Kvenréttindafélag Íslands hefur sent inn umsögn um þingsályktunartillögu þingmanna Miðflokksins um sveigjanlega skiptingu fæðingarorlofs, 21. mál á yfirstandandi þingi. Félagið leggst algjörlega gegn tillögunni enda er jafnt skipt fæðingarorlof, tekjutengdar greiðslur í fæðingarorlofi og samfella milli fæðingarorlofs og leikskóla forsenda fyrir virkri atvinnuþátttöku allra kynja.

Aðrar fréttir