Category

Almennar fréttir
Föstudaginn 27. mars kl. 14:00-16:00 verður dagskrá á Hótel Borg í Reykjavík í tilefni af 30 ára kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dagskráin er öllum opin og er frítt inn. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna: Sátt um samfélagsbreytingar. Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands: Eru konur ekki menn? Mikilvægi sértækra mannréttindasamninga á borð...
Read More
Aðalfundur KRFÍ var haldinn á Hallveigarstöðum, 18. mars sl. Einn liður á dagskrá fundarins var kosning stjórnar og er stjórn félagsins nú skipuð eftirtöldum konum: Formaður: Margrét K. Sverrisdóttir Varaformaður: Helga Guðrún Jónasdóttir Ritari: Sólborg A. Pétursdóttir Gjaldkeri: Margrét Steinarsdóttir Meðstjórnendur: Hildur Helga Gísladóttir, Ragnheiður Bóasdóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Guðrún Margrét Guðmundsdóttir sem kom ný...
Read More
Aðalfundur KRFÍ verður haldinn á Hallveigarstöðum við Túngötu, miðvikudaginn 18. mars kl. 17:00. Dagskrá fundarins er hefðbundin með venjulegum aðalfundarstörfum. Allir félagar KRFÍ eru velkomnir á fundinn.
Read More
Undirrituð samtök, þ.á.m. KRFÍ, hafa sent eftirfarandi áskorun til ríkisstjórnar Íslands: Því bera að fagna að enn einu sinni er komið fram á Alþingi frumvarp um að banna kaup á vændi.  Að þessu sinni eru það nýmæli að þingmenn stjórnarflokkanna tveggja ásamt þingkonum Framsóknarflokks leggja fram frumvarpið og því ætti ekkert að vera því til...
Read More
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur, sunnudaginn 8. mars nk. kl. 14:00 Breytt samfélag – aukinn jöfnuð! Fundarstjóri:  Halldóra Friðjónsdóttir, form. jafnréttisnefndar BHM. Kvennakórinn Vox feminae syngur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Bryndís Petra Bragadóttir les ljóð. MENEO LATINO: Dans og söngur frá Kúbu. Dansarar: Edna Mastache og Juan Borges. Ávörp...
Read More
Samstarfshópurinn Allar heimsins konur stendur fyrir hugmyndamarkaði þar sem kynnt verður sú þjónusta og verkefni sem verið er að vinna til að auðvelda aðgang kvenna af erlendum uppruna og fjölskyldum þeirra að íslensku samfélagi.  Markaðurinn verður haldinn í sal Leik- og menntasviðs Reykjavíkurborgar við Fríkirkjuveg 1 – gamla Miðbæjarskólanum, föstudaginn 6. mars kl. 13:00-16:00. Fjölmargar stofnanir...
Read More
Femínistafélag Íslands stendur fyrir fundi með fulltrúum framboðslista fyrir næstu alþingiskosningar á Hallveigarstöðum við Túngötu, þriðjudaginn 3. mars nk. kl. 20:00. Nýtt lýðveldi, alvöru lýðræði, nýir tímar, endurreisn, uppbygging! Frambjóðendur í komandi kosningum hafa verið stórorðir um þau verkefni sem bíða þeirra að alþingiskosningum loknum. Femínistafélagið spyr: Hafa frambjóðendur hugað að femínisma við gerð aðgerðaáætlana...
Read More
Alþjóðlegur baráttudagur kvenna fyrir friði og jafnrétti er 8. mars nk. Í tilefni dagsins verður dagsrká í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur kl. 14:00. Ávörp flytja: Eyja M. Brynjarsdóttir, heimspekingur Lárus Páll Birgisson, sjúkraliði Maria del Pilar Acosta, í stjórn Samtaka kvenna af erl. uppruna María S. Gunnarsdóttir, formaður MFÍK Ragnhildur G. Guðmundsdóttir, form. Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur Steinunn...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð mánudag til miðvikudags, 23.-25. febrúar og opnar aftur 26. febrúar.
