Kvenréttindafélag Íslands og Kvennasögusafnið halda árlegan jólafund sinn þriðjudaginn 5. desember næstkomandi kl. 8:30-9:45. Jólafundurinn er með nýju sniði að þessu sinni, en um morgunverðarfund er um að ræða! Fundurinn er haldinn í fyrirlestrarsal Þjóðarbókhlöðunnar og gestum er boðið upp á kaffi, heitt súkkulaði og smálegar veitingar.

Á fundinum verður fjallað um nýjar leiðir að söfnun og miðlun sögulegs femínísks efnis á stafrænni öld. Kristín Jónsdóttir kynnir nýjan vef um Kvennalistann og Ásta Kristín Benediktsdóttir kynnir heimildarsöfnunarverkefnið Hinsegin huldukonur.

Einnig ávarpa fundinn Rakel Adolphsdóttir forstöðumaður Kvennasögusafnsins og Fríða Rós Valdimarsdóttir frá kvenréttindafélagi Íslands.

Hefjið daginn á því að fræðast um kvennasögu á netinu! Kaffi, heitt súkkulaði og smálegar veitingar í boði.

 

Aðrar fréttir