Category

Ályktanir
Kvenréttindafélag Íslands harmar engin kona sé í framboði til formanns Knattspyrnusambands Íslands í ár. Enn hallar mjög á konur í stjórnunarstöðum innan KSÍ og það er miður að þeim mun fækka enn frekar við lok þessa ársþings. Að því sögðu, skorar Kvenréttindafélag Íslands á þau sem sitja ársþing Knattspyrnusambands Íslands að velja forman sambandsins með...
Read More
Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands og Kvenréttindafélag Íslands álykta: Jafnréttisnefnd Kennarasambands Íslands og Kvenréttindafélag Íslands lýsa yfir furðu á tveimur dómum þar sem fullorðnir karlar eru dæmdir fyrir samræði við barn en ekki nauðgun. Í almennum hegningarlögum er skýrt tekið fram í 194. grein að samþykki fyrir samræði sé áskilið og að það verði að hafa verið...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram þann 23. mars kl 16:30 í Iðnó. Á fundinum var eftirfarandi áskorun til íslenskra stjórnvalda samþykkt samhljóða: Kynjafræði skuli vera skyldufag í kennaramenntun á Íslandi Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2023 hvetur íslensk stjórnvöld og háskólastofnanir til að innleiða kynjafræði sem skyldufag í kennaramenntun og öðru uppeldisnámi á háskólastigi á Íslandi.  Menntun...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands fór fram þann 23. mars kl 16:30 í Iðnó. Á fundinum var eftirfarandi áskorun til íslenskra stjórnvalda samþykkt samhljóða: Áskorun til íslenskra stjórnvalda að sýna femíníska og pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum á konum Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2023 skorar á íslensk stjórnvöld að sýna femíníska pólitíska forystu og ábyrgð gagnvart mannréttindabrotum...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendir frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: 3. nóvember 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík   Kvenréttindafélag Íslands fordæmir þær aðgerðir sem fóru fram í nótt við brottflutning flóttafólks úr landi og kallar á tafarlaus viðbrögð frá stjórnvöldum. Stjórnvöld réðust í afdrifamiklar aðgerðir í nótt að senda fólk sem kom hingað í leit að betra lífi úr landi....
Read More
Undirrituð félagasamtök fordæma fyrirhugaðar endursendingar barna og fjölskyldna þeirra til Grikklands. Íslensk stjórnvöld ættu að taka mál þeirra fyrir og bjóða vernd á Íslandi. Íslensk stjórnvöld undirbúa nú endursendingar barnafjölskyldna á flótta til Grikklands þar sem þær hafa alþjóðlega vernd. Við teljum að hagsmunir barna séu ekki metnir á heildstæðan hátt og að ákvarðanir um...
Read More
Nú liggur fyrir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, muni leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um útlendinga í fimmta sinn á haustþingi Alþingis og mun frumvarpið vera eitt af fyrstu þingmálunum. Hinn 19. maí sl. lýsti mikill meirihluti undirritaðra aðila yfir áhuga og vilja á því að koma á samráði og samvinnu um mótun laga...
Read More
Þann 19. júní bárust fréttir af því að Alþjóðasundsambandið (FINA) hefði samþykkt nýjar reglur sem banna trans konum að keppa í kvennaflokki á heimsmeistaramótum í sundgreinum. Sundsamband Íslands (SSÍ) kaus með reglunum þrátt fyrir að þær byggi á mismunun og útilokun á trans fólki, og sérstaklega trans konum. Í Kastljósviðtali þann 20. júní hélt Björn Sigurðsson,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: The feminist movement in Iceland stands in solidarity with our sisters in the United States. Women have an inalienable right over their own lives and bodies. The Supreme Court of the United States has just violated these rights. By restricting access to abortion, the United States Supreme Court...