Read More
Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og KRFÍ efna til opins fundar á Hallveigarstöðum við Túngötu, sunnudaginn 22. febrúar nk. kl. 15-17. Yfirskrift fundarins verður:  Konur í pólitík: Hvernig vegnar þeim í breyttu samfélagi? Frummælendur verða: Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra Drífa Hjartardóttir, formaður landssambands sjálfstæðiskvenna og fyrrverandi alþingismaður Siv Friðleifsdóttir, alþingismaður Fundarstjóri: Margrét...
Read More
Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs hlaut í ár Kvennalandsliðið í fótbolta. Verðlaunin hlýtur liðið fyrir fordæmi, starf og árangur að undanförnu. Í röksemd fyrir valinu segir m.a. að kvennalandsliðið sé „fulltrúi þeirra fjölmörgu kvenna sem lagt hafa hönd á plóginn undanfarin ár og áratugi, sótt á brattann og unnið ýmsa sigra“. KRFÍ óskar landsliðinu til hamingju með viðurkenninguna.
Read More
Jóhanna Sigurðardóttir tók við stöðu forsætisráðherra fyrir skemmstu, fyrst íslenskra kvenna. Kvenréttindafélag Íslands hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að veita þeim konum viðurkenningu sem veljast til forystustarfa á þeim sviðum sem áður voru talin dæmigerð „karlavígi“. Að mati stjórnar KRFÍ hefur mikilvægum áfanga verið náð í réttindabaráttu kvenna á Íslandi með vali á Jóhönnu Sigurðardóttur...
Read More
Evrópsku samtökin (NGO) European Women’s Lobby standa aftur fyrir 50/50 átaki, nú undir yfirskriftinni: IT’S TIME FOR CHANGE IN EUROPE! SIGN FOR MORE WOMEN IN DECISION MAKING (Tími fyrir breytingar í Evrópu! Fleiri konur í ákvarðanatöku). Hægt er að skrá stuðning sinn á eftirfarandi vefsvæði: http://www.5050democracy.eu/
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að í nýrri ríkisstjórn sé jafnt kynjahlutfall og þar að auki að fyrsta íslenska konan gegni nú stöðu forsætisráðherra. Ísinn er brotinn og fordæmið er skapað. Húrra!
Read More
Stofnfundur nýrrar stjórnmálahreyfingar kvenna verður haldinn fimmtudaginn 29. janúar nk. kl. 20.00  að Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík. Neyðarstjórnin kvenna stefnir að markvissri uppbyggingu þar sem borin er virðing fyrir mannréttindum, lífinu, náttúrunni, umhverfinu og jafnrétti. Neyðarstjórnin mun vinna að þessum markmiðum með öllum tiltækum ráðum, þar á meðal með kvennaframboði í komandi Alþingiskosningum. Á fundinum verður...
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð mánudaginn 2. febrúar 2009.
Read More
Mannréttindaskrifstofa Íslands og félags- og tryggingamálaráðuneytið standa fyrir málþingi um löggjöf gegn mismunun á Íslandi, föstudaginn 30. janúar nk. í samstarfi við Fjölmenningarsetrið, Samtökin 78, Öryrkjabandalagið, Landssamtökin Þroskahjálp, Samráðsvettvang trúfélaga, Kvenréttindafélag Íslands, Alþjóðahús og Félag eldri borgara. Málþingið er styrkt af PROGRESS-áætlun Evrópusambandsins. Málþingið verður haldið í Iðnó og hefst kl. 12:00 með því að boðið...
Read More
KRFÍ heldur málþing á stofndegi félagsins, 27. janúar, kl. 16:15 á Hallveigarstöðum við Túngötu. Afmælismálþingið ber yfirskriftina: Kreppir að í kynjaveröld? Áhrif kreppunnar á stöðu kynjanna. Þrjú erindi verða flutt og umræður að þeim loknum, ásamt afmæliskaffi. Allir velkomnir.
Read More
Skrifstofa KRFÍ verður lokuð föstudaginn 16. janúar vegna þátttöku starfsmanns í Jafnréttisþinginu sem fram fer á Hótel Nordica.
