Kvenréttindafélag Íslands býður ykkur velkomin á femíníska sögugöngu á kvennafrídegi, fimmtudaginn 24. október kl. 17:00.

Tinna Eik Rakelardóttir, stofnandi Reykjavík Feminist Walking Tour, leiðir gesti í fótspor kvenna í miðborg Reykjavíkur, og segir byltingarsögu borgarinnar.

Gangan fjallar um ýmsa einstaklinga og hópa sem hafa haft söguleg áhrif á réttindabaráttu á Íslandi en sem oft gleymist að nefna í hefðbundnu sögulegu samhengi. Aðaláhersla er lögð á réttindabaráttu kvenna en einnig verður komið inn á atriði sem varða réttindabaráttu fatlaðra, hinsegin fólks, innflytjenda og fátækra og þá í feminísku samhengi.

Mæting er fyrir framan Kvennaheimilið Hallveigarstaði á Túngötu 14. Lagt er af stað kl. 17:00.

Öll velkomin í gönguna. Hún er aðgengileg hjólastólum, en á einstaka umferðarljósi er 3 sm misfella.