Read More
Alþingi hefur nú lokið fyrstu umræðu um frumvarp dómsmálaráðherra um breytingar á útlendingalögum. Frumvarpið er nú endurflutt í fjórða sinn en í örlítið breyttri mynd frá því frumvarpi sem birt var til umsagnar í Samráðsgátt í lok janúar sl. Endurtekið hefur komið fram fjöldi umsagna um efni frumvarpsins og því ljóst að það er mjög...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 12. maí 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík Að brúa umönnunarbilið er eitt mikilvægasta jafnréttismál okkar tíma. Á laugardaginn er gengið til sveitarstjórnarkosninga. Kvenréttindafélag Íslands minnir frambjóðendur til sveitarstjórna á að dagvistunarmál eru eitt af mikilvægustu verkefnum hvers sveitarfélags.   Börn á Íslandi eru að meðaltali 17,5 mánaða gömul þegar þau...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands 2022, sem fór fram þann 4. maí, hvetur íslensk stjórnvöld að sýna femíníska og pólitíska forystu á alþjóðavettvangi með því að: Hafa kvenréttindi ávallt í forgangi í stefnumótun og starfi ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðuneytisins og í þróunarsamvinnu. Tala fyrir kvenréttindum, kynfrelsi og kyn- og frjósemisheilbrigði og frjósemisréttindum við hvert tækifæri á alþjóðavettvangi. Hvetja...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendir baráttukveðjur til kvenna Bandaríkjunum, en allt bendir til að hæstiréttur þar í landi hyggist ógilda niðurstöðuna í málinu Roe gegn Wade, sem tryggði konum réttinn til þungunarrofs. Sá úrskurður myndi þýða að þungunarrof yrði bannað með lögum í fjölda fylkja Bandaríkjanna. #WomensRights #abortionrights #reproductivejustice
Read More
Kvenréttindafélag Íslands gekk í evrópsku samtökin European Women‘s Lobby (EWL, Hagsmunasamtök evrópskra kvenna) árið 2019 og gegnir starfi tengiliðs íslenskra félagasamtaka við EWL, sem tengir saman kvennahreyfingar í þjóðríkjum Evrópu til að vera þrýstiafl fyrir kvenréttindi og jafnrétti kynjanna meðal almennings og innan evrópskra stofnanna. Framkvæmdastýra og stjórnarkonur sátu fund í morgun með fulltrúum úkraínsku...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907. IAW hafa nú gefið frá sér yfirlýsingu um ástandið í Úkraínu. IAW standa með konum þar í landi og fjölskyldum þeirra og kalla eftir friði. Yfirlýsingin hljóðar svo: IAW Statement, 2022/02/26 By Acting President Marion Böker & Convenor of the...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 23. febrúar 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík   Það vekur ugg að fylgjast með brotum á mannréttindum kvenna sem minnst mega sín og sem koma til Íslands í von að bjarga lífi sínu. Nú hefur dómsmálaráðherra gefið út drög að frumvarpi til laga breytingum á útlendingalögum nr. 80/2016 (alþjóðleg...
Read More
Hæstvirtur dómsmálaráðherra, Fyrir liggur að gera breytingar á réttarstöðu brotaþola í kynferðisofbeldismálum eins og fram kemur í stjórnarsáttmála og er það fagnaðarefni. Í dag er brotaþoli einungis vitni í eigin máli, en er ekki álitinn aðili að sakamálinu að öðru leyti, sem gerir honum m.a. erfitt að gæta hagsmuna sinna. Rannsóknir sýna að andlegar afleiðingar...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: 21. janúar 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík Varða, rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins, birti í vikunni skýrslu um nýja rannsókn sem gerð var á kjörum félagsfólks ASÍ og BSRB. Skýrslan afhjúpar geigvænlegt kynjamisrétti og slæma stöðu kvenna á vinnumarkaðnum, þá sérstaklega innflytjenda og einstæðra mæðra.  Konur eru mun fleiri en karlar í...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent eftirfarandi áskorun til stjórnmálafólks og stjórnmálaflokka í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2020: 4. janúar 2022 Hallveigarstaðir, Reykjavík Heilir og sælir, kæru kjörnu fulltrúar á sveitarstjórnarstigi! Kvenréttindafélag Íslands skorar á íslenska stjórnmálaflokka að huga að jafnri þátttöku kvenna og fjölbreytileika í framboðslistum í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga 2022. Konum sem eru kjörnar í sveitarstjórnir hefur fjölgað...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendi í sumar skuggaskýrslu til Sameinuðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi, sem skrifuð var ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Barnaheill, Landssamtökin Þroskahjálp og Siðmennt. Var skýrslan skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti og...
