Kvenréttindafélag Íslands hefur verið aðildafélag að IAW (International Alliance of Women) frá stofnun okkar 1907.
Í öðru fréttabréfi ársins er sagt frá fundi Kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn var í New York í mars á þessu ári, sem og frá fyrirhuguðum stjórnarfundi IAW sem haldinn verður í Berlín í október 2018. Einnig er sagt frá verkefni IAW sem hyggst auka aðgengi kvenna að hreinu vatni, salernum og túrvörum, „Water and Pads“ verkefnið.