Read More
Síðasti dagur skráningar á Jafnréttisþing félags- og tryggingamálaráðuneytisins og Jafnréttisráðs er í dag, þriðjudaginn 13. janúar. Þingið er öllum opið og fer fram á Hótel Nordica, föstudaginn 16. janúar kl. 09:00-17:00. http://www.yourhost.is/jafnrettisthing09/skraning.html
Read More
Samtök kvenna af erlendum uppruna (W.O.M.E.N.) bjóða nú upp á námskeið fyrir konur af erlendum uppruna. Námskeiðin hafa þau markmið að auka þátttöku erlendra kvenna í íslensku samfélagi og styðja stöðu þeirra í því. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu samtakanna: www.womeniniceland.is
Read More
Eigum enn nokkur eintök af dagatalsbókinni Konur eiga orðið sem bókaútgáfan Salka gefur úr, en KRFÍ bauð bókina til sölu á afslætti fyrir jólin. Eintakið kostar nú kr. 2.000. Hægt er að nálgast bókina á skrifstofu KRFÍ á Hallveigarstöðum við Túngötu á skrifstofutíma, kl. 9-12, eða eftir nánari samkomulagi.
Read More
Femínistafélag Íslands heldur sinn mánaðarlega hitting, þriðjudaginn 6. janúar á annarri hæð Sólon í Bankastræti, kl. 20:00. Að þessu sinni verður haldið femíniskt pöbbakviss líkt og gert var síðastliðið haust við góðar undirtektir. Spyrill verður Eva Rún Snorradóttir, fyrrum ráðskona. Allir velkomnir.
Read More
Í samræmi við ný lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, boða félags- og tryggingamálaráðuneytið og Jafnréttisráð til jafnréttisþings 16. janúar nk. að Hótel Nordica kl. 9:00-17:00. Á þinginu verður fjallað um fjölmargar hliðar jafnréttisbaráttunnar, svo sem launajafnrétti kynjanna, kynbundið ofbeldi, jafnrétti í atvinnulífi, karla og jafnrétti og jafnréttisstarf í skólum. Auk þess...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands óskar félögum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs! Skrifstofa KRFÍ er lokuð frá og með mánudeginum 22. desember til 29. desember nk.
Read More
Stjórn KRFÍ hefur sent frá sér eftirfarandi áskorun: Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á ráðherra ríkisstjórnar Íslands að gefa kost á sér í sjálfboðaliðastörf við jólaúthlutun Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur, Hjálparstarfs kirkjunnar og Reykjavíkurdeildar Rauða kross Íslands. Úthlutun matargjafa fer fram að Borgartúni 25, til 22. desember. Með þessu móti vonast stjórn KRFÍ til að ráðamenn þjóðarinnar kynnist...
Read More
Jafnréttisstofa hefur greint frá því að Kærunefnd jafnréttismála hafi komist að þeirri niðurstöðu að Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Vesturlandi hafi brotið gegn ákvæðum laga um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna, þegar karlmaður var ráðinn í starf forstöðumanns Fjöliðjunnar á Akranesi á síðasta ári. Þetta er í fyrsta sinn á þessu ári sem...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands gaf út sögu félagsins árið 1993: Veröld sem ég vil, eftir Sigríði Th. Erlendsdóttur, sagnfræðing. Saga KRFÍ er samofin sögu kvenréttindabaráttu á Íslandi og er rit Sigríðar mjög vandað og ítarlegt, skreytt fjölda ljósmynda. Nauðsynleg bók fyrir alla er láta sig kvenréttindi varða en nauðsynlegt er að þekkja sögu baráttunnar til að átta sig...
Read More
KRFÍ hefur til sölu dagatalsbókina Konur eiga orðið sem bókaútgáfan Salka gefur út. Bókin er á 15% afslætti frá útsöluverði og er hægt að nálgast hana á skrifstofu KRFÍ að Hallveigarstöðum við Túngötu 14, alla virka daga frá kl. 09:00-13:00, til 20. desember nk. Dagatalsbókin er eiguleg bók þar sem er að finna hugleiðingar kvenna...
Read More
Skrifstofa KRFÍ að Hallveigarstöðum verður lokuð mánudaginn 10. desember og þriðjudaginn 11. desember. Opnar aftur miðvikudaginn 12. desember.
Read More
 Stígamót halda töskumarkað laugardaginn 13. desember nk. til fjáröflunar fyrir starfsemina. Þær vantar ný og varlega notuð veski, snyrtiveski, samkvæmisveski og töskur af öllum stærðum og gerðum gefins. Heldri veski verða boðin upp á uppboði. Húsið við Hverfisgötu 115, gegnt Lögreglustöðinni, verður opnað almenningi og í boði verður kaffi og meðlæti. Tekið er á móti töskum og veskjum...
