Category

Umsagnir
7. nóvember 2017 Hallveigarstöðum, Reykjavík Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar drög að reglugerð um vottun á jafnlaunakerfum fyrirtækja og stofnana á grundvelli staðalsins ÍST 85 (mál VEL17100005). Kvenréttindafélagið hvetur til þess að í þessari reglugerð sé gagnsæi framkvæmdar vottunar tryggt og að vottunarferlið og gögnin sem jafnlaunavottunin byggir á, þ.á.m. mat á störfum, verði...
Read More
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (kynferðisbrot). Þingskjal 552  —  419. mál.   Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á almennum hegningarlögum varðandi kynferðisbrot. Tímabært er að endurskoða lög um kynferðisbrot og skapa þannig umræður um eðli þessara brota. Sú staðreynd að...
Read More
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002 (refsing við tálmun eða takmörkun á umgengni). Þingskjal 559  —  426. mál. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands telur að stíga þurfi varlega til jarðar þegar kemur að því að beita refsingum við tálmun eða takmörkun á umgengni. Í frumvarpinu er nefnt að samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eigi...
Read More
Efni: Frumvarp til laga um breytingu á lögum um kosningar til sveitarstjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum (kosningaaldur). 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal nr. 261 – 190. mál. Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að fyrir Alþingi liggur frumvarp um breytingu á kosningaaldri í sveitarstjórnarkosningum. Félagið styður þetta frumvarp og hvetur til þess að það verði að lögum....
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um um breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, nr. 10/2008, með síðari breytingum (jafnlaunavottun), 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal nr. 570 – 437. mál. Kvenréttindafélag Íslands fagnar viðleitni Alþingis og stjórnvalda til þess að sporna við kynbundnum launamun. Lög sem eiga að tryggja sömu kjör fyrir...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði, 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal nr. 568 – 435. mál. Kvenréttindafélag Íslands lýsir almennri ánægju yfir frumvarpi til laga um jafna meðferð á vinnumarkaði óháð kynþætti, þjóðernisuppruna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð eða kynvitund. Kvenréttindafélagið fagnar því að frumvarpið fjalli bæði...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna, 146. löggjafarþing 2016–2017. Þingskjal nr. 568 – 436. mál. Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir almennri ánægju með frumvarp til laga um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna. Við höfum þó áhyggjur af eftirfylgd laganna ef frumvarpið er samþykkt, en gert er...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda, nr. 12/1999, með síðari breytingum. Þingskjal 124 — 67. mál, 146. löggjafarþing. Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um brottfall laga um Lífeyrissjóð bænda. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands vill koma því á framfæri að félagið tekur undir umsögn Lífeyrissjóðs bænda, frá 27. janúar...
Read More
Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum. Þingskjal 178  —  119. mál, 146. löggjafarþing. Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn umsögn um þetta frumvarp 6. mars 2015, þegar það var áður lagt fram á Alþingi. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu, og því skilum...
Read More
Hallveigarstöðum, Reykjavík 28. febrúar 2017 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um lengingu foreldra- og fæðingarorlofs og styrkingu Fæðingarorlofssjóðs. Hægt er að lesa frumvarpið hér. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn: Kvenréttindafélags Íslands fagnar þessu frumvarpi sem kveður á um lengingu fæðingarorlofs í tólf mánuði og styrkingu Fæðingarorlofssjóðs. Núverandi fæðingarorlofskerfi skapar foreldrum...
Read More
Hallveigarstöðum, Reykjavík 15. júní 2016 Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að heilbrigðisráðherra hafi skipað nefnd til að endurskoða í heild lög nr. 25/1975 um ráðgjöf og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir og um fóstureyðingar og ófrjósemisaðgerðir. Í lok ársins 2015 kom út bókin Rof: Frásagnir kvenna af fóstureyðingum þar sem Silja Bára Ómarsdóttir og Steinunn Rögnvaldsdóttir...
Read More
Hallveigarstöðum, Reykjavík 11. apríl 2016 Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til laga um lengingu foreldra- og fæðingarorlofs og hækkun hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Hægt er að lesa frumvarpið hér. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn: Kvenréttindafélags Íslands fagnar þessu frumvarpi sem kveður á um lengingu fæðingarorlofs og hækkun mánaðarlegra hámarksgreiðslna úr Fæðingarorlofssjóði. Núverandi fæðingarorlofskerfi...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands hefur ásamt Mannréttindaskrifstofu Íslands, Stígamótum, Kvennaráðgjöfinni og Amnesty á Íslandi skilað inn skuggaskýrslu til Sameinðu þjóðanna um framkvæmd stjórnmála á mannréttindamálum á Íslandi. Þessi skuggaskýrsla var skrifuð sem hluti af reglubundnu eftirliti Sameinuðu þjóðanna um mannréttindamál (Universal Periodic Review – UPR), en ríki heims gangast undir þetta eftirlit á fjögurra ára fresti. Ísland...
