Category

Almennar fréttir
Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N.) bjóða nú upp á námskeið fyrir konur af erlendum uppruna. Námskeiðin hafa þau markmið að auka þátttöku erlendra kvenna í íslensku samfélagi og styðja stöðu þeirra í því. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna: www.womeniniceland.is
Read More
Eigum enn nokkur eintök af dagatalsbókinni Konur eiga orðið sem bókaútgáfan Salka gefur úr, en KRFÍ bauð bókina til sölu á afslætti fyrir jólin. Eintakið kostar nú kr. 2.000. Hægt er að nálgast bókina á skrifstofu KRFÍ á Hallveigarstöðum við Túngötu á skrifstofutíma, kl. 9-12, eða eftir nánari samkomulagi.
Read More
Femínistafélag Íslands heldur sinn mánaðarlega hitting, þriðjudaginn 6. janúar á annarri hæð Sólon í Bankastræti, kl. 20:00. Að þessu sinni verður haldið femíniskt pöbbakviss líkt og gert var síðastliðið haust við góðar undirtektir. Spyrill verður Eva Rún Snorradóttir, fyrrum ráðskona. Allir velkomnir.
Read More
Í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar nk. að Hótel Nordica kl. 9:00-17:00. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem launajafnrétti kynjanna, kynbundið ofbeldi, jafnrétti í atvinnulífi, karla og jafnrétti og jafnréttisstarf í skólum. Auk þess...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands óskar félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Skrifstofa KRFÍ er lokuð frá og með mánudeginum 22. desember til 29. desember nk.
Read More
Stjórn KRFÍ hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun: Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á ráðherra ríkisstjórnar Íslands að gefa kost á sér í sjálfboðaliðastörf við jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Úthlutun matargjafa fer fram að Borgartúni 25, til 22. desember. Með þessu móti vonast stjórn KRFÍ til að ráðamenn þjóðarinnar kynnist...
Read More
Jafnréttisstofa hefur greint frá því að Kærunefnd jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands gaf út sögu félagsins árið 1993: Veröld sem ég vil, eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur, sagnfræðing. Saga KRFÍ er samofin sögu kvenréttindabaráttu á Íslandi og er rit Sigríðar mjög vandað og ítarlegt, skreytt fjölda ljósmynda. Nauðsynleg bók fyrir alla er láta sig kvenréttindi varða en nauðsynlegt er að þekkja sögu baráttunnar til að átta sig...
Read More
KRFÍ hefur til sölu dagatalsbókina Konur eiga orðið sem bókaútgáfan Salka gefur út. Bókin er á 15% afslætti frá útsöluverði og er hægt að nálgast hana á skrifstofu KRFÍ að Hallveigarstöðum við Túngötu 14, alla virka daga frá kl. 09:00-13:00, til 20. desember nk. Dagatalsbókin er eiguleg bók þar sem er að finna hugleiðingar kvenna...
Read More
Skrifstofa KRFÍ að Hallveigarstöðum verður lokuð mánudaginn 10. desember og þriðjudaginn 11. desember. Opnar aftur miðvikudaginn 12. desember.
Read More
 Stígamót halda töskumarkað laugardaginn 13. desember nk. til fjáröflunar fyrir starfsemina. Þær vantar ný og varlega notuð veski, snyrtiveski, samkvæmisveski og töskur af öllum stærðum og gerðum gefins. Heldri veski verða boðin upp á uppboði. Húsið við Hverfisgötu 115, gegnt Lögreglustöðinni, verður opnað almenningi og í boði verður kaffi og meðlæti. Tekið er á móti töskum og veskjum...
Read More
Jólafundur KRFÍ og Kvennasögusafns Íslands er miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á dagskrá er stutt hugvekja, lifandi tónlist og léttar veitingar. Gerður Kristný og Erla Bolladóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum.  Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir
Read More
Femínistafélag Íslands heldur HITTið 2. desember kl. 20 á efri hæð Sólon. Æviminningar hafa ávallt verið vinsælar bækur í jólapökkum Íslendinga en framan af öldinni voru karlmenn í miklum meirihluta þeirra sem slíkar bækur fjölluðu um. Konur hafa á síðustu árum sótt í sig veðrið á þessu sviði þó enn hafi karlmennirnir yfirhöndina. Margrét Pála...
