Mætum öll í Háskólabíó þriðjudaginn 29. desember og skálum fyrir árinu sem var að líða og nýju ári.

Femínistafélag Háskóla Íslands og Kvenréttindafélag Íslands standa að sérstakri hátíðarsýningu á kvikmyndinni Suffragette.

suffragette-2015-movie-posterSuffragette segir frá baráttu fyrstu femínistanna, kvenna sem undir lok 19. aldar og við upphaf hinnar tuttugustu, háðu baráttu við stjórnvöld til að ná fram kosningarétti. Konurnar voru ekki endilega af menntastéttum, heldur verkakonur sem höfðu séð að friðsamleg mótmæli skiluðu engu. Þessar konur voru tilbúnar að tapa öllu í baráttunni fyrir jafnrétti – atvinnu sinni, heimilum, börnum og lífi.

Kaupið miðann í forsölu með því að smella á þessa krækju. Miðinn er á þriðjudagstilboði, 950 kr.

Léttar veitingar verða reiddar fram kl. 19:30 en sýningin sjálf hefst kl. 20.

100 viðburðir á 100 ára afmæli kosningaréttar kvennaReykjavíkurborg hefur styrkt þennan viðburð og býður upp á veitingar á undan sýningunni.

 

 

Aðrar fréttir