Read More
Konur vinna ókeypis eftir kl. 15:10 á Íslandi! Samkvæmt nýjustu tölum Hagstofu Íslands um launamun kynjanna voru meðalatvinnutekjur kvenna 77,2% af meðalatvinnutekjum karla. Konur eru því með 22,8% lægri atvinnutekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir launum sínum eftir 6 klukkustundir og 10 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendir baráttukveðjur til kvenna í Texas og Bandaríkjunum. Konur fyrir vestan boða til kvennagöngu í dag, Women’s March, til að mótmæla skerðingu á rétti kvenna til þungunarrofs. #BansOffOurBodies #SB8 #kynfrelsi
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun:     27. september 2021 Hallveigarstaðir, Reykjavík Það er sárara en orð fá lýst fyrir okkur í Kvenréttindafélagi Íslands að senda frá okkur yfirlýsingu um mikil vonbrigði með framkvæmd kosninga, daginn eftir að hafa í eitt andartak upplifað svo mikla gleði þegar tilkynnt var að konur hefðu...
Read More
Til hamingju Ísland! Í fyrsta skipti í sögu Alþingis eru konur í meirihluta þingfólks, eftir kosningar gærdagsins þegar 33 konur og 30 karlar voru kosin á þing. Þetta þýðir að hlutfall kvenna á þingi er 52,4%, hið hæsta í sögu Evrópu og hið hæsta í heiminum þegar litið er til landa sem ekki hafa tekið...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent bréf til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra þar sem íslensk stjórnvöld eru hvött til að grípa til aðgerða í kjölfar ákvörðunar Tyrklands að segja sig frá Istanbúlsamningnum svokallaða, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi. Istanbúlsamningurinn er fyrsti alþjóðlegi sáttmálinn sem tekur heildstætt...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fordæmir ákvörðun Tyrklands að rifta samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, Istanbúlsamningnum svokallaða. Ákvörðun Tyrklands að rifta þessum samningi er ekki aðeins aðför að konum heldur einnig að hinsegin fólki, minnihlutahópum og viðkvæmum hópum. Með því er ekki einungis verið að halda aftur af og koma í...
Read More
Í gær buðu 13 kvenna- og jafnréttissamtök til fundar þar sem vakin var athygli á kerfisbundnu misrétti gegn konum í réttarkerfinu og lagðar fram tillögur til úrbóta. Eitt af því sem samtökin vöktu sérstaka athygli á var að málsmeðferðartími í kynferðisbrota- og heimilisofbeldismálum í réttarkerfinu sé allt of langur, sem hefur slæm áhrif bæði á...
Read More
Í dag boðuðu 13 kvenna- og jafnréttissamtök til fundar, Aflið, Druslugangan, Femínistafélag Háskóla Íslands, Flóra, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennahreyfing ÖBÍ, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin, Stígamót, W.O.M.E.N. og UN Women. Samtökin vekja athygli á kerfisbundnu misrétti gegn konum í réttarkerfinu og leggja fram tillögur til úrbóta. Níu konur hafa nú kært íslensk stjórnvöld til Mannréttindadómstóls Evrópu...
Read More
Í dag tók samningur Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum (TPNW) gildi með 51 samþykktum undirskriftum. Alls samþykktu 122 aðildarríki samninginn á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í júlí 2017.  Samningurinn er fyrsti og eini kynjamiðaði samningurinn um kjarnorkuvopn, enda ræðir formáli samningsins kynjavinkil kjarnorkuvopna og þau óhóflegu áhrif sem bæði kjarnorkuvopn og stríð hafa á konur....
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að stjórnvöld hafa frestað breytingum á neðri mörkum aldursviðmiða vegna reglubundinna skimana fyrir brjóstakrabbameini. Leggst félagið gegn þeim áformum að hækka aldur kvenna sem boðaðar eru í reglubundna skimun fyrir brjóstakrabbameini úr 40 í 50 ár og hvetur stjórnvöld til falla algjörlega frá þeim áætlunum. Á níunda og tíunda áratugnum barðist...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að Alþingi samþykkti í gærkvöld lengingu fæðingarorlofsins í 12 mánuði. Félagið lýsir þó vonbrigðum með að í meðferð þingsins hafi frumvarpið tekið þeim breytingum að framseljanlegur réttur foreldra til fæðingarorlofs var aukinn úr fjórum vikum í sex. Enn fremur að réttur barna og foreldra til að lifa án ofbeldis sé ekki...