Read More
Þriðjudaginn, 2. desember kl. 19:00 standa Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fyrir bókakvöldi á Kaffi Kultura, Hverfisgötu 18. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðakona les úr bók sinni Velkomin til Íslands – sagan af Sri Rahmawati. Á eftir verða umræður með þátttöku rithöfundar, Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss og fleiri. Bókakvöldið er liður í 16 daga átaki...
Read More
Hinn árlegi jólafundur KRFÍ verður haldinn með Kvennasögusafni Íslandi í samkomusal Hallveigarstaða 3. desember nk. kl. 20:00. Gerður Kristný og Erla Bolladóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum og hið sívinsæla jólahappdrætti verður á sínum stað. Léttar kaffiveitingar og glögg. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.  
Read More
Hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst formlega þriðjudaginn 25. nóvember. UNIFEM stendur fyrir morgunverðarfundi á Hótel Holti kl. 08:15-09:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn. Síðar um daginn, kl. 13:00-16:00 heldur Jafnréttisstofa opinn fund í Iðnó er nefnist Í heyranda...
Read More
Málþing á vegum European Women´s Lobby og Stígamóta  Baráttan gegn kynferðisofbeldi í Evrópu föstudaginn 21. nóv. kl. 13-16 í  Iðnó við Tjörnina Allir velkomnir
Read More
Norska þingið er í þann mund að samþykkja ný lög sem taka eiga gildi 1. janúar nk. um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Noregur er annað ríkið í heiminum sem mun gera slík kaup refsiverð en það voru Svíar sem fyrstir settu slík lög árið 1999. Af þessu tilefni efnir Kvenréttindafélag Íslands til fagnaðar fyrir utan norska sendiráðið...
Read More
Við óvænt brotthvarf tveggja þingmanna frá Alþingi á undanförnum dögum, bættist lítillega staða kvenna á Alþingi. Þeir sem hættu eru báðir karlar en þær sem koma inn í þeirra stað eru báðar konur. Hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga er því orðin 37% í stað 33,3% áður.
Read More
Skrifstofa KRFÍ að Hallveigarstöðum verður lokuð föstudaginn 14. nóvember 2008.
Read More
Alþjóðaviðskiptaráðið (World Economic Forum) birtir á heimasíðu sinni uppröðum 130 ríkja heims eftir stöðu þeirra í jafnréttismálum. Norðurlöndin eru þar í efstu sætum: Noregur í 1. sæti, Finnland í 2. sæti, Svíþjóð í því 3ja og loks Ísland í 4. sæti. Ef hvert land er skoðað nánar kemur í ljós að á Íslandi stendur jafnrétti kynjanna vel...
Read More
Stjórn KRFÍ sendi eftirfarandi áskorun til stjórnmálaflokkanna, föstudaginn 7. nóvember: Kvenréttindafélag Íslands skorar á þá stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og eiga að tilnefna fulltrúa sína í ný bankaráð ríkisbankanna þriggja að fara að gildandi jafnréttislögum við skipun fulltrúa sinna í ráðin.  
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna (MMK) úthlutaði styrkjum til fjögurra ungra kvenna 7. nóvember sl. Við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni, en úthlutunin fór fram í samvinnu við Kvennasögusafn Íslands, flutti fortöðukona safnsins, Auður Styrkársdóttir, ávarp ásamt Kristínu Þóru Harðardóttur, formanni MMK. Einnig flutti Hulda Jónsdóttir, nemandi í Listaháskóla Íslands, tvo kafla úr partítu nr. 2 í d-moll...
Read More
Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn, 13. nóvember nk. 19:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Allar konur af erlendum uppruna er hvattar til að mæta á fundinn. Þær sem vilja bjóða sig fram í stjórn Samtakanna þurfa að senda eftirfarandi upplýsingar um sig á netfangið womeniniceland@womeniniceland.is: nafn heimilisfang...
