Föstudaginn 27. mars kl. 14:00-16:00 verður dagskrá á Hótel Borg í Reykjavík í tilefni af 30 ára kvennasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Dagskráin er öllum opin og er frítt inn.
- Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu: Kvennasáttmáli Sameinuðu þjóðanna: Sátt um samfélagsbreytingar.
- Brynhildur Flóvenz, lektor í lögfræði við Háskóla Íslands: Eru konur ekki menn? Mikilvægi sértækra mannréttindasamninga á borð við Kvennasáttmálann.
- Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands: Skuggaskýrslur: Aðhaldshlutverk frjálsra félagasamtaka.
- Rachael Lorna Johnsone, lektor í lögfræði við Háskólann á Akureyri: Going Private: State responsibility for domestic violence under the CEDAW.
- Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, framkvæmdastýra UNIFEM á Íslandi: Hvers vegna þarf kvennasáttmála? Myndasýning.
Fundarstjóri Gréta Gunnarsdóttir, sviðsstjóri í utanríkisráðuneytinu.
Að fundinum standa: KRFÍ, RIKK, UNIFEM á Íslandi, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Janfréttisstofa, Femínistafélag Íslands, Kvennaathvarfið og Jafnréttisráð.