Category

Almennar fréttir
Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög...
Read More
Í byrjun árs fór Jafnréttisstofa ásamt forsætisráðuneytinu og Kvenréttindafélagi Íslands af stað með #játak þar sem stjórnmálaflokkar voru hvattir til að huga að fjölbreytileika við uppstillingar á lista og við prófkjör fyrir sveitarstjórnarkosningarnar sem fara fram næstu helgi. Það er nefnilega mikilvægt að fjölbreyttar raddir komi að allri ákvarðanatöku á sveitarstjórnarstigi. Konum hefur fjölgað jafnt...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram miðvikudaginn 4. Maí kl 16:30 í Veröld – húsi Vigdísar, og með rafrænum hætti. Ný stjórn var kjörin og Slagtog boðið velkomið í félagið. Einnig ályktaði fundurinn með hvatningu til stjórnvalda. Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2022 hvetur íslensk stjórnvöld að sýna femíníska og pólitíska forystu á alþjóðavettvangi með því að: Hafa...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um grænbók um mannréttindi. Mál nr. 74/2022, Forsætisráðuneytið  7.febrúar 2022 Hallveigarstöðum, Reykjavík Nú liggur í samráðsgátt beiðni um umsagnir við grænbók um mannréttindi. Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að vinna sé hafin á ný við stofnun sjálfstæðrar mannréttindastofnunar til samræmis við ályktun Sameinuðu þjóðanna nr. 48/134 um innlendar mannréttindastofnanir...
Read More
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, og Silvana Koch-Mehrin, forseti og stofnandi Women Political Leaders (WPL), undirrituðu samstarfsyfirlýsingu í Stjórnarráðshúsinu í dag. Um er að ræða framhald af samstarfi á milli ríkisstjórnarinnar, Alþingis og alþjóðlegu þingkvennasamtakanna Women Political Leaders (WPL) um að efna til heimsþings kvenleiðtoga á Íslandi frá 2023 til 2025. Í febrúar...
Read More
Stígamót, Kvenréttindafélag Íslands, Aflið, Kvennaráðgjöfin, NORDREF, Öfgar, Rótin, Samtök um kvennaathvarf, UN Women á Íslandi og W.O.M.E.N. hafa sent frá sér eftirfarandi sameiginlega umsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um meðferð sakamála og lögum um fullnustu refsinga (réttarstaða brotaþola, fatlaðs fólks og aðstandenda)
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands tilkynnir með gleði og ánægju að Rut Einarsdóttir tekur til starfa sem ný framkvæmdastýra félagsins þann 1. mars næstkomandi.  Rut er með BBA gráðu í hagfræði og nýsköpun frá Ritsumeikan Asia Pacific University í Japan og er að ljúka við MSc í átaka-, stríðs- og þróunarfræðum frá SOAS háskólanum í Lundúnum.  Rut...
Read More
Hefur þú áhuga á að starfa að femínískri nýsköpun í sumar? Kvenréttindafélag Íslands leitar að nemanda á háskólastigi með skemmtilegar hugmyndir að femínísku verkefni eða rannsókn á sviði kynjafræði, stjórnmálafræði, sagnfræði eða félags- og mannvísinda, til að þróa áfram til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna.  Sendið inn hugmynd að verkefni á postur@kvenrettindafelag.is fyrir 30. janúar næstkomandi,...
Read More
Kynjaþing 2021 verður haldið laugardaginn 13. nóvember milli kl. 13:00-17:00 í Veröld, húsi Vigdísar. Félög og hópar sem starfa að jafnréttismálum geta tekið frá stofu til að halda viðburði á Kynjaþingi. Þátttaka á Kynjaþingi er ókeypis. Auðarsalur (stóri salurinn í Veröld) sem tekur 121 í sæti VHV-007 (kennslustofu í Veröld) sem tekur 44 í sæti...