Read More
24. október 2020 24. október 1975 lögðu konur niður launuð sem ólaunuð störf til að sýna fram á mikilvægi vinnuframlags kvenna. Í dag, 45 árum síðar, er framlag kvenna til samfélagsins ekki enn að fullu metið að verðleikum.   Konur eru enn með 25% lægri atvinnutekjur að meðaltali en karlar. Þar með hafa konur unnið...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands er einn af stofnaðilum Mannréttindaskrifstofu Íslands og á fulltrúa bæði í stjórn skrifstofunnar og fulltrúaráði. Fulltrúaráð Mannréttindaskrifstofunnar fundaði 12. október síðastliðinn og hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun. Um allan heim hafa stjórnvöld gripið til aðgerða til að hindra útbreiðslu COVID-19 og hafa mannréttindi fólks verið skert til að ná því markmiði. Nærtæk...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fordæmir umræðu og orðræðu í garð tveggja kvenna sem hittu menn úr enska knattspyrnulandsliðinu á hóteli í Reykjavík nýlega. Með samskiptum sínum við konurnar gerðust mennirnir brotlegir við sóttvarnalög þar sem þeir voru í sóttkví. Mál þetta komst í hámæli á samfélagsmiðlum og fjölmiðlum bæði í Bretlandi og hér heima. Sú umfjöllun sem...
Read More
Lesið á íslensku Read in English Rządy Polski i Turcji ogłosiły plany wycofania się z Konwencji Rady Europy o zapobieganiu i zwalczaniu przemocy wobec kobiet i przemocy domowej, zwanej także Konwencją Stambulską. Konwencja stambulska została podpisana w 2011 roku i jest pierwszym na świecie wiążącym instrumentem zapobiegającym przemocy wobec kobiet. Kraje, które podpisały konwencję, są...
Read More
Read in English Przeczytaj po polsku Í Póllandi og Tyrklandi vinna stjórnvöld nú að því að rifta samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gagnvart konum og heimilisofbeldi, Istanbúlsamningnum svokallaða. Istanbúlsamningurinn sem undirritaður var af ríkjum Evrópu árið 2011 er fyrsti bindandi alþjóðasáttmálinn sem tekur heildstætt á baráttunni um ofbeldi gegn konum. Samningurinn bindur...
Read More
Aðalfundur Kvenréttindafélags Íslands var haldinn 25. maí 2020. Þetta var fyrsti aðalfundur í 113 ára sögu félagsins sem einnig var haldinn rafrænt. Fundurinn var haldinn í Veröld, húsi Vigdísar, og gátu þátttakendur einnig tekið þátt í gegnum fjarfundarkerfið Zoom. Á fundinum var kosið til stjórnar, auk þess sem aðalfundur samþykkti að skerpa orðalag stefnuskrár félagsins...
Read More
Kvennafrí 2018. Mynd Rut Sigurðardóttir Í dag fyrir fimmtíu árum var útvarpað ákalli til kvenna á rauðum sokkum að mæta niður á Hlemm og mótmæla í kröfugöngu verkalýðshreyfingarinnar. Rauðsokkurnar marseruðu niður Laugaveginn 1. maí 1970 og endurnýjuðu femínísku baráttuna á Íslandi.  Mörg baráttumál Rauðsokkanna hafa áunnist síðustu hálfa öldina, en enn eru mörg óunninn. Kynbundið...
Read More
La Asociación Islandesa de Derechos de la Mujer saluda a las mujeres de México que hoy hacen huelga para protestar por la violencia de género, la desigualdad y la cultura del machismo. Las mujeres en Islandia te acompañan. ¡Mujeres! ¡Álcense! ¡Organícense! ¡Cambien el mundo! #UnDíaSinNosotras — Konur í Mexíkó leggja niður vinnu í dag til...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands mótmælir harðlega þeirri ákvörðun skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar að mæla með styttingu opnunartíma leikskóla borgarinnar, að þeim verði lokað kl. 16.30 í stað kl. 17.00. Í samtali við Fréttablaðið segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs, að með ákvörðuninni sé verið að bregðast við ábendingum fagfólks og skorti á nýliðun. Kvenréttindafélag Íslands bendir...
