Rauði kross Íslands, í samvinnu við Allar heimsins konur, vinnur að verkefninu: Félagsvinur – mentor er málið sem hófst haustið 2007. Verkefnið felur í sér að byggja upp stuðningsnet fyrir konur af erlendum uppruna í íslensku samfélagi með það að markmiði að styrkja þær og efla á öllum sviðum samfélagsins og veita þeim félagslega hvatningu.
Hugmyndafræði verkefnisins byggir á að koma á sambandi milli tveggja kvenna sem báðar njóta góðs af, önnur frá Íslandi (mentor) og hin af erlendum uppruna (mentee). Þannig eru tengdar saman konur sem geta skipst á upplýsingum og þekkingu á jafningjagrundvelli þar sem unnið er að því að beisla þann óvirkjaða mannauð sem felst í menntun, þekkingu og reynslu kvenna, bæði konunum og íslensku samfélagi til hagsældar.
Þátttaka í verkefninu getur verið mjög fjölbreytt þar sem mismunandi þarfir eru fyrir hendi hjá konunum (mentee). Dæmi um það sem mentorar hafa verið að vinna að með mentee er til dæmis að aðstoða við að finna upplýsingar um námskeið, leiðir til þess að fá nám metið í starfi og margt fleira. Síðast en ekki síst er mikilvægt að vera til staðar og veita almennar upplýsingar um samfélagið. Með því að starfa sem mentor getur félagsvinurinn fengið nýja sýn á íslenskt samfélag, hvernig það er að aðlagast nýrri menningu í ókunnugu landi og þá um leið víkkað sjóndeildarhring sinn.
Þeir sem hafa áhuga á því að gerast mentor/mentee geta haft samband við Ásu Kolbrúnu asa@redcross.is eða Þórunni thorunn@redcross.is.
2 Comments
Comments are closed.
Hi i am interested in having a mentor help me with living in iceland
i have lived here for 3 yrs i have worked through all 3
but i need to get the language at this time the schools are not helpful in anyway , because they will not explain what they are saying
i am 50 and have lived in america for 47 yrs so there is a confusion in understanding
can you help me
takk fyrir
Dear Dina,
This post describes a project that took place in 2007 to 2009. However, there are a couple of places you can contact to see if there are comparable projects available.
The Red Cross ran this original project and has services in place for immigrants living in Iceland. http://www.redcross.is.
Also, you can contact W.O.M.E.N. in Iceland, the women of multicultural ethnicity network in Iceland. They offer some services but also companionship and help and guidance, and regular social gatherings open to all women, but targeted towards immigrants. Their website is http://www.womeniniceland.is
my very best, Brynhildur