Dagana 7.-8. febrúar komu um 1.000 manns saman, sem vinna með eða bera ábyrgð á jafnréttismálum á ýmsan hátt, til að taka þátt í stærstu jafnréttisráðstefnu Svíþjóðar – Forum jämställdhet. Ráðstefnan er árleg, en var síðast haldin í raunheimum árið 2020. Í ár var norrænt þema til þess að halda uppá nærri 10 ár síðan hún var síðast haldin í Malmö, árið 2014 þegar hátt í 30.000 manns alls staðar af Norðurlöndum komu saman.
Meðal yfir 100 fyrirlesara voru ráðherrar, vísindamenn og alþjóðlegir sérfræðingar. Þar á meðal var framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands sem tók þátt í panel umræðum með forsvarsmönnum systursamtaka okkar af öllum Norðurlöndunum til þess að ræða sameiginlegar áskoranir og framfarir á Norðurlöndunum. Einni tók hún þátt í panel umræðum um fæðingarorlof og hélt erindi um jafnlaunastaðalinn og launamun kynjanna á Íslandi.
Á fyrsta degi ráðstefnunnar hélt íranska kvenréttindabaráttukonan Mahdieh Golroo erindi þar sem hún talaði um stöðuna í Íran og söngkonan Sara Parkman spilaði 2 lög.
Pallborðsumræðum um stöðu jafnréttis á Norðurlöndum. Frá vinstri: Clara Berglund frá Sveriges Kvinnoorganisationer, Rut Einarsdóttir frá KRFÍ, Silla Kakkola frá NYTKIS í Finnlandi, Yildiz Akdogan frá Kvinderådet í DK, Nora Uvsbakk frá Kvinnefronten í Noregi og Gertrud Åström sem stýrði umræðum.
Rut Einarsdóttir, framkvæmdastýra KRFÍ, með erindi um jafnlaunavottun og launamun kynjanna á Íslandi.