Að venju halda íslenskar konur upp á 19. júní hátíðlegan. Í ár eru liðin 87 ár frá því konur öðluðust kosningarétt og kjörgengi á við karla. Hátíðarhöld á vegum KRFÍ verða hefðbundin og verður dagskráin eftirfarandi:
Kl.

  • 16:15          Kvennasöguganga undir leiðsögn Kristínar Ástgeirsdóttur, sagnfræðings. Gangan hefst við Kvennaskólann í Reykjavík. Gengið verður um Þingholtin, Kvosina og endar við Hallveigarstaði v/Túngötu.
  • 17:15          Móttaka Kvenréttindafélags Íslands, Kvenfélagasambands Íslands og Bandalags kvenna í Reykjavík í samkomusal Hallveigarstaða, kjallara. Erindi flytja:
  1. Þorbjörg Inga Jónsdóttir, formaður KRFÍ
  2. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra
  3. Steingerður Steinarsdóttir, ritstjóri 19. júní
  • 18:00             Veitingar og kaffispjall.

Komið og fagnið deginum með okkur. Allir velkomnir

Aðrar fréttir