Category

Ályktanir
Kvenréttindafélag Íslands skorar á ferðamálayfirvöld á Íslandi og fyrirtæki í ferðaþjónustu að bregðast við þeim fréttum sem færðar hafa verið nýverið um að á Íslandi hafi orðið sprenging í kaupum á vændi og að kaupendur vændis séu að stórum hluta ferðamenn. Kvenréttindafélagið hvetur aðila í ferðaþjónustu til að upplýsa ferðamenn sem hingað koma um saknæmi...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hélt aðalfund sinn á Hallveigarstöðum, í dag 31. maí 2017. Áður en fundur hófst afhenti formaður Kvenréttindafélagsins Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu viðurkenningu fyrir gott starf í þágu jafnréttis kynjanna. Tók Alda Hrönn Jóhannsdóttir við viðurkenningunni fyrir hönd Lögreglunnar. Í tilefni 110 ára afmælis Kvenréttindafélags Íslands vill stjórn félagsins veita viðurkenningu þeim aðila sem hefur...
Read More
Nefnd sem metur hæfi dómara hefur sent frá sér lista yfir 15 einstaklinga sem þykja hæfastir til að taka sæti í nýjum Landsrétti. Á þessum lista eru 5 konur og 10 karlmenn, en 14 konur og 23 karlar sóttu um embætti. Ekki liggur fyrir hvort listinn sé endanlegur. Það er ótrúlegt að núna, þegar langt...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands mótmælir harðlega áætlunum ríkisstjórnar að stofna nýtt dómsstig án þess að hafa jafnréttissjónarmið í huga. Síðustu daga hafa farið fram umræður á Alþingi um frumvarp um bráðabirgðabreytingar á nýjum dómstólalögum um skipun nýs millidómsstigs, Landsréttar. Hefur m.a. verið tekist á um hvaða reglur og sjónarmið eigi að gilda um skipan dómara við nýja...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands ítrekar áskorun sína til þeirra alþingismanna sem fá það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja að jöfn kynjahlutföll séu á ráðherrastólum. Kvenréttindafélagið hvetur enn fremur alla flokka á Alþingi að gæta þess að tilnefna konur og karla til jafns í nefndir og ráð og að tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hvetur alþingismenn sem fá það verkefni að mynda nýja ríkisstjórn að tryggja að jöfn kynjahlutföll séu á ráðherrastólum. Kvenréttindafélagið hvetur enn fremur alla flokka á Alþingi að gæta þess að tilnefna konur og karla til jafns í nefndir og ráð og að tryggja jöfn kynjahlutföll í opinberum nefndum og ráðum. Kynjajafnrétti er grundvöllur...
Read More
Þúsundir kvenna gengu út úr vinnustöðum sínum kl. 14:38 á kvennafrídaginn, þann 24. október 2016, til að mótmæla kjaramisrétti og söfnuðust saman út um allt land til að krefjast jafnra kjara. Baráttufundir voru haldnir á fimmtán stöðum á landinu, á Akureyri, Bolungarvík, Borgarnesi, Egilsstöðum, Grundarfirði, Hellu, Höfn í Hornafirði, Ísafirði, Neskaupstað, Patreksfirði, Reykjavík, Sauðárkróki, Seyðisfirði,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að sérstök þjónustumiðstöð fyrir þolendur ofbeldis taki til starfa í Reykjavík á næstunni. Borgarstjórinn í Reykjavík, félagsmálaráðherra, innanríkisráðherra, lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, Stígamót, Kvennaathvarf og fleiri félagasamtök undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun miðstöðvarinnar þann 4. október sl. Stofnunin verður griðarstaður fyrir brotaþola ofbeldis, konur og karla. Undanfarin ár hefur verið unnið að samstarfi...
Read More
Amnesty International hafa gefið út endanlega stefnu sína sem felur m.a. í sér að vinna að afglæpavæðingu vændisþjónustu. Ýmis kvennasamtök á Íslandi sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í fyrra þegar mótun slíkrar stefnu var samþykkt á heimsþingi samtakanna í ágúst. Sömu samtök ítreka nú yfirlýsingu sína: Amnesty International hefur í meira en fimmtíu ár unnið...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hélt aðalfund sinn á Hallveigarstöðum, í dag 9. maí 2016. Á fundinum var kosin stjórn Kvenréttindafélagsins: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Tatjana Latinovic. Fríða Rós Valdimarsdóttir er formaður félagsins. Í varastjórn voru kosnar Ellen Calmon, Eyrún Eyþórsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir. Ragnhildur G....
