Hefur þú áhuga á að starfa að femínískri nýsköpun í sumar?
Kvenréttindafélag Íslands leitar að nemanda á háskólastigi með skemmtilegar hugmyndir að femínísku verkefni eða rannsókn á sviði kynjafræði, stjórnmálafræði, sagnfræði eða félags- og mannvísinda, til að þróa áfram til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
Sendið inn hugmynd að verkefni á postur@kvenrettindafelag.is fyrir 30. janúar næstkomandi, merkt sem “Hugmynd fyrir Nýsköpunarsjóð námsmanna 2022”.
Kvenréttindafélagið velur bestu hugmyndina (hugmyndirnar) og þróar áfram með nemanda til umsóknar hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna 7. febrúar. Þau verkefni sem eru styrkt verða unnin í sumar af háskólanemanum sem átti hugmyndina, í umsjón Kvenréttindafélagsins.
Endilega bjallið í Brynhildi, framkvæmdastýru Kvenréttindafélagsins, í síma 694-3625 ef þið hafið einhverjar spurningar.