eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna, komið  á fót bókasafni með efni um mannréttindi  og stuðlað að fræðslu og umræðu á...
Read More
Árlegur jólafundur Kvenréttindafélags  Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið  1. desember n.k. í fundarsal  Hallveigarstaða Túngötu 14 og hefst kl.  20.00. Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum  boðið upp á ljúfa tónlist og góðar veitingar. Happdrætti með veglegum bókavinningum. Dagskrá: Steinunn Ólafsdóttir les úr bókinni,  Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir  Matthías Viðar Sæmundsson Sigmundur Ernir Rúnarsson...
Read More
Ræðumaraþoni Kvenréttindafélags Íslands lauk á hádegi í dag, 24. október, og hafði þá staðið í heilan sólarhring í Kringlunni. Safnað var áheitum sem renna eiga í Menningar- og minningarsjóð kvenna. Ríflega eitt hundrað konur komu fram og sumar oftar en einu sinni með vandaðan ræðuflutning, upplestur og jafnvel uppákomur. Sú yngsta sem tók til máls...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands efnir til ræðumaraþons í Kringlunni helgina 23.-24. október nk.   Nokkrir valinkunnir kvenskörungar munu hefja maraþonið á hádegi fyrri daginn.  Hver konan tekur svo við af annarri með 10-15 mínútna framlagi hver í heilan sólarhring, þ.e. fram að hádegi næsta dag. Sú hugsun liggur að baki framtakinu að allar konur hafi eitthvað fram að...
Read More
Á aðalfundi Kvenréttindafélags Íslands sem haldinn var að Hallveigarstöðum þann 17. apríl 2004 var samþykkt eftirfarandi áskorun. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að virða þær skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur gengist undir að þjóðarrétti, í stjórnarskrá og jafnréttislögum.  Það er krafa Kvenréttindafélagsins að ríkisstjórn og hver ráðherra hennar, geri allt sem í þeirra...
Read More
Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000. Reykjavík 13. maí 2004 Ágæti viðtakandi. Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000. Ákvæði 18. gr. jafnréttislaga hljóðar svo „Auglýsandi...
Read More
1 8 9 10