* Lokað hefur verið fyrir skráningu á pallborðsumræðunum vegna mikillar aðsóknar. Kynnt verður á síðu viðburðarins á Facebook hvort einhver sæti losna á degi viðburðarins.*
Þér er boðið á viðburðinn Hennar rödd – pallborðsumræður með konum af erlendum uppruna, 5. mars í Iðnó, í Sunnusal á efri hæðinni. Viðburðurinn er haldinn í tilefni Alþjóðlegs barráttudags kvenna.
Hennar rödd var haldinn í fyrsta sinn í mars 2019 og er tilgangur viðburðarins að gefa konum af erlendum uppruna tækifæri á að deila sinni upplifun af íslensku samfélagi. Meðal umræðuefna á fyrstu pallborðsumræðunum voru tengsl erlendra kvenna við íslensk stjórnmál, aðgengi að upplýsingum um réttindi, tungumálaörðugleika og sýnileiki þeirra á opinberum vettvangi.
Konur af erlendum uppruna er sívaxandi hópur á Íslandi og gegna mikilvægu hlutverki í samfélaginu. Þær eru hins vegar jaðarhópur sem að mætir oft á tíðum mismunun á grundvelli uppruna og kyns. Aukin umræða hefur átt sér stað um stöðu fólks af erlendum uppruna á íslenskum atvinnumarkaði en margar hindranir standa í vegi þeirra þar á meðal tungumálakunnátta, menntun og skortur á tengslaneti.
Á þessu ári munu pallborðsumræðurnar einblína á stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum atvinnumarkaði. Umræðupunktar verða meðal annars tengdir mati á námi og reynslu, tungumálakunnáttu, misrétti hvað varðar laun og starfsumhverfi, upplýsingaflæði og fleira.
Pallborðsumræðurnar munu fara fram á ensku.
Fundarstjóri viðburðarins er Claudie Ashonie Wilson, héraðsdómslögmaður.
Vinsamlegast skráið ykkur á viðburðinn hér, skráningu lýkur 3. mars: https://forms.gle/vZ5MtE4d8BMvDCoN8
Aðgengi: Það er rampur inn í húsið og lyfta upp á aðra hæð. Klósett fyrir hjólastóla er á neðri hæð.
Ef þú þarft á túlkaþjónustu að halda tilgreindu það í skráningunni og við munum reyna að koma til móts við þig. Ekki verður boðið uppá túlkaþjónustu á íslensku.
Send verður út staðfesting varðandi túlkaþjónustu fyrir 3. mars, ekki verður hægt að sækja um túlkaþjónustu eftir þá dagsetningu.
Eftirfarandi samtök styðja viðburðinn og hvetja áhugasama til að mæta:
- Mannréttinda, nýsköpunar og lýðræðisráð Reykjavíkurborgar
- WOMEN In Iceland, Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
- Kvenréttindafélag Íslands
- Mannréttindaskrifstofa Íslands / Icelandic Human Rights Centre
- Jafnréttisstofa
- UN Women – Íslensk Landsnefnd