Read More
Kvenréttindafélag Íslands skorar á Alþingi Íslendinga og félags- og húsnæðismálaráðherra að bregðast nú þegar við þeim fréttum að fæðingum á Íslandi hafi fækkað milli ára. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur aðkallandi að styrkja strax fæðingarorlofskerfið, að auka framlög til foreldra og lengja fæðingarorlof. Núverandi fæðingarorlofskerfi skapar foreldrum ungra barna ekki það fjárhagslega öryggi sem þarf að...
Read More
8. desember 2015 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, vilji endurskoða löggjöf um fóstureyðingar frá árinu 1975. Réttur kvenna til að taka ákvarðanir um eigin líkama og eigið líf er hornsteinn samfélags þar sem jafnrétti ríkir. Fóstureyðingar á Íslandi eru ekki frjálsar heldur þurfa konur sem vilja fara í fóstureyðingu...
Read More
Hallveigarstöðum, Reykjavík 24. október 2015 Í dag fögnum við því að 40 ár eru síðan konur gengu út af vinnustöðum sínum og mótmæltu stöðu sinni og kjörum. Í ár fögnum við því að 100 ár eru liðin síðan konur fengu sjálfsögð borgarleg réttindi, kosningarétt og kjörgengi. Í ár fögnum við því að 20 ár eru...
Read More
Aflið, Femínistafélag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenréttindafélag Íslands, Sólstafir, Stígamót, Tabú og W.O.M.E.N. in Iceland lýsa yfir undrun og mótmæla starfsháttum innanríkisráðherra að skipa aðeins karla í dómnefndina sem meta á hæfi umsækjenda um embætti hæstaréttardómara. Við minnum á jafnréttislög þar sem skýrt er kveðið á um að hlutfall kynjanna skuli vera sem jafnast....
Read More
Amnesty International hefur í meira en fimmtíu ár unnið þrekvirki. Stuðlað að lífi án ofbeldis, réttlæti og mannréttindum um allan heim. Samtökin njóta mikils trausts og virðingar og von okkar er að svo megi verða áfram. Helgina 7.- 11. ágúst fundar alþjóðahreyfing Amnesty International í Dublin á Írlandi. Fyrir fundinum liggur tillaga um að Amnesty...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hvetur lögreglustjóra Vestmanneyja til að draga til baka tilmæli sín um að ekki verði greint frá nauðgunarmálum sem upp koma á Þjóðhátíð í Vestmanneyjum í ár. Þjóðhátíð er á ábyrgð aðstandenda og mikilvægt er að yfirvöld og stofnanir í Vestmannaeyjum styðji við þá svo að hátíðin gangi svo best sá á kosið. Aðstandendur...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hélt aðalfund sinn á Hallveigarstöðum, í dag 28. apríl 2015. Á fundinum var kosin ný stjórn Kvenréttindafélagsins: Dagný Ósk Aradóttir Pind, Helga Dögg Björgvinsdóttir, Hildur Helga Gísladóttir, Hugrún R. Hjaltadóttir, Steinunn Stefánsdóttir og Tatjana Latinovic. Fríða Rós Valdimarsdóttir var kosin formaður. Í varastjórn voru kosnar Eygló Árnadóttir, Ragnhildur G. Guðmundsdóttir og Snæfríður Ólafsdóttir....
Read More
[youtube height=“360″ width=“640″]http://www.youtube.com/watch?v=Ez75Ws4EgAM[/youtube]   Það er ekki hægt að panta byltingu, hvorki hvenær hún gerist né hvernig. Byltingar eru í eðli sínu sjálfsprottnar, á bak við þær fólk sem tekur höndum saman og krefst þess að samfélagið breytist. Kvenréttindafélag Íslands er sprottið upp úr einni þvílíkri byltingu, þegar konur risu á fætur og kröfðust þess...
Read More
Samtök út um allan heim hafa skrifað undir ályktun þar sem því er mótmælt að Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna skuli ekki með virkum og afgerandi hætti tryggja áframhaldandi mannréttindabaráttu allra kvenna, einnig lesbía, tvíkynhneigðra kvenna, transkvenna og intersex fólks. 9. mars 2015, á opnunarfundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, var samhljóða samþykkt ráðherrayfirlýsing í tilefni þess að 20...
