jlatrHinn árlegi jólafundur Kvenréttindafélags Íslands verður haldinn í samkomusal Hallveigarstaða við Túngötu 14, Reykjavík, fimmtudaginn 12. desember kl. 20:15. Líkt og undanfarin ár fer fundurinn fram í samstarfi við Kvennasögusafn Íslands.

Hægt verður að kaupa happdrættismiða til styrktar Kvenréttindafélaginu, í boði eru glæsilegir vinningar.

Verið velkomin í kaffi og kökur!

 

Dagskrá

  • 20.15 Ávarp: Steinunn Stefánsdóttir formaður Kvenréttindafélagsins
  • 20.30 Erindi: Auður Styrkársdóttir, forstöðukona Kvennasögusafns Íslands
  • 20.35 Upplestur úr nýútkomnum jólabókum
  • Eva Rún Snorradóttir les úr ljóðabók sinni Heimsendir fylgir þér alla ævi
  • Þórunn Erlu- og Valdimarsdóttir les úr skáldsögu sinni Stúlka með maga
  • Jónína Leósdóttir les úr ævisögu sinni Við Jóhanna
  • 21.20 Kaffihlé
  • 21.30 Jólahappdrætti Kvenréttindafélagsins
  • 22.00 Fundarlok

Aðrar fréttir