skilti_kvennafrí2016

Hvað á að standa á ÞÍNU kröfuspjaldi þann 24. október, 2016 þegar við hittumst allar á Austurvelli og leggjum áherslu á KJARAJAFNRÉTTI STRAX?

Komdu í góðan hóp og gerðu þitt spjald klárt. Við hittumst á Kvennaheimilinu Hallveigarstöðum kl. 12 sunnudaginn 23. október og skemmtum okkur við að setja kröfurnar okkar í orð og myndir. Áfram stelpur!

Kíktu á viðburðinn á Facebook með því að smella hér.

Konur eru hvattar til að leggja niður vinnu kl. 14:38 mánudaginn 24. október og fylkja liði á samstöðufund á Austurvelli, kl. 15:15.

Meðalatvinnutekjur kvenna eru 70,3% af meðal atvinnutekjum karla. Konur eru því með 29,7% lægri tekjur að meðaltali. Samkvæmt því hafa konur unnið fyrir sínum launum eftir 5 klukkustundir og 38 mínútur miðað við fullan vinnudag frá kl. 9–17. Daglegum vinnuskyldum kvenna er því lokið kl. 14:38.

Aðrar fréttir