jlatr_smallHinn árlegi jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14, Reykjavík, þriðjudaginn 4. desember kl. 20. Líkt og undanfarin ár fer fundurinn fram í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands.

Hægt verður að kaupa happdrættismiða til styrktar Kvenréttindafélaginu, í boði eru vinningar eins og  nýútkomnar jólabækur og gjafabréf frá verslunum, veitingahúsum og leikhúsum.

Allir félagar og gestir þeirra eru velkomnir í kaffi og kökur!

Dagskrá
20.00    Ávarp: Ragnheiður Bóasdóttir, starfandi formaður Kvenréttindafélagsins
20.15    Erindi: Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
20.30    Upplestur úr nýútkomnum jólabókum

  • Auður Jónsdóttir les úr skáldsögu sinni Ósjálfrátt
  • Eyrún Ingadóttir les úr skáldsögu sinni Ljósmóðirin
  • Jón Ólafsson les úr ævisögunni Appelsínur frá Abkasíu: Vera Hertzsch, Halldór Laxness og hreinsanirnar miklu

21.15    Kaffihlé
21.30    Jólahappdrætti Kvenréttindafélagsins
22.0 Fundarlok

Aðrar fréttir