Read More
25. október 2019Hallveigarstaðir, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar áformum Íslandsbanka að vinna markvisst að heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og sýna þannig samfélagslega ábyrgð í verki. Við fögnum framtaki þeirra að taka markviss skref í átt að aukinni umhverfisvernd og færa viðskipti sín yfir til þeirra fjölmiðla og fyrirtækja sem ekki búa við afgerandi kynjahalla. Ef öll fyrirtæki,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur tilnefnt eftirfarandi fulltrúa í starfshópa í tengslum við heildarendurskoðun laga nr. 10/2008, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla: Starfshópur I um launajafnrétti og vinnumarkað Stefanía Sigurðardóttir, aðalmaður Hildur Helga Gísladóttir, varamaður Starfshópur II um kæruleiðir og viðurlög Eva Huld Ívarsdóttir, aðalmaður Bergljót Tul. Gunnlaugsdóttir, varamaður Starfshópur III um stjórnsýslu...
Read More
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands, sótti Human Dimension Implementation Meeting 2019, árlegan fund ÖSE – Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu um mannréttindi, og las upp eftirfarandi yfirlýsingu fyrir hönd félagsins. 20 September 2019 Distinguished Representatives of the OSCE States. I represent the Icelandic Women’s Rights Association and I present this statement to highlight three...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að loksins séu ákvarðanir um þungunarrof í höndum kvenna. Frumvarp til laga þess efnis var samþykkt á Alþingi fyrr í dag, þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var staðfestur. Lögin eru lokaáfangi í áratugalangri baráttu sem formæður okkar hófu og stórt skref átt til þess í að tryggja kynfrelsi kvenna....
Read More
Hallveigarstaðir, Reykjavík 30. nóvember 2018 Á morgun fögnum við 100 ára fullveldi þjóðarinnar. Í vikunni voru birtar glefsur úr upptökum á samtali hóps alþingismanna sem staddir voru á veitingastað. Upptökurnar opinbera fyrirlitningu og fordóma sem fylgt hafa fullveldissögu þjóðarinnar, þrátt fyrir baráttu ótal kvenna og karla fyrir betra samfélagi. Í samtali þingmannanna kom fram djúp...
Read More
Breytum ekki konum, breytum samfélaginu! Yfirlýsing samstöðufunda kvenna, 24. október 2018 Frásagnir kvenna af áreitni, ofbeldi og misrétti á vinnustöðum sem deilt hefur verið undanfarið ár á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #MeToo undirstrika að kjaramisrétti er ekki eina misréttið sem konur þurfa að glíma við á vinnumarkaði. Við stöndum hér saman til að lýsa því yfir,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Áskorun til atvinnurekenda Þær hafa vart farið fram hjá nokkrum, frásagnirnar og umræðan sem átt hafa sér stað síðustu misseri um kynferðislega áreitni og ofbeldi á vinnustöðum landsins undir myllumerkinu #MeToo. Þessa daga berast fregnir af áreitni og ofbeldi sem hefur átt sér stað hjá Orku náttúrunnar,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur kært Alþingi til kærunefndar jafnréttismála vegna brots á jafnréttislögum við skipan í fjárlaganefnd á yfirstandandi þingi. Í síðustu viku tóku sæti í nefndinni 8 karlar og 1 kona. Í 15. gr. jafnréttislaga er kveðið skýrt á um að í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: Í dag birtist áskorun 306 stjórnmálakvenna vegna kynferðisofbeldis og áreitni. Með áskoruninni birtust sögur af áreitni og ofbeldi sem konur hafa orðið fyrir í íslenskum stjórnmálum. Kynferðislegt ofbeldi og áreitni er bein ógn við lýðræðislega þátttöku kvenna og þar með bein ógn við lýðræði á Íslandi. Hve...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands ítrekar áskorun sína til alþingismanna sem fá það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja að jöfn kynjahlutföll séu á ráðherrastólum og að jafnréttismál verði sett í forgang við myndun nýrrar ríkisstjórnar. Kvenréttindafélagið hvetur ennfremur þingflokka Alþingis til að hafa jafnréttissjónarmið ávallt í huga í starfi sínu á komandi Alþingi, að gæta þess...
Read More
1 2 3