Read More
19. febrúar 2016 Hallveigarstöðum, Reykjavík Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku, nr. 88/1971, með síðari breytingum, 145. löggjafarþing 2015–2016. Þingskjal nr. 284 – 259. mál. Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint frumvarp um breytingu á lögum um 40 stunda vinnuviku. Markmiðið með frumvarpinu er að fækka vinnustundum niður...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við hefndarklámi), þingskjal 11 – 11. mál. Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn umsögn um þetta frumvarp 2. mars 2015, þegar það var fyrst lagt fram á Alþingi. Engar efnislegar breytingar hafa verið gerðar á frumvarpinu, og því við skilum hér...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands og Mannréttindaskrifstofa Íslands hafa skilað inn svokallaðri skuggaskýrslu til nefndar Sameinuðu þjóðanna, sem nú undirbýr fund þar sem fulltrúar íslenska ríkisins verða yfirheyrðir um framkvæmd Kvennasáttmálans. Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um afnám allrar mismunar gagnvart konum, eða Kvennasáttmálann eins og hann er betur þekktur (e. CEDAW: Convention on the Elimination of All...
Read More
Hallveigarstöðum, Reykjavík 17. nóvember 2015 Heilbrigðisráðherra hefur lagt fyrir á Alþingi frumvarp til laga um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni. Hægt er að lesa frumvarpið hér. Kvenréttindafélag Íslands hefur sent frá sér eftirfarandi umsögn: Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn umsögn þann 8. febrúar 2011 um þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun, þskj. 376 – 310. mál. Þar ályktaði Kvenréttindafélagið að lagafrumvarpið...
Read More
Til umsagnar eru nú hjá innanríkisráðuneytinu drög að frumvarpi til laga um breytingu á almennum hegningarlögum nr. 19/1940. Eru annars vegar lagðar til breytingar á íslenskum refsiákvæðum sem eru nauðsynlegar svo Ísland geti fullgilt samning Evrópuráðsins frá árinu 2011 um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi gegn konum. Hins vegar er lagt til að sérstakt ákvæði...
Read More
29. september 2015 Hallveigarstöðum, Reykjavík Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 95/2000, um fæðingar- og foreldraorlof, með síðari breytingum (andvanafæðing), þingskjal 25 – 25. mál. Kvenréttindafélag Íslands fagnar fram komnu frumvarpi um að jafna skuli rétt foreldra sem eiga andvana barn eftir 22 vikna meðgöngu og foreldra sem...
Read More
Í vikunni var lögð fram tillaga til þingsályktunar um Jafnréttissjóð Íslands (þingskjal 1445 – 803. mál), þar sem Alþingi ályktar að í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt, þá verði stofnaður Jafnréttissjóður Íslands sem njóti framlaga af fjárlögum 100 milljónir kr. á ári næstu fimm árin. Stjórn Kvenréttindafélags...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum, þingskjal 422 —339. mál. Stjórn Kvenréttindafélags Íslands er í grundvallaratriðum sammála því að afnema lög um orlof húsmæðra í núverandi mynd. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan lögin voru sett og þó enn sé langt...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940 (bann við hefndarklámi), þingskjal 668 — 436. mál.   Kvenréttindafélag fagnar því að á þessu þingi er lagt fram frumvarp þar sem ákvæði um „hefndarklám“ er bætt við kynferðisbrotakafla almennu hegningarlaganna. „Hefndarklám“ er hugtak sem hefur verið notað hér á...
Read More
Efni: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum (heimilisofbeldi) þingskjal 778 — 470. mál.   Kvenréttindafélag Íslands fagnar því að með þessu frumvarpi sé nú sett inn í almennu hegningarlögin sérstök grein sem tekur til heimilisofbeldis, að fyrirmynd Svíþjóðar og Noregs. Birtingarmyndir heimilisofbeldis eru margar, og brot framin gegn nákomnum...
Read More
Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um breytingu á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, og lögum um málefni fatlaðs fólks, nr. 59/1992, með síðari breytingum (aukin vinnuvernd og notendastýrð persónuleg aðstoð), þingskjal 698 – 454. mál. Breyting á lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, nr. 46/1980, með síðari breytingum, 1. gr....
Read More
Starfshópur hefur starfað í velferðarráðuneytinu í vetur og unnið drög að frumvarpi um staðgöngumæðrun (lesið drögin hér). Þessi drög voru gerð opinber til umsagnar 18. nóvember 2014, og mun starfshópur taka tillit til þeirra athugasemda sem berast áður en frumvarpið verður afhent ráðherra til afgreiðslu á alþingi. Kvenréttindafélag Íslands skilaði eftirfarandi umsögn um drög að...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands lýsir yfir ánægju með og stuðningi við tillögu til þingsályktunar um fjármögnun byggingar nýs Landspítala. Landspítalinn er ein mikilvægasta stofnun íslensku þjóðarinnar og mikilvægt er að framtíð hans sé tryggð. Þann 7. júlí 1915 hittust konur á Austurvelli í Reykjavík og fögnuðu kosningarétti kvenna sem hafði verið lögfestur mánuðinn áður. Ingibjörg H. Bjarnason,...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn umsögn um fyrri útgáfu sama frumvarps þann 17. maí 2012, og lýsti þá yfir almennri ánægju með frumvarp til laga um stjórnsýslu á sviði jafnréttismála, en lýsti þó einnig yfir þungum áhyggjum yfir því að hvergi í frumvarpinu væru ræddar mótaðar hugmyndir um stækkun og eflingu Jafnréttisstofu og að aukin fjárveiting...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands skilaði inn umsókn þann 8. febrúar 2011 um þingsályktunartillögu um staðgöngumæðrun, þskj. 376 – 310. mál. Þar ályktaði Kvenréttindafélagið að lagafrumvarpið væri ótímabært, að umræða í samfélaginu væri enn á frumstigi, og að veigamikil siðferðisleg rök væru gegn því að heimila staðgöngumæðrun, hvort sem er í velgjörðarskyni eða hagnaðarskyni. Erfiðar siðferðislegar spurningar vakna...
