Velkomin á pallborð Kvenréttindafélags Íslands og Trans Íslands á Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga 2023, fimmtudaginn 10. ágúst kl. 9:45 í Hátíðarsal Iðnó.

Í þessu pallborði á Regnbogaráðstefnu Hinsegin daga 2023 verður kafað í hvernig femínísk félög og hinsegin félög geta spornað gegn anti-trans áróðri í sameiningu. Slíkur áróður hefur færst í aukana undanfarin ár víðsvegar um heim, og er Ísland því miður engin undantekning. Í pallborðinu verður því rætt um hvernig er hægt að sporna gegn slíku hérlendis, og hvernig við getum notað samstöðuna til að uppræta slíkan áróður áður en hann nær frekari fótfestu hérlendis.

Í pallborði verða: Birta Ósk Hönnu (hán/hún) stjórnarmeðlimur í Kvenréttindafélagi Íslands og meðrannsakandi hjá Háskóla Íslands, Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir (hún) sérlegur ráðgjafi Kvenréttindafélags Íslands, Ólöf Bjarki Antons (Mosi) (hán) formaður Trans Íslands, Svandís Anna Svavarsdóttir (hún) sérfræðingur í hinsegin og kynjajafnréttismálum (hún) og Þorbjörg Þorvaldsdóttir (hún) verkefnastýra hjá Samtökunum ’78.

Pallborðinu verður stjórnað af Uglu Stefaníu Kristjönudóttur Jónsdóttur (hún), kynjafræðingi og sérfræðingi í málefnum hinsegin fólks.

Viðburðurinn verður táknmálstúlkaður og er gott aðgengi fyrir fólk sem notar hjólastóla eða önnur hjálpartæki.

English summary:

During this event, feminist organisations and queer organisations in Iceland will discuss how to eradicate and prevent anti-trans propaganda in Iceland specifically. As Iceland has some particular nuances and issues to address in terms of how anti-trans propaganda appears in Icelandic discourse, the event will be in Icelandic.