fem_party_web

Velkomin í femínískar umræður, ljóðalestur og vöfflur, á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, kl. 14-16 á menningarnótt.

Femínistar standa í ströngu við að baka vöfflur fyrir gesti og gangandi, hægt verður að fletta upp í lifandi bókasafni og leita svörum við öllum þeim spurningum um femínisma sem ykkur hafa brunnið á brjósti, og Elísabet Jökulsdóttir stígur á stokk kl. 15 og les upp ljóð.

Mikið er um að vera á Hallveigarstöðum á menningarnótt. Á meðan femínistar gæða sér á vöfflum og ráða femínískum ráðum sínum á fyrstu hæð, ráða Færeyingar ríkjum í kjallaranum. Í samkomusal hússins býður Sendistofa Færeyja upp á skerpukjöt, færeyska drykki og færeyska tónlist!

Sjáumst á menningarnótt!

 

Aðrar fréttir