Read More
Um eitt þúsund samtök út um allan heim hafa skrifað undir ályktun þar sem því er mótmælt að Kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna skuli ekki með virkum og afgerandi hætti samþykkja mannréttindi kvenna og tryggja áframhaldandi jafnréttisbaráttu þjóða heimsins. 9. mars 2015, á opnunarfundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, var samhljóða samþykkt ráðherrayfirlýsing í tilefni þess að 20 ár...
Read More
Eftirfarandi ályktun var formlega afhent Ólöfu Nordal innanríkisráðherra, í Innanríkisráðuneytinu Sölvhólsgötu 7, kl. 12 miðvikudaginn 25. febrúar. Að ályktuninni standa: Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. ***   Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið, Kvennaráðgjöfin, Kvenfélagasamband Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Stígamót og W.O.M.E.N. – Samtök kvenna...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands sendi frá sér ályktun 15. apríl 2014 ásamt Landssambandi femínistafélaga framhaldsskólanna þar sem við skoruðum á skólayfirvöld að gera kynjafræði að skylduáfanga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Kynjafræði er nú kennd sem valáfangi í 17 framhaldsskólum á landinu og hefur sú kennsla verið nemendum sem sótt hafa námskeiðin til styrkingar og aukinnar meðvitundar...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands hvetur formenn ríkisstjórnarflokkanna, Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson, til að rétta við kynjahlutfall í ríkisstjórn Íslands. Hallað hefur á konur í þeirri ríkisstjórn sem nú er við völd. Þar hafa þrjár konur gegnt ráðherraembættum á móti sex körlum og nú hverfur ein þessara kvenna, Hanna Birna Kristjánsdóttir, úr ríkisstjórn. Vegna þessara...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands skorar á embætti ríkislögreglustjóra að fjölga konum innan lögreglunnar, sérstaklega í yfirmannsstöður. Það hallar á konur á öllum sviðum innan lögreglunnar og fæð kvenna í æðstu embættum lögreglunnar er sláandi. Í upphafi þessa árs gegndu 23 karlar stöðu yfirlögregluþjóns á landinu, en engin kona. 21 karl er aðstoðaryfirlögregluþjónn, en tvær konur. Konur eru...
Read More
Jafnréttisráðherrum Norðurlandanna, þ.á.m. Eyglóu Harðardóttir, voru formlega afhentar lokaniðurstöður jafnréttisráðstefnunnar Nordiskt Forum á lokahátíð ráðstefnunnar í gær, sunnudaginn 15. júní. Í þessu lokaskjali eru ráðherrarnir hvattir til að virða sáttmálann sem ríkisstjórnir Norðurlandanna skrifuðu undir á Kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Peking 1995. Þar lofuðu ríkisstjórnir landanna að virða kynjasjónarmið í öllu sínu starfi og ákvörðunum....
Read More
Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur auglýst embætti bankastjóra Seðlabanka Íslands laust til umsóknar. Frá stofnun bankans hafa eingöngu karlar gegnt stöðu bankastjóra. Í auglýsingu eru konur jafnt sem karlar hvött til að sækja um starfið. Kvenréttindafélagið hvetur konur eindregið til að sækja um starf Seðlabankastjóra. Upplýsingar um starfið, ráðningaferlið og kröfur til umsækjanda má finna á...
