Í tilefni 16 daga átaksins stendur KRFÍ fyrir hádegisfundi á Kaffi Cúltúra í samvinnu við Alþjóðahúsið, mánudaginn 3. desember kl. 12:00. Efni fundarins er mansal á Íslandi. Margrét Steinarsdóttir lögfræðingur Alþjóðahúss flytur erindið: Er mansal á Íslandi? Þorbjörg I. Jónsdóttir hæstaréttarlögmaður er með erindið Tengsl mansals og vændis og Sigríður Friðjónsdóttir saksóknari segir frá nýrri löggjöf varðandi mansal. Allir velkomnir.