Read More
Síðustu tvö árin hefur Kvenréttindafélagið verið þátttakandi í samstarfsverkefninu NOW – New Opportunities for Women, tengslanet sem er styrkt af Erasmus+ og tengir konur frá Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni, og er ætlað að styrkja konur af erlendum uppruna með námskeiðshaldi, þjálfun og sjálfsnámi. Á meðan verkefninu stóð voru sex sjálfsnámskeið...
Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Samtökin sem standa að verkefninu hittust fyrst í september 2019 í öðrum heimi, áður en COVID-19 skall á. Hugmyndin var að skapa tengslanet sem væri hannað til að auka kraft...
Read More
Rut Einarsdóttir er nýr varaformaður Mannréttindaskrifstofu Íslands.   Rut er fædd og uppalin á Patreksfirði og lauk grunnnámi í nýsköpun og hagfræði við Ritsumeikan Asia Pacific háskóla í Japan. Síðan þá hefur hún starfað í þágu mannréttinda við ýmis félagasamtök og í sjálfboðavinnu um heim allan. Þá hefur hún m.a. setið í ráðgjafaráði Evrópuráðs um...
Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. NOW verkefnið stefnir að því að stuðla að breytingum með fræðslu. Konur af erlendum uppruna glíma við ýmsar áskoranir sem koma í veg fyrir framgang þeirra í samfélaginu. Samstarfsaðilar sem...
Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. NOW verkefnið stefnir að því að stuðla að breytingum með fræðslu. Konur af erlendum uppruna glíma við ýmsar áskoranir sem koma í veg fyrir framgang þeirra í samfélaginu. Samstarfsaðilar sem...
Read More
Auglýst er eftir nemanda á háskólastigi til að vinna að samtímarannsókn um kynjaða orðræðu í kosningabaráttu til Alþingis sem eru haldnar 25. september 2021, í verkefni styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Nauðsynlegt er að nemandi hafi gott vald á íslensku. Verkefnið felst í að fylgjast með kosningabaráttunni á sumar- og haustmánuðum, kynjagreina hana og greina hvaða...
Read More
Velkomin á rafrænt pallborð fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 14:00 um mikilvægi femínískrar samstöðu með hinsegin fólki og baráttumálum þeirra. Á Íslandi hefur alltaf ríkt ákveðin samstaða milli þessara hópa, enda skarast málefni þessara hópa mjög og hafa alla tíð gert. Þessi samstaða hefur styrkt starf beggja réttindahreyfinga og skapað samfélag þar sem kvenréttindi og...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra undirrituðu samstarfssamning í dag um ráðgjöf, fræðslu, námskeiðahald og upplýsingagjöf um jafnrétti kynja á innlendum og erlendum vettvangi. Meginmarkmið samningsins er að Kvenréttindafélagið sinni ýmiss konar fræðslu, m.a. gerð upplýsingaefnis á íslensku og ensku, opnum fundum, útgáfu námsefnis um jafnréttismál á rafrænu formi eða prenti. Samningurinn...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári. Höfum hátt á nýju ári!
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hefur samþykkt einróma umsókn Trans Íslands að gerast aðildarfélagi að Kvenréttindafélaginu. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 og er markmið félagsins að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.  Trans Ísland var stofnað árið 2007 og eru...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hefur samþykkt einróma umsókn Trans Íslands að gerast aðildarfélagi að Kvenréttindafélaginu. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 og er markmið félagsins að vinna að kvenréttindum og jafnri stöðu kynjanna á öllum sviðum samfélagsins. Félagið leggur áherslu á mannréttindi og vinnur gegn hvers konar mismunun.  Trans Ísland var stofnað árið 2007 og eru...
Read More
Tatjana Latinovic formaður Kvenréttindafélags Íslands tekur þátt í rafrænu pallborði á Women’s Economic Forum í Kosta Ríka um hvernig við getum byggt upp betri samfélög með stefnumótun sem byggist á manngæsku og samkennd. Pallborðið er haldið miðvikudaginn 11. nóvember kl. 17:00 að íslenskum tíma. Hægt er að horfa á umræðurnar á vefsíðu Women’s Economic Forum....