Read More
Landssamband femínistafélaga framhaldsskólanna og Kvenréttindafélag Íslands skora á skólayfirvöld að gera kynjafræði að skylduáfanga í grunn- og framhaldsskólum landsins. Í jafnréttislögum hefur frá 1976 staðið að jafnréttisfræðsla skuli vera á öllum skólastigum. Í núgildandi löggjöf frá 2008 segir í 19. grein að á öllum skólastigum skuli veita fræðslu um jafnréttismál; að kennslu- og námsgögn séu...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því að Evrópuþingið hefur nú samþykkt ályktun um að banna kaup á vændi. 26. febrúar síðastliðinn samþykkti Evrópuþingið ályktun þar sem aðildarríki Evrópusambandsins eru hvött til að taka upp vændislöggjöf að hætti Norðurlandaþjóða, þ.e. að banna kaup á vændi en láta sölu þess óáreitta. Þessi ályktun, sem þó er ekki bindandi...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands harmar endurtekin brot ráðherra á lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan  rétt kvenna og karla og furðar sig á því áhuga- og aðgerðarleysi sem virðist einkenna afstöðu ríkistjórnarinnar til svo alvarlegra mála. Að sumir ráðherrar megi stundum brjóta lög, grefur undan lýðræði í landinu og réttaröryggi og elur á almennu...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því að fyrsta konan skuli hafa gefið kost á sér sem formaður í rúmlega 80 ára sögu Sjálfstæðisflokksins. Kvenréttindafélag Íslands var stofnað árið 1907 á heimili Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og hefur félagið frá upphafi beitt sér fyrir því að íslenskar konur fengju fullt stjórnmálajafnrétti á við karlmenn. Þó að mörgum af upphaflegum...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands skorar á aðila vinnumarkaðarins að búa í haginn fyrir innleiðingu jafnlaunastaðals hjá fyrirtækjum og stofnunum með markvissu fræðslu- og hvatningarátaki. Verið er að leggja lokahönd á staðalinn hjá Staðlaráði Íslands og er gert ráð fyrir að þeirri vinnu verði lokið jafnvel næsta vor. Mikilvægt er að sá tími sem til stefnu er...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir stuðningi við þær konur sem leita nú réttar síns gagnvart þjóðkirkjunni. Verður vart á milli séð hvort er verra, kynbundið ofbeldi sálusorgarans eða harðsnúin þöggun innan kirkjunnar. Með hliðsjón af framvindu mála er ljóst að það hefur krafist mikils hugrekkis af þeim konum sem í hlut eiga og málsvörum þeirra, að...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir stuðningi við þær konur sem leita nú réttar síns gagnvart þjóðkirkjunni. Verður vart á milli séð hvort er verra, kynbundið ofbeldi sálusorgarans eða harðsnúin þöggun innan kirkjunnar. Með hliðsjón af framvindu mála er ljóst að það hefur krafist mikils hugrekkis af þeim konum sem í hlut eiga og málsvörum þeirra, að...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og Vernd – fangahjálp, vilja í sameiningu vekja athygli á því að aðstæður kvenfanga eru mun lakari en karlfanga. Fyrir það fyrsta er einungis eitt fangelsi í boði fyrir kvenfanga, Kvennafangelsið í Kópavogi, þar sem þrengsli eru mikil. Kvenfangar eiga ekki kost á vistun í opnu fangelsi líkt og karlfangar og möguleikar kvenna...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands varar við svokallaðri „kynfæragötun“ sem hefur færst í vöxt meðal ungra kvenna að undanförnu. Ætla má að klámvæðing samfélagsins sé rót þessarar auknu eftirspurnar. Klámvæðingin hefur síast inn í vitund kvenna jafnt sem karla og kemur t.d. glögglega í ljós í poppmenningunni og í auglýsingum. Klámvæðingin stuðlar að „normaliseringu“ kláms og afleiðingum þess,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands varar við svokallaðri „kynfæragötun“ sem hefur færst í vöxt meðal ungra kvenna að undanförnu. Ætla má að klámvæðing samfélagsins sé rót þessarar auknu eftirspurnar. Klámvæðingin hefur síast inn í vitund kvenna jafnt sem karla og kemur t.d. glögglega í ljós í poppmenningunni og í auglýsingum. Klámvæðingin stuðlar að „normaliseringu“ kláms og afleiðingum þess,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar lögum þeim sem samþykkt voru á Alþingi í gær, 23. mars, og kveða á um allsherjarbann við nektardansi á Íslandi frá og með 1. júlí nk. Sérstaklega er ánægjulegt til þess að vita að breið pólitísk samstaða hafi verið um frumvarpið sem fulltrúar allra flokka greiddu atkvæði sitt með. Lögin gefa ekki...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar lögum þeim sem samþykkt voru á Alþingi í gær, 23. mars, og kveða á um allsherjarbann við nektardansi á Íslandi frá og með 1. júlí nk. Sérstaklega er ánægjulegt til þess að vita að breið pólitísk samstaða hafi verið um frumvarpið sem fulltrúar allra flokka greiddu atkvæði sitt með. Lögin gefa ekki...