Read More
Jólafundur KRFÍ og Kvennasögusafns Íslands er miðvikudaginn 3. desember kl. 20:00 í samkomusal Hallveigarstaða. Á dagskrá er stutt hugvekja, lifandi tónlist og léttar veitingar. Gerður Kristný og Erla Bolladóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum.  Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir
Read More
Femínistafélag Íslands heldur HITTið 2. desember kl. 20 á efri hæð Sólon. Æviminningar hafa ávallt verið vinsælar bækur í jólapökkum Íslendinga en framan af öldinni voru karlmenn í miklum meirihluta þeirra sem slíkar bækur fjölluðu um. Konur hafa á síðustu árum sótt í sig veðrið á þessu sviði þó enn hafi karlmennirnir yfirhöndina. Margrét Pála...
Read More
Þriðjudaginn, 2. desember kl. 19:00 standa Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi fyrir bókakvöldi á Kaffi Kultura, Hverfisgötu 18. Ragnhildur Sverrisdóttir blaðakona les úr bók sinni Velkomin til Íslands – sagan af Sri Rahmawati. Á eftir verða umræður með þátttöku rithöfundar, Margrétar Steinarsdóttur, lögfræðings Alþjóðahúss og fleiri. Bókakvöldið er liður í 16 daga átaki...
Read More
Hinn árlegi jólafundur KRFÍ verður haldinn með Kvennasögusafni Íslandi í samkomusal Hallveigarstaða 3. desember nk. kl. 20:00. Gerður Kristný og Erla Bolladóttir lesa úr nýútkomnum bókum sínum og hið sívinsæla jólahappdrætti verður á sínum stað. Léttar kaffiveitingar og glögg. Allir velkomnir. Enginn aðgangseyrir.  
Read More
Hið árlega 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hefst formlega þriðjudaginn 25. nóvember. UNIFEM stendur fyrir morgunverðarfundi á Hótel Holti kl. 08:15-09:30. Heiðursgestur fundarins verður Gro Lindstad yfirmaður UNIFEM á sviði samstarfs við ríkisstjórnir og þjóðþing. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ávarpar einnig fundinn. Síðar um daginn, kl. 13:00-16:00 heldur Jafnréttisstofa opinn fund í Iðnó er nefnist Í heyranda...
Read More
Málþing á vegum European Women´s Lobby og Stígamóta  Baráttan gegn kynferðisofbeldi í Evrópu föstudaginn 21. nóv. kl. 13-16 í  Iðnó við Tjörnina Allir velkomnir
Read More
Norska þingið er í þann mund að samþykkja ný lög sem taka eiga gildi 1. janúar nk. um bann við kaupum á kynlífsþjónustu. Noregur er annað ríkið í heiminum sem mun gera slík kaup refsiverð en það voru Svíar sem fyrstir settu slík lög árið 1999. Af þessu tilefni efnir Kvenréttindafélag Íslands til fagnaðar fyrir utan norska sendiráðið...
Read More
Við óvænt brotthvarf tveggja þingmanna frá Alþingi á undanförnum dögum, bættist lítillega staða kvenna á Alþingi. Þeir sem hættu eru báðir karlar en þær sem koma inn í þeirra stað eru báðar konur. Hlutfall kvenna á Alþingi Íslendinga er því orðin 37% í stað 33,3% áður.
Read More
Skrifstofa KRFÍ að Hallveigarstöðum verður lokuð föstudaginn 14. nóvember 2008.
Read More
Alþjóðaviðskiptaráðið (World Economic Forum) birtir á heimasíðu sinni uppröðum 130 ríkja heims eftir stöðu þeirra í jafnréttismálum. Norðurlöndin eru þar í efstu sætum: Noregur í 1. sæti, Finnland í 2. sæti, Svíþjóð í því 3ja og loks Ísland í 4. sæti. Ef hvert land er skoðað nánar kemur í ljós að á Íslandi stendur jafnrétti kynjanna vel...
Read More
Stjórn KRFÍ sendi eftirfarandi áskorun til stjórnmálaflokkanna, föstudaginn 7. nóvember: Kvenréttindafélag Íslands skorar á þá stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og eiga að tilnefna fulltrúa sína í ný bankaráð ríkisbankanna þriggja að fara að gildandi jafnréttislögum við skipun fulltrúa sinna í ráðin.  