Read More
Click for English Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir umsóknum vegna úthlutunar styrkja árið 2020. Að þessu sinni mun sjóðurinn leggja megináherslu á námsstyrki og hvetur konur sem stunda nám á öllum skólastigum til að sækja um í sjóðinn. Umsóknarfrestur er til 6. september 2020. Með umsókn skal fylgja rökstuðningur umsækjenda af hverju hún ætti...
Read More
Við leitum að konum átján ára og eldri á vinnumarkaði, í öllum starfsgreinum og störfum, til að taka þátt í rannsókn á reynslu og skilningi kvenna á kynjajafnrétti á vinnumarkaði. Belma Hajder, meistaranemi í mannfræði við háskólann í Árósum og starfsnemi við Kvenréttindafélag Íslands, vinnur að rannsókn sem fjallar um hvernig konur í ólíkum störfum...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og Hagsmunasamtök evrópskra kvenna – European Women’s Lobby sendu í dag bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætis- og jafnréttismálaráðherra þar sem hún er hvött til að tryggja þátttöku Íslands í samevrópskri rannsókn á umfangi og eðli ofbeldis gegn konum í EEA ríkjum. Framkvæmdastjórn ESB mun árið 2021 framkvæma rannsókn í löndum EEA á umfangi...
Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt tengslanet styrkt af Erasmus+ sem tengir konur á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Írlandi, Kýpur, Portúgal og Spáni. Tengslanetið er hannað til að bjóða upp á ráðgjöf og þjálfun og til að valdefla konur af erlendum uppruna. Verkefnið snýr ekki aðeins að konum heldur einnig að körlum og...
Read More
Velkomin á rafrænt pallborð um stöðu kvenréttinda í Evrópu á tímum COVID-19 og hvernig femíníska hreyfingin og lýðræðissamtök geta brugðist við faraldrinum og mótað framtíð álfunnar. Fundurinn verður haldinn á raffundarsíðunni CISCO og sendur í streymi á Facebook laugardaginn 9. maí kl. 15:00 til 16:15. Umræður eru á ensku. Fulltrúar frá samevrópskum lýðræðissamtökum ásamt samtökum...
Read More
UNFPA – Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út minnisblað þar sem farið er yfir kynjaáhrif COVID19 faraldursins. Þar bendir stofnunin á að sjúkdómar hafa mismunandi áhrif á kynin og faraldrar ýta undir kynjamisrétti og annað ójafnrétti í samfélögum. Á heimsvísu eru konur um 70% þeirra sem starfa í heilsugæslu og við félagsþjónustu, þá lendir umönnun...
Read More
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands og heiðursfélagi í Kvenréttindafélagi Íslands, er níræð í dag. Fjörutíu ár eru liðin frá því að Vigdís var kjörin forseti Íslands, fyrst kvenna í heimi til að vera lýðræðislega kjörinn þjóðhöfðingi. Framboð Vigdísar og kjör spratt upp úr grósku femínísku baráttunnar á 8. áratugnum og störf hennar í forsetatíð og...
Read More
NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus sem ætlað er að styrkja og valdefla konur af erlendum uppruna á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Kýpur, Írlandi,  Portúgal og Spáni. Kvenréttindafélag Íslands tekur þátt í þessu verkefni ásamt Evolve Global Solutions Ltd í Bretlandi, ITG Conseil í Frakklandi, IASIS í Grikklandi, Future...
Read More
Verkefnastjórar NOW – New Opportunities for Women NOW – New Opportunities for Women er samevrópskt verkefni styrkt af Erasmus sem ætlað er að styrkja og valdefla konur af erlendum uppruna á Íslandi, Bretlandi, Frakklandi, Grikklandi, Kýpur, Írlandi,  Portúgal og Spáni. Konur voru 52% innflytjenda í Evrópu árið 2017 og á Íslandi er kynjaskipting innflytjenda nokkuð...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands óskar þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar og friðar á komandi ári.  Skrifstofa félagsins opnar aftur 6. janúar. 