Read More
Frá stjórn KRFÍ: Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að nýfallinn dómur í mansalsmálinu svonefnda, muni auka skilning almennings og yfirvalda á tilvist og alvarlegum afleiðingum mansals á Íslandi. Með aukinni vitund almennings um tilvist mansals hér á landi, eru jafnframt bundnar vonir við að fórnarlömb mansals leiti nú frekar réttar síns og njóti til þess aðstoðar...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að ný lög um kynjakvóta hafa verið samþykkt á Alþingi. Lögin sem taka til hlutafélaga, kveða á um að minnst þrír skuli mynda stjórnir hlutafélaga og að hvort kyn hafi sinn fulltrúa þar. Í stjórnum þeirra opinberu hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa að jafnaði fleiri en 50 einstaklingar og fleiri...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að ný lög um kynjakvóta hafa verið samþykkt á Alþingi. Lögin sem taka til hlutafélaga, kveða á um að minnst þrír skuli mynda stjórnir hlutafélaga og að hvort kyn hafi sinn fulltrúa þar. Í stjórnum þeirra opinberu hlutafélaga og hlutafélaga þar sem starfa að jafnaði fleiri en 50 einstaklingar og fleiri...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því ákvæði í forvalsreglum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem kveður á um að ef hallar á konur í niðurstöðum forvals á sex fyrstu sætum lista, skuli uppröðun leiðrétt með fléttulista. Ákvæði þetta er í samræmi við kvenfrelsisstefnu VG og er til þess fallið að leiðrétta...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands fagnar því ákvæði í forvalsreglum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavík fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor, sem kveður á um að ef hallar á konur í niðurstöðum forvals á sex fyrstu sætum lista, skuli uppröðun leiðrétt með fléttulista. Ákvæði þetta er í samræmi við kvenfrelsisstefnu VG og er til þess fallið að leiðrétta...
Read More
„Kvenréttindafélag Íslands tekur undir áskorun Femínistafélags Íslands til stjórnvalda um að endurskoða verklagsreglur og framkvæmd í umgengnis- og forsjármálum. Leggja verður mun meiri áherslu á að hlusta á það sem börnin sjálf vilja en nú er gert; þeirra rödd og mannréttindi ber að virða. Ef grunur leikur á ofbeldi af hálfu annars foreldris verða börnin...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands mótmælir fyrirhugaðri skerðingu á fæðingarorlofsgreiðslum og varar við neikvæðum áhrifum þess á stöðu foreldra á vinnumarkaði, þá sérstaklega kvenna. Fyrirsjáanlegt er að enn ein lækkunin á fæðingarorlofsgreiðslum kippi stoðunum undan fjárhagslegri afkomu nýbakaðra foreldra. Það mun leiða til þess að færri feður taki fæðingarorlof, auk þess sem fæðingartíðni kann að lækka. Rúmlega...
Read More
Stjórn Kvenréttindafélags Íslands vill minna á mikilvægi fæðingarorlofsins sem eins af máttarstólpum jafnréttis kynjanna á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að standa vörð um hið íslenska fæðingarorlof sem margar þjóðir líta til og hafa sem fyrirmynd, sérstaklega því ákvæði er lýtur að þriggja mánaða óframseljanlegu fæðingarorlofi feðra. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands leggst því eindregið gegn því að réttur...
Read More
Ályktun um mikilvægi íslenska fæðingarorlofsins Stjórn Kvenréttindafélags Íslands vill minna á mikilvægi fæðingarorlofsins sem eins af máttarstólpum jafnréttis kynjanna á vinnumarkaði. Nauðsynlegt er að standa vörð um hið íslenska fæðingarorlof sem margar þjóðir líta til og hafa sem fyrirmynd, sérstaklega því ákvæði er lýtur að þriggja mánaða óframseljanlegu fæðingarorlofi feðra. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands leggst því...
Read More
Framkvæmdastjórn KRFÍ lýsir eindregnum stuðningi við áskorun Femínistafélags Íslands til stjórnvalda um að súlustöðum verði lokað og að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um mansal verði hrint í framkvæmd strax. Hallveigarstöðum, 20. október 2009
Read More
Framkvæmdastjórn KRFÍ lýsir eindregnum stuðningi við áskorun Femínistafélags Íslands til stjórnvalda um að súlustöðum verði lokað og að framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar um mansal verði hrint í framkvæmd strax. Hallveigarstöðum, 20. október 2009
Read More
Uppröðun á framboðslista er grein eftir Halldóru Traustadóttur framkvæmdastjóra KRFÍ. Grein í pdf skrá. Yfirskrift þessa greinastúfs var yfirskrift á málþingi sem Kvenréttindafélag Íslsnds hélt í september í fyrra. Ekki læddist að okkur sá grunur í félaginu á þeim tíma að kosningar, með tilheyrandi uppröðun á framboðslistum, væri handan við hornið. Sú varð þó raunin...
Read More
1 2 3