Hannes Hafstein

Hannes Hafstein (1861–1922) barðist fyrir fullveldi íslensku þjóðarinnar og kvenréttindum.

Hann leiddi Heimastjórnarflokkinn, var skipaður fyrsti ráðherra Íslands 1904 og vann að samningaviðræðum við Dani um sjálfsforræði Íslendinga. „Þegar ég er kominn út fyrir landsteinana, er ég aldrei flokksmaður lengur; þá er ég aðeins Íslendingur.“

Lesa meira:

  • Æviágrip Hannesar Hafstein á vef Hannesarholts.
  • Hannes Hafstein. Æviágrip þingmanna frá 1845, á vef Alþingis.
  • „Hannes Hafstein og kvennabaráttan“ í  Ritmennt, 2005. Auður Styrkársdóttir.
  • Hannes Hafstein: ævisaga. Kristján Albertsson. Almenna bókafélagið, 1961–1964.
  • Upp með fánann! Baráttan um uppkastið 1908 og sjálfstæðisbarátta Íslendinga. Gunnar Þór Bjarnason. Mál og menning, 2012.