Read More
Samtök um almannaheill voru stofnuð sl. sumar og er KRFÍ aðili að samtökunum. Samtökin boða til samstöðufundar, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 09:00-12:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14 í Reykjavík. Þar verður rætt um breytt hlutverk almannaheillasamtaka á erfiðum tímum í samfélaginu og spurt á hvern hátt samtökin eigi að bregðast við afleiðingum fjármálakreppunnar. Einnig verða...
Read More
Mbl.is 3. nóvember greinir frá Þjóðarpúlskönnun Capacent Gallup þar sem yfir sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni töldu að ástand þjóðfélagsins væri betra á Íslandi ef fleiri konur hefðu verið við stjórn fjármálafyrirtækja landsins undanfarin ár. Rúmlega 34% svarenda voru þeirrar skoðunar að efnahagsástandið væri hvorki betra né verra en það er í dag...
Read More
Nóvemberhitt Femínistafélagsins verður haldið þriðjudaginn 4. nóvember nk. kl. 20:00 , sem einnig er kjördagur til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Staðurinn er að venju á annarri hæð Sólons. Í tilefni dagsins ætlar Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur að ræða um kosningarnar frá femínísku sjónarmiði en þar er af nægu að taka. Glerþakið í bandarískum stjórnmálum hefur verið enn sterkara en í...
Read More
Samtök kvenna af erlendum uppruna stóðu fyrir bóngó-kvöldum sl. vetur og verður nú þráðurinn tekinn upp að nýju. Fimmtudaginn 30. október nk. verður blásið til bóngókvölds í Alþjóðahúsinu sem nú er flutt á Laugaveg 37, (ath. inngangur bak við húsið á jarðhæð). Markmið þessara kvölda er að  byggja brú á milli kvenna, íslenskra og erlendra, og eiga...
Read More
Nýr forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, Hulda Gunnlaugsdóttir, tók við störfum í 21. október sl. og af því tilefni færðu fulltrúar KRFÍ henni blómvönd í viðurkenningarskyni. Félagið hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja athygli landsmanna á því þegar kona velst til starfa á sviðum þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu áður. Einnig þykir...
Read More
Alcoa Fjarðaál hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir störf sín í á sviði jafnréttismála. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti verðlaunin. Í greinargerð Jafnréttisráðs vegna viðurkenningarinnar segir að Alcoa Fjarðaál vinni eftir nýrri jafnréttisáætlun, sem tekur mið af nýsamþykktum jafnréttislögum. Með henni fylgi metnaðarfull framkvæmdaáætlun sem leggur áherslu á áframhaldandi jöfnun kynjahlutfalls starfsmanna á öllum sviðum,...
Read More
24. október er dagur Sameinuðu þjóðanna og árið 1975 útnefndu SÞ það ár sem alþjóðlegt kvennaár undir kjörorðunum: Jafnrétti – Framþróun – Friður. Þessa dags er hinsvegar ávallt minnst í íslenskri kvennahreyfingu sem daginn sem um tugir íslenskra kvenna lögðu niður vinnu árið 1975 og flykktust í miðbæ Reykjavíkur þar sem útifundur var haldinn. Tilgangurinn var...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja athygli landsmanna á því sérstaklega þegar kona velst til starfa á sviðum þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu áður. Hulda Gunnlaugsdóttir var fyrir skemmstu skipuð forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, fyrst kvenna og tók hún til starfa nú í vikunni. Að því tilefni mun...
Read More
Jafnréttissjóður og Jafnréttisráð efna til sameiginlegrar athafnar föstudaginn 24. október nk. kl. 15 í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, þar sem veittir verða fimm styrkir til rannsókna á sviði jafnréttismála og jafnréttisviðurkenning Jafnréttisráðs verður afhent. Við sama tækifæri verða rannsóknarniðurstöður fimm styrkþega ársins 2007 kynntar. Árið 2005 samþykkti ríkisstjórn Íslands að stofna sérstakan rannsóknarsjóð, Jafnréttissjóð, sem ætlað...