Read More
Stærstu regnhlífarsamtök kvennahreyfingarinnar í Evrópu ræða um ungt fólk og jafnréttisbaráttuna Kolfinna Tómasdóttir hefur verið valin fulltrúi Íslands á fundi European Women’s Lobby, Hagsmunasamtaka evrópskra kvenna, um ungt fólk í jafnréttisbaráttunni. Kolfinna hefur lokið BA gráðu í lögfræði og stundar nú meistaranám í lögfræði og diplómunám í Mið-Austurlandafræði við Háskóla Íslands samhliða því að starfa...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, þingskjal 116 – 116. mál, 150. löggjafarþing. 4. nóvember 2019Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands hvetur Alþingi til að samþykkja tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál. Í tillögunni er dómsmálaráðherra falið að setja á fót starfshóp til að móta tillögur...
Read More
Þrjú norræn kvenréttindasamtök, Sveriges Kvinnolobby, Kvenréttindafélag Íslands og Norges Kvinnelobby, stóðu fyrir fundi þriðjudaginn 22. október síðastliðinn þar sem rætt var um jafnrétti í fæðingarorlofi. Fundurinn var haldinn í Stokkhólmi. Samtökin kynntu nýja samanburðarskýrslu um fæðingarorlof á Norðurlöndum, Föräldraledig? Mer än köksbordsfråga, og greindi Andrés Ingi Jónsson alþingismaður frá íslenska fæðingarorlofskerfinu og fyrirhugaðum breytingum á...
Read More
Konur vinna ókeypis eftir kl. 14:56 á Íslandi! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 74% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 26% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 5 klukkustundir og 56 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum...
Read More
Tatjana Latinovic, formaður Kvenréttindafélags Íslands, var í dag sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu, riddarakrossi fyrir framlag sitt til jafnréttis, málefna innflytjenda og atvinnulífsins. Tatjana var kjörin formaður Kvenréttindafélagsins í vor. Hún er fyrsti formaður félagsins af erlendum uppruna, en félagið var stofnað af Bríeti Bjarnhéðinsdóttur árið 1907. Tatjana Latinovic hefur setið í stjórn Kvenréttindafélagsins síðan...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands auglýsir eftir umsóknum um að vera tilnefndur fulltrúi Íslands á vinnufundi EWL – European Women‘s Lobby um hvernig best er að virkja ungar konur í jafnréttisbaráttunni. Fundurinn er haldinn í Brussel 8.–11. nóvember 2019 og er allur ferðakostnaður greiddur af EWL. Hér er að finna nánari upplýsingar um fundinn: Call for applications to...
Read More
24. október 2018 var haldinn baráttufundur á Arnarhóli undir yfirskriftinni „Breytum ekki konum, breytum samfélaginu“. Að fundinum stóðu samtök launafólks og samtök kvenna á Íslandi. Baráttufundir voru haldnir á 16 stöðum á landinu, Akureyri, Bifröst í Norðurárdal, Borgarnesi, Dalvík, Grundarfirði, Ísafirði, Mývatnssveit, Neskaupsstað, Ólafsvík, Patreksfirði, Reykjavík, Reyðarfirði, Selfossi, Skaftárhreppi, Skagaströnd og Varmahlíð. Konur um land...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. The International Women’s News er tímarit IAW og kom fyrst út 1904. Þema fyrsta tölublaðsins í ár er Konur og loftslagsbreytingar. Eins og áður standa konur í eldlínunni og börn okkar og barnabörn út um allan heim kalla nú eftir...
Read More
Stjórn og framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands 2019. Á mynd: Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir, Ellen Calmon, Tatjana Latinovic, Eva Huld Ívarsdóttir, Helga Baldvins Bjargardóttir, Hjördís Guðný Guðmundsdóttir, Stefanía Sigurðardóttir, Bergljót Tulinius Gunnlaugsdóttir, Helga Dögg Björgvinsdóttir og Hildur Helga Gísladóttir. Tatjana Latinovic var kjörin nýr formaður Kvenréttindafélags Íslands á aðalfundi félagsins í gær, 6. maí 2019....
