Þér er boðið á viðburðinn Hennar rödd – pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna, en viðburðurinn er haldinn í tilefni alþjóðlega kvennadagsins í Gym & Tonic salnum á Kex Hostel, fimmtudaginn 7. mars kl. 17:00.
Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur á Íslandi vegna fjölda ástæðna. Þær skipa stóran sess í íslensku samfélagi og það er mikilvægt að raddir þeirra heyrist. Hennar Rödd er haldinn í þeim tilgangi að gefa konum af erlendum uppruna tækifæri á að deila sinni upplifun af íslensku samfélagi. Meðal umræðuefna á viðburðinum eru tengsl erlendra kvenna við íslensk stjórnmál, aðgengi að upplýsingum um réttindi, tungumálaörðugleikar og sýnileiki þeirra á opinberum vettvangi.
Fundarstjóri viðburðarins er Fríða Rós Valdimarsdóttir, sérfræðingur hjá Jafnréttisstofu.
Viðmælendur viðburðarins eru Edythe Mangindin, Claudia Ashonie Wilson, Sanna Magdalena og Zahra Mesbah.
Pallborðsumræðurnar munu fara að mestu leyti fram á íslensku.
Eftirfarandi samtök styðja viðburðinn og hvetja áhugasama til að mæta:WOMEN In Iceland, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi, Kvenréttindafélag Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Jafnréttisstofa og UN Women – Íslensk landsnefnd.