Read More
Rauði krossinn í Hafnarfirði stendur fyrir stofnun fjölþjóðlegs saumaklúbbs, fimmtudaginn 30. október nk. í Strandgötu 24 (gengið inn frá Fjarðargötu). Þar verður konum af öllum þjóðernum boðið að koma í dæmigerðan saumaklúbb. Heitt verður á könnunni, bakkelsi í boði og notaleg stund til að kjafta og kynnast ólíkum konum. Saumaklúbburinn byrjar kl. 21:00. Nánari upplýsingar á netfanginu...
Read More
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðu jafnréttisþingi, sem halda átti skv. 10. gr. nýrra jafnréttislaga hinn 7. nóvember nk. fram í janúar á næsta ári. Ástæða þess er að ráðuneytinu þykir líkur benda til að jafnréttisþingið nái ekki markmiðum sínum í því óvissuástandi sem nú ríkir í efnahagsmálum þjóðarinnar þar sem fjölmargir þeirra sem...
Read More
Á Jafnréttisráðs 14. október sl. var samþykkt eftirfarandi ályktun: „Á tímum gríðarlegra efnahagshamfara hér á landi minnir Jafnréttisráð á að óhjákvæmilega munu verða miklar þjóðfélagsbreytingar. Breytingar fela í sér tækifæri til umbóta og til þeirra þarf að vanda. Kynjasjónarmið þarf að hafa að öflugu leiðarljósi þegar mótuð verður atvinnustefna framtíðarinnar. Atvinnusköpun og breytingar þurfa að...
Read More
Evrópsku samtökin (NGO) European Women’s Lobby standa um þessar mundir fyrir 50/50 átakinu: „No Modern European Democracy without Gender Equality“ (Ekkert evrópsk lýðræðisríki án kynjajafnréttis). Átakinu er ætlað að þrýsta á það að kynjajafnrétti verði komið á á þingi ESB og í æðstu stöðum innan sambandsins.  Hægt er að skrá stuðning sinn á eftirfarandi vefsvæði: http://www.5050democracy.eu/
Read More
Í ljósi samfélagsaðstæðna mun októberhitt Femínistafélagsins verða helgað konum í kreppu. Hvar eru konurnar? -Hvert er þeirra hlutverk? -Hvaða máli skipta þær? -Hver ákveður það? Októberhittið verður haldið þriðjudaginn 7. október kl. 20 á annarri hæð Sólon í Bankastræti.   Umræður. Allir velkomnir.
Read More
Hádegismálþing KRFÍ verður haldið í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, fimmtudaginn 25. september nk. kl. 12:00-13:00: Uppröðun á framboðslista – ábyrgð stjórnmálaflokkanna Dagskrá: 12:00   Súpa og brauð. 12:10   Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ: Ávarp. 12:15   Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands: Samábyrgð í stað strákaleikja: Fléttulistar í stað prófkjara.  12:30   Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður: Fleiri konur í...
Read More
Rauði kross Íslands, í samvinnu við Allar heimsins konur, vinnur að verkefninu: Félagsvinur – mentor er málið  sem hófst haustið 2007. Verkefnið felur í sér að byggja upp stuðningsnet fyrir konur af erlendum uppruna í íslensku samfélagi með það að markmiði að styrkja þær og efla á öllum sviðum samfélagsins og veita þeim félagslega hvatningu. Hugmyndafræði...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum en sjóðurinn úthlutar styrki nú í haust. Að þessu sinni verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ár og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé. Styrkurinn nemur einni milljón króna og áskilur stjórn...
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir eftir styrkumsóknum en sjóðurinn úthlutar styrki nú í haust. Að þessu sinni verður styrkurinn veittur einstæðum mæðrum, 25 ár og yngri, sem hyggjast stunda nám á komandi vetri. Einkum verður litið til þeirra sem eru á leið í nám á ný eftir nokkurt hlé. Styrkurinn nemur einni milljón króna og áskilur stjórn...