Read More
Kvenréttindafélag Íslands fagnar tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga og reglna er snúa að veitingu rekstrarleyfa fyrir veitingastaði. Félagið tekur heilshugar undir að nauðsynlegt sé að skýra löggjöfina til að koma í veg fyrir rekstur veitingastaða sem gera út á nekt starfsfólks og aðgang að því í einkarými. Hallveigarstaðir, 8. nóvember 2013
Read More
14. febrúar 2011 skrifaði KRFÍ eftirfarandi umsögn um áætlun stjórnvalda í jafnréttismálum 2011-2014: Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um þingsályktunartillögu um áætlun í jafnréttismálum til fjögurra ára, þskj. 401 – 334. mál.   Kvenréttindafélagi Íslands (KRFÍ) hefur borist til umsagnar ofangreind þingsályktunartillaga. KRFÍ vill lýsa ánægju sinni með vel unna áætlun en þó vekja athygli á fáeinum...
Read More
1. júní 2010 sendi KRFÍ eftirfarandi umsögn um lagafrumvarp um afnám húsmæðraorlofs: Umsögn KRFÍ um frumvarp til laga um afnám laga um orlof húsmæðra, nr. 53/1972, með síðari breytingum..  Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint fumvarp, þingskjal 77 – 77. mál. Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) getur ekki að svo stöddu stutt frumvarpið. Rökin þar að...
Read More
12. maí 2010 sendi KRFÍ Nefndasviði Alþingis eftirfarandi umsögn um frumvarp til laga um breytingar á lögum um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna: Umsögn KRFÍ um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 55/1996 um tæknifrjóvgun og notkun kynfruma og fósturvísa manna til stofnfrumurannsókna. Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint...
Read More
7. maí 2010 sendi KRFÍ eftirfarandi umsögn vegn þingsályktunartillögu um fullgildingu mansalsbókunar Palermó-samningsins:   Umsögn KRFÍ um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu mansalsbókunar við Palermó-samninginn Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreinda þingsályktunartillögu, þingskjal 915 – 526. mál.   Kvenréttindafélag Íslands styður tillöguna heilshugar enda hefur félagið, ásamt fleirum innan kvennahreyfingarinnar á Íslandi, oft bent...
Read More
5. maí 2010 sendi KRFÍ etirfarandi umsögn vegna frumvarps um breytingu á hjúskaparlögum: Umsögn KRFÍ um frumvarp til laga um breytingar á hjúskaparlögum og fleiri lögum og um brottfall laga um staðfesta samvist (ein hjúskaparlög). Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint fumvarp, þingskjal 836 – 485. mál, um breytingar á hjúskaparlögum nr. 31/1993 með...
Read More
Þetta frumvarp til laga barst KRFÍ í nóvember 2009. Er það óbreytt frá árinu áður þegar félaginu  barst það einnig til umsagnar en ekki tókst að taka lagafrumvarpið fyrir á Alþingi þá. Umsögn KRFÍ um frumvarp til laga um  veitingastaði, gististaði og skemmtanahald (bann við nektarsýningum), nr. 85/2007.  Kvenréttindafélagi Íslands hefur borist til umsagnar ofangreint fumvarp,...
Read More
Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, nr. 24/2000, með síðari breytingum. Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) fagnar því að fram sé komið frumvarp er stuðlar að almennum lýðræðisumbótum. Í breytingartillögum frumvarpsins felst aukið vald til handa kjósendum sem velja eiga frambjóðendur til setu á Alþingi og ber að fagna því. Stjórn KRFÍ...
Read More
Í ágúst 2009 fékk KRFÍ sent frumvarp til laga um breytingar á kosningarlögum. Breytingarnar varða persónukjör. Umsögn Kvenréttindafélags Íslands um breytingu á lögum um kosningar til sveitastjórna, nr. 5/1998, með síðari breytingum.  Kvenréttindafélag Íslands (KRFÍ) fagnar því að fram sé komið frumvarp er stuðlar að almennum lýðræðisumbótum. Í breytingartillögum frumvarpsins felst aukið vald til handa kjósendum sem velja...
Read More
1 2 3