Category

Almennar fréttir
Jafnréttisráð lýsir eftir tilnefningum til jafnréttisviðurkenningar fyrir árið 2008. Viðurkenningu geta hlotið fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög, hópar eða félagasamtök sem á einn eða annan hátt hafa skarað fram úr eða markað spor á sviði jafnréttismála. Tilgangurinn er að verðlauna fyrir vel unnin störf í þágu jafnréttis kvenna og karla og hvetja um leið til frekari dáða. Tilnefningum...
Read More
Ársrit Kvenréttindafélags Íslands, 19. júní, er komið út. Hægt er að nálgast eintak í öllum helstu bókabúðum landsins og á skrifstofu KRFÍ. Eintakið kostar 800 kr. Meðal efnis eru viðtöl við Kristín Pétursdóttur og Höllu Tómasdóttur hjá Auði Capital, Margréti Sverrisdóttur formann KRFÍ og Jóhönnu Sigurðardóttur félags-og tryggingamálaráðherra. Umfjöllun er um nokkrar áhugaverðar bækur og...
Read More
Utanríkisráðuneytið og Háskóli Íslands hafa ákveðið að efna til samstarfs um stofnun Jafnréttisseturs og Jafnréttisskóla sem ráðgert er að setja á stofn í nóvember nk. Undirrituðu utanríkisráðherra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og rektor Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir viljayfirlýsingu um stofnun skólans við athöfn í Utanríkisráðuneytinu á fimmtudaginn 19. júní sl.
Read More
19. júní nálgast og að venju fögnum við deginum í samvinnu við önnur kvennasamtök. Við hvetjum einnig fólk til að vera í/bera eitthvað bleikt þennan dag til að sýna samstöðu við jafnréttis- og kvennabaráttuna. Dagskrá: Kl. 16:15  Kvennasöguganga undir leiðsögn Auðar Styrkársdóttur, forstöðumanns Kvennasögusafns Íslands. Gangan hefst við Bríetarbrekku á horni Þingholtsstrætis og Amtmannsstígs í Reykjavík....
Read More
Orkuveita Reylkavíkur auglýsir námsstyrki til kvenna sem hyggjast hefja nám eða stunda nú þegar nám í verk/tæknifræði eða iðnnámi. Sjá nánar á slóðinni: www.or.is/UmOR/Fjolmidlatorg/Frettir/Lesafrett/1584  
Read More
Háskólinn á Bifröst hefur birt skýrslu sem gerð var af Rannsóknarsetri vinnuréttar um stöðu kvenna í 120 stærstu fyrirtækjum landsins árið 2008. Könnunin var framkvæmd á tímabilinu 7. – 27. maí sl. og líkt og í fyrra var spurt um stöðu fyrirtækjanna á þeim tímapunkti sem könnunin fór fram. Í ljós kom að konur eru...
Read More
Félags- og tryggingamálaráðherra hefur skipað nýtt Jafnréttisráð í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, sem tóku gildi 6. mars síðastliðinn. Formaður Jafnréttisráðs er Hildur Jónsdóttir og varaformaður Mörður Árnason, en bæði eru þau skipuð, án tilnefningar, af félags- og tryggingamálaráðherra. Aðrir fulltrúar í Jafnréttisráði eru: Maríanna Traustadóttir og Halldóra...
Read More
„Standing women“ er alþjóðleg hreyfing kvenna sem tók höndum saman, í bókstaflegri merkingu, 11. maí á síðasta ári fyrir betri heimi, komandi kynslóðum til handa. Í ár verður sami háttur á og nú með þátttöku íslenskra kvenna en í fyrra stóðu konur saman í 75 löndum. KRFÍ mun standa fyrir viðburðinum á Íslandi í samvinnu...
Read More
..við Þvottalaugarnar í Laugardalnum á Hvítasunnudag kl. 13:00. Fjöldi kvenna ásamt börnum og körlum mættu til að íhuga í þögn fyrir betri heimi komandi kynslóðum til handa. Myndir má sjá hér á heimasíðunni (Myndir). Einnig stóðu konur á landsbyggðinni fyrir viðburðinum á nokkrum stöðum. KRFÍ fékk t.d. fréttir af konum á Ísafirði sem stóðu saman...
