
Félög kvenna á Hallveigarstöðum bjóða ykkur velkomin á hátíðarfund miðvikudaginn 19. júní kl. 17. Fundurinn er haldinn í samkomusal Hallveigarstaða að Túngötu 14.
Gestur fundarins í ár er Steinunn Valdís Óskarsdóttir, nýskipaður skrifstofustjóri jafnréttismála hjá forsætisráðuneytinu, fyrrverandi borgarstjóri og alþingismaður. Steinunn spjallar við gesti um jafnréttismál á Íslandi.
Léttar kaffiveitingar eru í boði Hallveigarstaða.
Fögnum saman 104 árs afmæli kosningaréttar kvenna, miðvikudaginn 19. júní 2019!