Árlegur jólafundur Kvenréttindafélags  Íslands verður haldinn miðvikudagskvöldið  1. desember n.k. í fundarsal  Hallveigarstaða Túngötu 14 og hefst kl.  20.00.


Lesið verður upp úr nýútkomnum bókum  boðið upp á ljúfa tónlist og góðar veitingar.

Happdrætti með veglegum bókavinningum.

Dagskrá:

  • Steinunn Ólafsdóttir les úr bókinni,  Héðinn, Bríet, Valdimar og Laufey eftir  Matthías Viðar Sæmundsson
  • Sigmundur Ernir Rúnarsson les úr bók  sinni, Barn að eilífu
  • Inga Dóra Björnsdóttir les úr bók sinni  um Ólöfu eskimóa
  • Átakadagar, ævisaga Elínar Torfadóttur,  höfundur og lesari Kolbrún Bergþórsdóttir
  • Bátur með segl og allt, höfundur og lesari, Gerður Kristný

Aðrar fréttir