Read More
Félags- og tryggingamálaráðuneytið hefur farið þess á leit við KRFÍ að koma á framfæri auglýsingu frá ESB um styrki sem veittir verða undir Progress áætluninni sem á að ná til gerð rannsóknar/könnunnar á stöðu kynjanna. Könnunina gætu t.d. fyrirtæki eða stofnanir nýtt sér til að gera könnun á  stöðu mála innan sinna vébanda eða gert átaksverkefni sem eflt...
Read More
KRFÍ óskar félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegs sumars. Skrifstofa KRFÍ verður lokuð á sumardaginn fyrsta, 24. apríl svo og á föstudaginn 25. apríl.
Read More
Föstudaginn 25. apríl standa jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, jafnréttisnefnd Kennaraháskóla Íslands og Rannsóknastofa í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands fyrir málþingi um jafnrétti á breiðum grundvelli, með yfirskriftinni „Forskot með fjölbreytileika„. Fjallað verður um jafnréttismál frá ýmsum sjónarhornum, og er markmiðið að skapa samræðu milli fræðafólks í báðum skólum, nemenda, stjórnsýslu, og annarra sem áhuga hafa...
Read More
Edda Jónsdóttir, sérfræðingur í mannréttindum heldur erindi um Íslenskar konur og alþjóðastofnanir á vegum Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum fimmtudaginn 17. apríl kl. 12:00 í Háskólabíói, sal 4 – kjallari. Edda byggir erindið á lokaritgerð sinni um þátttöku Íslands í mannréttindatengdu starfi á vegum Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Í erindinu mun Edda...
Read More
Á aðalfundi KRFÍ, þriðjudaginn 15. apríl, vék Þorgbjörg I. Jónsdóttir úr embætti sínu sem formaður félagsins en hún hefur gegnt þeirri stöðu síðan 2001. Við henni tók varaformaður félagsins Margrét K. Sverrisdóttir. Einnig vék Svandís Ingimundardóttir úr stjórn. Í þau tvö sæti framkvæmdastjórnar sem þá losnuðu voru kosnar Bryndís Bjarnarson og Ragnheiður Bóasdóttir. Framkvæmdastjórn félagsins skipa því eftirtaldar: Margrét...
Read More
Miðvikudaginn 16. apríl verður haldið Jafnréttistorg Jafnréttisstofu og Háskólans á Akureyri kl. 12:00 í L201, Sólborg, Háskólanum á Akureyri. Nýju jafnréttislögin verða til umfjöllunar. Kristín Ástgeirsdóttir, famkvæmdastýra Jafnréttisstofu, mun fjalla um hvernig jafnréttislögin hafa þróast á Íslandi frá því að fyrstu lögin voru sett árið 1976. Mun hún meðal annars skoða hvaða breytingar hafa átt sér stað á...
Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn þriðjudaginn 15. apríl kl. 17:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu. Dagskrá: Ingibjörg Elíasdóttir, lögfræðingur hjá Jafnréttisstofu heldur erindi um nýju jafnréttislögin Ársskýrla KRFÍ og sjóða félagsins Skýrslur fulltrúa KRFÍ í ýmsum félögum og nefndum Kosning stjórnar Önnur mál. Veitingar. Allir velkomnir
Read More
Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Konur og karlar á Íslandi 2008, í samstarfi við Hagstofu Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Um er að ræða samantekt á helstu tölum um hlutfall kynjanna í ýmsum málaflokkum. Í bæklingnum er meðal annars að finna upplýsingar um stöðu kynjanna á atvinnumarkaðnum, í menntakerfinu og í áhrifastöðum, ásamt upplýsingum um mannfjölda,...
Read More
Bókaútgáfan Salka safnar nú hugleiðingum kvenna um lífið og tilveruna sem birtast eiga í dagatalsbókinni Konur eiga orðið allan ársins hring – 2009. Þetta er í annað sinn sem Salka gefur út slíka dagatalsbók. Sjá nánar á slóðinni www.konureigaordid.is. Hugleiðingum má skila til 18. apríl á kristin@salkaforlag.is
Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða, þriðjudaginn 15. apríl nk. kl. 17:00. Venjuleg aðalfundarstörf ásamt erindi um nýju jafnréttislögin sem samþykkt voru á Alþingi 26. febrúar sl. Allir velkomnir. Skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt til kosningar stjórnar og fl. Veitingar.
Read More
Jafnréttisstofa stendur fyrir málþingi á Akureyri um stöðu jafnréttismála hjá sveitarfélögum, miðvikudaginn 9. apríl kl. 12:00 – 13:15 á Hótel KEA. Kynntar verða íslenskar niðurstöður Jafnréttisvogarinnar, Evrópuverkefnis sem er nýlokið, en þar var staða jafnréttismála mæld hjá sveitarfélögum í fimm löndum.