Read More
Fimmtudaginn 25. september nk. kl. 12:00-13:00 heldur KRFÍ hádegismálþing í samkomusal Hallveigarstaða um ábyrgð stjórnmálaflokkanna á uppröðun á framboðslista sína með tilliti til kynjajafnréttis. Á fundinum verða flutt tvö framsöguerindi; af Svani Kristjánssyni prófessor í stjórnmálafræði við HÍ og Siv Friðleifsdóttur alþingismanni. Umræður. Allir velkomnir. Súpa og brauð í boði KRFÍ
Read More
Halla Tómasdóttir, annar stofnenda Auðar Capital og starfandi stjórnarformaður, hlaut jafnréttisviðurkenningu Kópavogsbæjar árið 2008 fyrir frumkvöðlastarf og gott fordæmi kvenna á öllum aldri. Hallar stofnaði fyrirtækið Auði Capital síðasta vetur í samvinnu við Kristínu Pétursdóttur. Auður Capital sérhæfir sig í viðskiptum við fyrirtæki þar sem konur eru í lykilhlutverki enda hafi rannsóknir sýnt að slík fyrirtæki...
Read More
NAVIA ehf stendur að útgáfu listaverkakorta sem er þakkargjöf til Vigdísar Finnbogadóttur frá íslenskum konum. Um er að ræða sex listaverkakort í fallegri gjafapakkningu eftir listakonurnar Rúrí, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Ástríði Magnúsdóttur, Guðrúnu Einarsdóttur, Karolínu Lárusdóttur og Katrínu Friðriks. Texta sáu Svanhvít Aðalsteinsdóttir og Steinunn Sigurðardóttir um. Hægt er að festa kaup á kortunum hjá eftirtöldum...
Read More
Jafnréttisstofa verður með opinn hádegisfund um jafnréttismál og ný jafnréttislög á Ísafirði, fimmtudaginn 4. september. Fundurinn verður haldinn í stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og hefst kl. 12. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun fara yfir stöðu og horfur í jafnréttismálum á Íslandi. Þá verður Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur á Jafnréttisstofu, með erindi um nýju jafnréttislögin og mun hún kynna helstu...
Read More
Femínistafélag Íslands stendur fyrir pöbbaspurn (pub-quiz) þriðjudaginn2. september nk. á efri hæð Sólon kl. 20. Eins og venjan er á slíkum kvöldum verða spurningarnar við allra hæfi, tilboð á barnum og blýantar á staðnum. 1-2 saman í liði. Oft hefur heyrst sú gagnrýni að skortur á stelpum og konum í spurningakeppnum sé vegna þess hve...
Read More
Ágústútgáfa veftímaritsins Analys Norden, sem gefið er út af Norrænu ráðherranefndinni, fjallar um stöðu jafnréttismála á Norðurlöndunum. Íslenska útgáfu tímaritsins má lesa á slóðinni http://www.analysnorden.org/analysnorden/default.asp?lang=is
Read More
Fjölskyldunefnd Mosfellsbæjar stendur fyrir jafnréttisþingi í Hlégarði, Mosfellsbæ, fimmtudaginn 18. september nk. Þingið er haldið til heiðurs Helgu J. Magnúsdóttur í samvinnu við Kvenfélagasamband Íslands (KÍ) og Kvenréttindafélag Íslands. Helga, sem fæddist 18. september 1906, var fyrst kvenna til að setjast í stól oddvita í Mosfellsbæ fyrir 50 árum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur samþykkt að afmælisdagur hennar...
Read More
Ætlar þú, eða einhver sem þú þekkir, að hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis, laugardaginn 23. ágúst? Nú er hægt að hlaupa til góðs og heita á ýmis góðgerðar- og félagasamtök þ.á.m. Kvenréttindafélag Íslands. Við hvetjum alla félaga og velunnara KRFÍ að heita á félagið. Vinsamlegast kynnið ykkur leikreglurnar á slóðinni http://www.glitnir.is/marathon/?_s_icmp=6Po3e2Pu þar sem einnig er hægt að...
Read More
1 6 7 8 9 10 11