Núna á mánudaginn hittust tuttugu konur á Hallveigarstöðum í fyrsta skipti af sjö á stjórnmálanámskeiði Kvenréttindafélagsins fyrir konur af erlendum uppruna.
Á námskeiðinu verður farið yfir starf og stefnumál helstu stjórnmálaflokka og hagsmunasamtaka, yfir „óskrifaðar reglur“ stjórnmálanna, framsaga og ræðuhöld kennd og unnið að tengslamyndun þátttakenda. Hugmyndin á bak við námskeiðið er að þátttakendur gangi út með áætlun hvernig þær byrjað að taka til hendinni í stjórnum, nefndum og ráðum á ýmsum vettvangi. Kennari námskeiðsins er Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi.
Enn er hægt að skrá sig á námskeiðið, á https://kvenrettindafelag.is/politik.
Námskeiðið er styrkt af Þróunarsjóði innflytjendamála