Read More
Athygli Kvenréttindafélags Íslands var vakin á því að nýkjörin stjórn Nemendafélags Verslunarskóla Íslands er eingöngu skipuð karlmönnum. Aðeins hafi verið þrír kvenmenn af 20 frambjóðendum til embætta í stjórn NFVÍ. Á grundvelli jafnréttisumræðu undanfarinna ára, áskorana til fyrirtækja og stofnana um að bæta kynjahlutfall í stjórnum sínum, í ljósi nýrra jafnréttislaga og hvatningar ríkisstjórnar til jafnréttis í stefnuyfirlýsingu þá er stjórn KRFÍ undrandi...
Read More
Karlahópur Femínistafélags Íslands heldur í kvöld 18. mars, Karlakvöld undir yfirskriftinni Andfemínismi – er í lagi að hata femínista? Fundurinn hefst klukkan 20:00 og er haldinn á Grand Rokk. Fundurinn er öllum opinn.
Read More
Jafnréttisstofa hefur gefið út bæklinginn Women and Men in Iceland 2008, í samvinnu við Hagstofu Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið. Um er að ræða samantekt á helstu tölum um hlutfall kynjanna í ýmsum málaflokkum. Í bæklingnum er m.a. að finna upplýsingarum stöðu kynjanna á atvinnumarkaðnum, í menntakerfinu og í áhrifastöðum. Bæklingurinn er á ensku og...
Read More
Næsta kvennakirkjumessa verður í Kópavogskirkju, sunnudagskvöldið 16. mars kl. 20:30. Elína Hrund Kristjánsdóttir guðfræðingur prédikar. Messukaffi á leikskólanum Urðarhóli við Kópavogsbraut.
Read More
Þriðjudaginn 11. mars kl. 20.00 heldur Salbjörg Bjarnadóttir geðhjúkrunarfræðingur stutt erindi um þunglyndi kvenna í húsakynnum SÖLKU í Skipholti 50 c, jarðhæð. Erindið er það fyrsta í fyrirlestraröð Sölku þar sem verður unnið með efni ýmissa bóka útgáfunnar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Fyrirlesturinn tengist dagatalsbókinni Konur eiga orðið þar sem eru stórskemmtilegar hugleiðingar eftir konur héðan...
Read More
Jill Weigt, aðstoðarprófessor í félagsfræði við San Marcos Háskólann í Kaliforníu flytur fyrirlesturinn Neo-liberalism, American Style: Gender and Life in the Low-wage Labor Market“  , fimmtudaginn 13. mars kl. 12:00-13:00 í sal 4, Háskólabíói.
Read More
UNIFEM stendur fyrir opnum fundi á alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8. mars kl. 12:00-13:30 í stofu 105 á Háskólatorgi, undir yfirskriftinni Konur um heim allan: Samstaða og samvinna. Utanríkisráðherra Líberíu, Olubanke King Akerele, verður heiðursgestur á fundinum sem Háskóli Íslands býður til í samvinnu við Utanríkisráðuneytið. Auk King Akerele munu Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, Joanne Sandler, starfandi...
Read More
Í tilfefni af alþjóðlegum baráttudegi  kvenna fyrir friði og jafnrétti, laugardaginn 8. mars, verður haldinn opinn fundur í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur undir yfirskriftinni Friður og menning.  Hér á landi er hefð fyrir því að Menningar- og friðarsamtökin MFÍK hafi frumkvæði að því að bjóða kvennasamtökum og stéttarfélögum til samstarfs í tilefni dagsins. Í ár standa...
Read More
Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna bjóða samtök launafólks og Jafnréttisstofa til ráðstefnu. Þema ráðstefnunnar er aðferðir til að ná launajafnrétti – kostir, gallar og nýjar hugmyndir. Ráðstefnan er haldin í Rúgbrauðsgerðinni, Borgartúni 6, fimmtudaginn 6. mars, kl. 13:00-16:15. Ráðstefnustjóri er Halldóra Friðjónsdóttir, formaður BHM. Sjá nánar á www.jafnretti.is
Read More
Vikuna 3. – 8. mars mun UNIFEM á Íslandi standa fyrir FIÐRILDAVIKU þar sem vakin er athygli á ofbeldi gegn konum í þróunarlöndum og á stríðshrjáðum svæðum. Af því tilefni efna BAS og UNIFEM til FIÐRILDAGÖNGU  miðvikudaginn 5. mars kl. 20:00.  Gengið verður frá  húsakynnum UNIFEM á mótum Frakkastígs og Laugavegs, niður á Austurvöll. Fyrir...
