Kynjaþingi 2021 hefur verið frestað vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar og verður ný dagsetning auglýst síðar.

 


 

Frábær dagskrá á Kynjaþingi í ár! Verið velkomin í Veröld kl. 13 á laugardaginn í femíníska hátíð! Fullt aðgengi er að Kynjaþingi, ókeypis aðgangur og öll velkomin. Kynjaþing endar kl. 16:45 á femínísku hænustéli 😉

Fjölbreytt samtök og hópar halda viðburði á Kynjaþingi í ár: ASÍ, Áfallasaga kvenna á Íslandi, Empower, Femínísk fjármál, Kvennaathvarfið, Kvennasögusafn Íslands, Kvenréttindafélag Íslands, Rótin – félag um velferð og lífsgæði kvenna, RVK Feminist Film Festival, Samtökin ’78, Sigrún Craftivist / Hannyrðapönkari, Slagtog, Stígamót og WOMEN In Iceland – Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.

Dagskráin er fjölbreytt. Á þinginu eru kynntar sláandi niðurstöður um ofbeldi gegn konum á Íslandi, rætt um sjálfsmynd #MeToo gerenda í nýrri bylgju frásagna, fjallað um stöðu kvenna í stjórnmálum og Alþingiskosningar 2021, stöðu erlendra kvenna á vinnumarkaði, spurt er um fórnarkostnað kvenna til að verða stjórnendur á vinnustað, rætt er um hatursorðræðu og hatursglæpi, femíníska sjálfsvörn, kynlífsréttindi, fjölbreytileika kvenna og tungumálakennslu, kynjaða stjórnarsáttmálagerð í heimsfaraldri, kynjafræði á öllum skólastigum, o.fl.

Gestir geta sótt tvö námskeið á Kynjaþingi, námskeið í femínískri sjálfsvörn og námskeið Rótarinnar um kynlífsréttindi. Og á þinginu er sýnd kvikmyndin ÉG eftir Hallfríði Þóru Tryggvadóttur og Völu Ómarsdóttur og boðið upp á spurt og svarað með leikstýrum.

Femínískt kaffihús er rekið í Veröld meðan á þinginu stendur þar sem fólk getur tekið þátt í hannyrðapönki, kíkt á gripi úr sögu kvennabaráttunnar á Íslandi og því lýkur á femínísku hænustéli!

Lesið alla dagskrána á vef Kynjaþings.

Við minnum á grímuskyldu og hvetjum öll til að fara í hraðpróf eða heimapróf áður en mætt er í Veröld. Fyrir þau sem ekki komast á stað, þá er hægt að sjá flesta viðburði á Kynjaþingi í streymi á vefsíðu Kynjaþings.

Aðrar fréttir