Kvenréttindafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Femínísk fjármál stóðu fyrir fjórum rafrænum hádegisfundum með frambjóðendum, í aðdraganda alþingiskosninga 2021.
Rætt var við frambjóðendur um ofbeldismál, um fjölþætta mismunun, útilokun og jaðarsetningu, og um kynjað kjaramisrétti. Fulltrúar flokkanna sendu einnig inn skrifleg svör um hvaða aðgerðir þeirra flokkar hyggjast standa fyrir í málaflokkunum á nýju þingi.
Á síðasta fundi ræddu femínistar saman um aðkallandi aðgerðir í jafnréttismálum næstu fjögur árin og helstu áskoranir framtíðarinnar.

Hægt er að horfa á upptökur af öllum fundum og lesa svör flokkanna hér: https://kvenrettindafelag.is/femx21 

Aðrar fréttir