Read More
Menningar- og minningarsjóður kvenna (MMK) úthlutaði styrkjum til fjögurra ungra kvenna 7. nóvember sl. Við hátíðlega athöfn í Þjóðarbókhlöðunni, en úthlutunin fór fram í samvinnu við Kvennasögusafn Íslands, flutti fortöðukona safnsins, Auður Styrkársdóttir, ávarp ásamt Kristínu Þóru Harðardóttur, formanni MMK. Einnig flutti Hulda Jónsdóttir, nemandi í Listaháskóla Íslands, tvo kafla úr partítu nr. 2 í d-moll...
Read More
Aðalfundur Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi verður haldinn fimmtudaginn, 13. nóvember nk. 19:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14, 101 Reykjavík. Allar konur af erlendum uppruna er hvattar til að mæta á fundinn. Þær sem vilja bjóða sig fram í stjórn Samtakanna þurfa að senda eftirfarandi upplýsingar um sig á netfangið womeniniceland@womeniniceland.is: nafn heimilisfang...
Read More
Samtök um almannaheill voru stofnuð sl. sumar og er KRFÍ aðili að samtökunum. Samtökin boða til samstöðufundar, fimmtudaginn 6. nóvember kl. 09:00-12:00 í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14 í Reykjavík. Þar verður rætt um breytt hlutverk almannaheillasamtaka á erfiðum tímum í samfélaginu og spurt á hvern hátt samtökin eigi að bregðast við afleiðingum fjármálakreppunnar. Einnig verða...
Read More
Mbl.is 3. nóvember greinir frá Þjóðarpúlskönnun Capacent Gallup þar sem yfir sextíu prósent þeirra sem tóku þátt í könnuninni töldu að ástand þjóðfélagsins væri betra á Íslandi ef fleiri konur hefðu verið við stjórn fjármálafyrirtækja landsins undanfarin ár. Rúmlega 34% svarenda voru þeirrar skoðunar að efnahagsástandið væri hvorki betra né verra en það er í dag...
Read More
Nóvemberhitt Femínistafélagsins verður haldið þriðjudaginn 4. nóvember nk. kl. 20:00 , sem einnig er kjördagur til forsetakosninga í Bandaríkjunum. Staðurinn er að venju á annarri hæð Sólons. Í tilefni dagsins ætlar Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur að ræða um kosningarnar frá femínísku sjónarmiði en þar er af nægu að taka. Glerþakið í bandarískum stjórnmálum hefur verið enn sterkara en í...
Read More
Samtök kvenna af erlendum uppruna stóðu fyrir bóngó-kvöldum sl. vetur og verður nú þráðurinn tekinn upp að nýju. Fimmtudaginn 30. október nk. verður blásið til bóngókvölds í Alþjóðahúsinu sem nú er flutt á Laugaveg 37, (ath. inngangur bak við húsið á jarðhæð). Markmið þessara kvölda er að  byggja brú á milli kvenna, íslenskra og erlendra, og eiga...
Read More
Nýr forstjóri Landspítala – háskólasjúkrahúss, Hulda Gunnlaugsdóttir, tók við störfum í 21. október sl. og af því tilefni færðu fulltrúar KRFÍ henni blómvönd í viðurkenningarskyni. Félagið hefur haft þann háttinn á undanfarin ár að vekja athygli landsmanna á því þegar kona velst til starfa á sviðum þar sem karlar hafa eingöngu gegnt forystu áður. Einnig þykir...
Read More
Alcoa Fjarðaál hlaut viðurkenningu Jafnréttisráðs í ár fyrir störf sín í á sviði jafnréttismála. Jóhanna Sigurðardóttir, félags- og tryggingamálaráðherra, afhenti verðlaunin. Í greinargerð Jafnréttisráðs vegna viðurkenningarinnar segir að Alcoa Fjarðaál vinni eftir nýrri jafnréttisáætlun, sem tekur mið af nýsamþykktum jafnréttislögum. Með henni fylgi metnaðarfull framkvæmdaáætlun sem leggur áherslu á áframhaldandi jöfnun kynjahlutfalls starfsmanna á öllum sviðum,...
Read More
1 5 6 7 8 9 10