Velkomin um fund um konur og stjórnmál, á Kynjaþingi, 3. mars kl. 16 í Tækniskólanum á Skólavörðuholti, stofu 404.
Á fundinum verður rætt við stjórnmálafólk um stöðu kvenna í stjórnmálum og stöðu jafnréttismála á Íslandi. Konum fækkaði hrapallega á þingi í síðustu Alþingiskosningum. Boðað er til sveitarstjórnarkosninga í vor, eigum við eftir að sjá svipaða þróun þar? Hvernig geta stjórnmálaflokkar tryggt jafna þátttöku kynjanna í starfi sínu? Eiga þeir að tryggja jafna kynjaskiptingu á framboðslistum sínum, og ef svo, hvernig?
Fulltrúar stjórnmálaflokka sem nú sitja á þingi mæta til að taka þátt í þessum umræðum: Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá Framsóknarflokknum, Oktavía Hrund Jónsdóttir varaþingkona Pírata, Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, Sigrún Skaftadóttir formaður Kvennahreyfingar Samfylkingarinnar, Vala Pálsdóttir formaður Landssambands sjálfstæðiskvenna, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir varaþingmaður Viðreisnar og Þorsteinn Sæmundsson þingmaður Miðflokksins.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir stýrir umræðum.