Read More
Dagskrá í Tjarnasal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 14:00 í tilefni alþjóðlegs baráttudags kvenna 8. mars: 1. Birna Ólafsdóttir, sjúkraliði: Þáttur verkalýðshreyfingar í menningu. 2. Petra Deluxsana, í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna: Leit að hamingju. 3. Kristín Vilhjálmsdóttir, kennari: Fljúgandi teppið. 4. Guðrún Lára Pálmadóttir, trúbador, spilar á gítar og syngur. 5. Ólöf Nordal, myndlistarmaður:...
Read More
Þrír starfshópar sem félagsmálaráðherra og fjármálaráðherra skipuðu í lok árs 2007, til þess að benda á leiðir til að draga úr kynbundnum launamun bæði á almennum vinnumarkaði og hjá hinu opinbera í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins, efna til málþings um þetta viðfangsefni. Málþingið verður haldið í fundarsal Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu í Reykjavík kl. 15-17,...
Read More
26. febrúar voru samþykkt á Alþingi ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sem ætlað er að leysa af hólmi eldri lög um sama efni. Í lögunum er að finna ýmis nýmæli auk þess sem einstaka ákvæði eldri laga eru skýrð nánar. Kvenréttindafélag Íslands fagnar nýju lögunum og telur þau skref í...
Read More
Hjá Menntamálaráðuneytinu hefur febrúarmánuður verið nefndur Jafnréttismánuður 2008 og hafa jafnréttismál verið í brennidepli undanfarnar vikur. Markmiðið er að vekja jákvæða athygli á jafnréttismálum og varpa ljósi á stöðu jafnréttismála í menntamálaráðuneytinu. Jafnréttisnefnd menntamálaráðuneytisins stendur fyrir Jafnréttismánuðinum með góðum stuðningi ráðherra og ráðuneytisstjóra.
Read More
Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands standa fyrir opnu húsi á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík á konudaginn, sunnudaginn 24. febrúar kl. 15-17. Fundurinn er öllum opinn og eru konur sérstaklega boðnar velkomnar. Dagskrá 1. Erindi: Kvennaheimilið Hallveigarstaðir og starfsemi félaganna þar. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands. 2. Erindi: Máttur tengslanets kvenna. Sofía...
Read More
Miðvikudaginn 20. febrúar verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík opinn fundur um framlag kvenna til friðarferlisins í Mið-Austurlöndum með fulltrúum friðarráðs palestínskra og ísraelskra kvenna. Fundurinn er haldinn í tilefni heimsóknar tveggja áhrifakvenna úr friðarráðinu, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá  Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukonu fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu. Þær munu halda erindi um...
Read More
Ert þú tilbúin til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi? Þetta er yfirskrift átaks Kvennslóða: www.kvennaslodir.is, sem er gagnabanki með upplýsingum um kvensérfræðinga á ýmsum sviðum. Markmið vefsins er að gera þekkingu og hæfni kvenna sýnilega og aðgengilega, m.a. fyrir fjölmiðla, fyrirtæki og stjórnvöld. Á kvennaslóðum er hægt að finna nöfn kvenna sem tilbúnar...
Read More
Sigríður Lillý Baldursdóttir var fyrir skemmstu skipuð forstjóri Tryggingarstofnunar ríkisins, fyrst kvenna. KRFÍ hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja sérstaka athygli á því þegar kona velst til forystustarfa á sviðum þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu fram að því. Í tilefni stöðuveitingarinnar færa fulltrúar í stjórn KRFÍ henni blómvönd í viðurkenningarskyni. Þess má...
Read More
Fimmtudaginn 31. janúar kl. 12:00 verður haldinn fyrirlestur á vegum RIKK í sal 4 í Háskólabíó. Það er Alison J. K. Bailes, gestakennari við stjórnmálafræði HÍ, sem flytur erindi um konur og nýjar áherslur í öryggismálum. Erindið verður flutt á ensku og heitir: New Dimensions of Security – are they good for women and are women good...