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. Í öðru fréttabréfi ársins er nýr ritstjóri fréttablaðsins kynnt, Christina Noble Knight frá Svíþjóð, sagt frá þátttöku IAW á 63. fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn var í mars síðastliðnum, frá ársfundi samtakanna sem haldinn verður í lok árs...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur gengið í evrópsku samtökin European Women‘s Lobby (EWL, Hagsmunasamtök evrópskra kvenna) og mun gegna starfi tengiliðs íslenskra félagasamtaka við EWL. EWL tengir saman kvennahreyfingar í þjóðríkjum Evrópu til að vera þrýstiafl fyrir kvenréttindi og jafnrétti kynjanna meðal almennings og innan evrópskra stofnanna. Samtökin voru stofnuð árið 1990 og eru höfuðstöðvar þeirra í...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. Í fyrsta fréttabréfi ársins er sagt frá alþjóðlegum fundi IAW sem haldinn verður í Lahore Pakistan. Einnig er sagt frá yfirlýsingu European Women’s Lobby um kynjajafnrétti í Evrópuþinginu, Manifesto for a Feminist Europe, frá „Water and Pads“ verkefni IAW sem...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og forsætisráðuneytið hafa gert með sér samning um að félagið sinni fræðslu, námskeiðshaldi og upplýsingagjöf um jafnrétti kynjanna á innlendum og erlendum vettvangi. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Fríða Rós Valdimarsdóttir, formaður stjórnar Kvenréttindafélagsins, undirrituðu samning þessa efnis í dag 6. febrúar 2019. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra: „Kvenréttindafélagið hefur gegnt afar mikilvægu hlutverki í íslensku...
Read More
Viltu styðja við betri löggjöf um þungunarrof? Núverandi lög um fóstureyðingar eru frá 1975 og eru gjörsamlega úrelt. Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp þar sem tillit hefur verið tekið til ábendinga femínista og sérfræðinga og búið að semja frumvarp sem Kvenréttindafélag Íslands tekur fyllilega undir. Við viljum gefa fólki tækifæri á að sýna stuðning við...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. Í sjötta og síðasta fréttabréfi ársins er sagt frá stjórnarfundi IAW sem haldinn var í Berlín í október á árinu. Einnig er sagt frá nýrri femínískri utanríkisstefnu Svíþjóðar og frá kvennabanka sem er rekinn í Þýskalandi. Lesið fréttabréf IAW í...
Read More
Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Yfirlýsing samstöðufunda kvenna, 24. október 2018 Frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum sem deilt hefur verið undanfarið ár á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo undirstrika að kjaramisrétti er ekki eina misréttið sem konur þurfa að glíma við á vinnumarkaði. Við stöndum hér saman til að lýsa því yfir,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. Í fimmta fréttabréfi ársins er prentuð minningargrein um Alice Yotopoulos Marangopoulo, 10. forseta IAW (1989-1996), sem lést 101 árs að aldri í Grikklandi. Einnig eru gefnar nánari upplýsingar um stjórnarfund IAW sem haldinn verður í október á þessu ári, kynnir...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands stendur stolt í breiðfylkingu samtaka kvenna og launafólks að kalla eftir kvennafrí í ár til að mótmæla landlægu kjaramisrétti kynjanna og kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustað. Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:55 miðvikudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Arnarhóli, kl. 15:30 undir kjörorðinu: Breytum ekki...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur síðustu mánuði fundað með ýmsum félagasamtökum og stofnunum til að velta fyrir okkur aðgerðum á vinnumarkaði til að bregðast við frásögnum um kynferðislegt og kynbundið ofbeldi og áreitni á vinnustöðum. Vinnuhópurinn var stofnaður af Kvenréttindafélaginu í samstarfi við heildarsamtök launafólks og Félag kvenna í atvinnulífinu í kjölfar þjóðfundar sem haldinn var í...
Read More
1 2 3 4 11