Við höldum kvenréttindadaginn 19. júní hátíðlegan í ár í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur ásamt Skottunum – félagi um 24. október,
laugardaginn 19. júní 2010 kl. 16.00-18.00

Dagskrá:

· Margrét K. Sverrisdóttir, formaður KRFÍ setur hátíðina
· Guðrún Jónsdóttir, Stígamótum, kynnir Skotturnar og kvennafrídaginn 2010
· Vigdís Finnbogadóttir, verndari Kvennafrídagsins 2010
· Tímaritin 19. júní og Húsfreyjan kynnt
· Úthlutun úr Menningar- og minningarsjóði kvenna: Kristín Þóra Harðardóttir, formaður MMK
· Úrslit úr hönnunarkeppni um barmmerki Skottanna kynnt: Margrét Rögnvaldsdóttir frá Soroptimistahreyfingunni
· Tónlistaratriði: Áfram stelpur-hópurinn
· Móttaka í boði Reykjavíkurborgar

– Allir velkomnir –

Aðrar fréttir