Read More
Sögusýning KRFÍ, sem stendur yfir í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, lokar fimmtudaginn 31. janúar. Síðustu dagar sýningarinnar eru því þriðjudag og miðvikudag og er þá opið frá kl. 12:00-18:00.
Read More
Mánudaginn 28. janúar efnir KRFÍ til málþings í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl 14:00, þar sem rætt verður um áhrif löggjafar á framvindu jafnréttis. Málþingið er haldið í tilefni 101 árs afmælis félagsins. Dagskrá: Kl. 14:00  Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður KRFÍ, flytur erindi. 14:10  Hrannar B. Arnarsson, aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra. 14:20  Ingvar Sverrisson, lögfræðingur Alþýðusambands...
Read More
Í dag, 24. janúar, eru liðin 100 ár síðan konur tóku fyrst sæti í bæjarstjórn Reykjavíkur. Fjórar konur skipuðu Kvennalistann sem bauð fram í kosningunum þennan dag árið 1908 og náðu þær allar kjöri. Þar á meðal var Bríet Bjarnhéðinsdóttir, fyrsti formaður og stofnandi Kvenréttindafélags Íslands. Að þessu tilefni verður opnuð sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag er nefnist...
Read More
Þriðjudaginn 22. janúar verður haldið bókmenntakvöld í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu, kl. 20:00. Dagskrá: Helga Kress, prófessor í bókmenntafræði við Háskóla Íslands, flytur erindi um kvenréttindaljóð Ólafar Sigurðardóttur frá Hlöðum Brynja Baldursdóttir, íslenskukennari í FG, flytur erindi um verk Þórunnar Elfu Magnúsdóttur Vigdís Grímsdóttir les úr verkum sínum. Kaffiveitingar. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir
Read More
Í tilefni 101 árs afmælis KRFÍ 27. janúar verður haldið málþing í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur mánudaginn 28. janúar nk. kl. 14:00. Yfirskrift málþingsins er:  Jafnréttislög til hvers? Áhrif löggjafar á framvindu jafnréttis Dagskrá: Kl. 14:00  Þorbjörg I. Jónsdóttir, formaður KRFÍ flytur ávarp 14:10  Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra 14:20  Ingvar Sverrisson, lögfræðingur Alþýðusamb. Ísl. 14:30 ...
Read More
Lítil skrifstofa er til leiga á 1. hæð Hallveigarstaða við Túngötu. Hentar vel til ritstarfa, verkefnisvinnu og þ.h. Aðgangur að eldhúsi og fundaraðstöðu. Áhugasamir geta sent inn fyrirspurn á netfang KRFÍ: krfi[@]krfi.is eða haft samband við framkvæmdastjóra Hallveigarstaða í síma 511 5101.
Read More
Sögusýning KRFÍ er lokuð milli jóla og nýárs en opnar aftur fimmtudaginn 3. janúar kl. 14:00. Sýningin verður opin miðvikudaga til sunnudaga kl. 14:00-18:00 í janúar 2008.
Read More
100 ára afmælisár Kvenréttindafélags Íslands hefur verið viðburðaríkt! KRFÍ þakkar öllum þeim sem fögnuðu með félaginu á 100 ára afmælinu og hafa tekið þátt í þeim viðburðum sem félagið hefur staðið fyrir á árinu.  KRFÍ óskar félagsmönnum og velunnurum farsældar á nýju ári!
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna auglýsir til leigu íbúð sjóðsins. Um er að ræða snyrtilega einstaklingsíbúð í Hraunbæ, ca. 40 m2. Íbúðin leigist til kvenmanns í framhaldsnámi frá og með 15. janúar nk. Leiguupphæð er kr. 40.000 á mánuði og leigutímbil eitt ár í senn. Með umsókn skulu fylgja upplýsingar um nám og námsframvindu, auk persónuupplýsinga. Umsóknum...
Read More
Í tilefni af 16 daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi halda Stígamót opið hús þriðjudaginn 11. desember kl. 16:00-19:00.
Read More
Fimmtudaginn 6. desember eru liðin 25 ár frá því að Kvennaathvarfið opnaði.  Í tilefni af því bjóða samtökin til sigurhátíðar Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur og verður dagskráin tileinkuð konunum sem brotist hafa út úr ofbeldissamböndum.  Reynt verður að varpa ljósi á lífið í athvarfinu með minningarbrotum starfskvenna og dvalarkvenna í gegn um tíðina auk þess sem sýnt...
Read More
1 6 7 8 9 10