Hver er staða hinsegin fræða innan kynjafræðinnar?

Hvaða áhrif, ef einhver, hefur fjarkennsla haft á kynjafræðakennslu á framhaldsskólastigi? Hvað getum við gert betur?

Ykkur er boðið í pallborðsumræður á Zoom, mánudaginn 9. nóvember kl. 15, þar sem farið verður yfir helstu niðurstöðu nýbirtrar könnunar um líðan hinsegin ungmenna í skólum. Einstaklingar sem starfa innan skólakerfisins segja frá sinni nálgun og hvaða áskorunum þau standa frammi fyrir í sínu starfi á fordæmalausum tímum.

Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna ’78 spjallar við Björg Elínar Sveinbjörnsdóttur, Hönnu Björg Vilhjálmsdóttur og Þórð Kristinsson kynjafræðikennara um stöðuna í skólunum.

Samtökin ’78 og Kvenréttindafélag Íslands standa að þessum viðburði á Kynjaþingi 2020.

#kynjaþing #kynjaþingheima.