Category

Almennar fréttir
Haldinn verður hádeisverðarfundur á Grand Hótel – Hvammi – kl. 11:45 til 13:00 í tilefni hins alþjóðlega baráttudags kvenna, 8. mars. Yfirskrift fundarins er: Máttur á milli landa – beislum mannauðinn Dagskráin er eftirfarandi: Gáttin að velgengni í nýju landi – mikilvægi mentorsins. Gunhild Riske, mannfræðingur frá Danmörku – erindið verður flutt á ensku. Óskráður...
Read More
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti: Opinn fundur undir yfirskriftinni Virkjum kraft verður haldinn fimmtudaginn 8.mars 2007 kl.17 í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur. Fundarstjóri erHalldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Dagskrá fundarins er eftirfarandi: Harpa Njálsdóttir, félagsfræðingur: Hvað þarf til að rétta hlut fátækra kvenna? Ezter Toth, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Friður og jafnrétti...
Read More
Miðvikudaginn 21. febrúar verður haldinn morgunverðarfundur á Grand hótel og hefst hann kl. 8.00. Til umræðu er kynbundið ofbeldi og aðgerðir gegn því með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Örstutt erindi flytja Guðrún Jónsdóttir Stígamótum, Ása Ólafsdóttir lögfræðingur og Kristín Ástgeirsdóttir forstöðumaður RIKK. Á eftir verða pallborðsumræður með fulltrúum stjórnmálaflokkanna. Fundarstjóri verður Guðrún Agnarsdóttir læknir. Framundan eru kosningar...
Read More
Íslandspóstur hf. gaf út frímerki 15. febrúar sl. í tilefni af aldarafmæli Kvenréttindafélags Íslands. Frímerkið kostar 55 kr. og er það hannað af auglýsingastofunni EnnEmm.
Read More
Kvenréttindafélag Íslands, Bandalag kvenna í Reykjavík og Kvenfélagssamband Íslands standa fyrir opnu húsi að Hallveigarstöðum v/Túngötu á konudaginn 18. febrúar. Dagskráin stendur yfir frá kl. 15:00 til kl. 17:00. Dagskráin er eftirfarandi: 1. Kynning á Hallveigarstöðum og þeim félögum sem þar ráða húsum Saga hússins og starfið á árum áður: Þórey Guðmundsdóttir, lektor og fyrrverandi formaður BKR....
Read More
100 ára afmælishátíð Kvenréttindafélags Íslands var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur á afmælisdaginn 27. janúar s.l. Var það samróma álit manna að hátíðin hefði heppnast einstaklega vel og verið hin glæsilegasta.   Kvenréttindafélag Íslands vill færa öllum þeim sem komu að undirbúningi hátíðarinnar og ekki síst þeim sem komu fram á hátíðinni, kærar þakkir. Síðast en...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands skorar á Alþingi  að tryggja áfram rekstrargrundvöll  Mannréttindaskrifstofu Íslands.   Mannréttindaskrifstofan hefur starfað  óslitið í 10 ár og hefur á tímabilinu staðið  fyrir fjölmörgum málþingum, lagt fram  yfirgripsmiklar umsagnir um lagafrumvörp  og lagt fram viðbótarskýrslur til  eftirlitsnefnda Sameinuðu þjóðanna, komið  á fót bókasafni með efni um mannréttindi  og stuðlað að fræðslu og umræðu á...
Read More
Árlegur jólafundur Kvenréttindafélags  Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið  1. desember n.k. í fundarsal  Hallveigarstaða Túngötu 14 og hefst kl.  20.00. Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum  boðið upp á ljúfa tónlist og góðar veitingar. Happdrætti með veglegum bókavinningum. Dagskrá: Steinunn Ólafsdóttir les úr bókinni,  Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir  Matthías Viðar Sæmundsson Sigmundur Ernir Rúnarsson...
Read More
Ræðumaraþoni Kvenréttindafélags Íslands lauk á hádegi í dag, 24. október, og hafði þá staðið í heilan sólarhring í Kringlunni. Safnað var áheitum sem renna eiga í Menningar- og minningarsjóð kvenna. Ríflega eitt hundrað konur komu fram og sumar oftar en einu sinni með vandaðan ræðuflutning, upplestur og jafnvel uppákomur. Sú yngsta sem tók til máls...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands efnir til ræðumaraþons í Kringlunni helgina 23.-24. október nk.   Nokkrir valinkunnir kvenskörungar munu hefja maraþonið á hádegi fyrri daginn.  Hver konan tekur svo við af annarri með 10-15 mínútna framlagi hver í heilan sólarhring, þ.e. fram að hádegi næsta dag. Sú hugsun liggur að baki framtakinu að allar konur hafi eitthvað fram að...
Read More
Á aðalfundi Kvenréttindafélags Íslands sem haldinn var að Hallveigarstöðum þann 17. apríl 2004 var samþykkt eftirfarandi áskorun. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að virða þær skuldbindingar sem íslenska ríkið hefur gengist undir að þjóðarrétti, í stjórnarskrá og jafnréttislögum.  Það er krafa Kvenréttindafélagsins að ríkisstjórn og hver ráðherra hennar, geri allt sem í þeirra...
Read More
Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000. Reykjavík 13. maí 2004 Ágæti viðtakandi. Vegna auglýsingar í tímaritinu Ský 1. tölublað 2004 gerir Kvenréttindafélag Íslands athugasemd og bendir jafnframt á 18. grein jafnréttislaga nr. 96/2000. Ákvæði 18. gr. jafnréttislaga hljóðar svo „Auglýsandi...
Read More
1 9 10 11