Bandalag kvenna í Reykjavík, Kvenfélagasamband Íslands og Kvenréttindafélag Íslands standa fyrir opnu húsi á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, Reykjavík á konudaginn, sunnudaginn 24. febrúar kl. 15-17.
Fundurinn er öllum opinn og eru konur sérstaklega boðnar velkomnar.
Dagskrá
1. Erindi: Kvennaheimilið Hallveigarstaðir og starfsemi félaganna þar. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands.
2. Erindi: Máttur tengslanets kvenna. Sofía Johnson, framkvæmdastjóri Félags  kvenna í atvinnurekstri.
3. Erindi: BPW klúbburinn í Reykjavík (Business and Professsional Women) Ingunn Sigurgeirsdóttir, gjaldkeri BPW klúbbsins.

4. Söngur: Félagar úr Stúlknakór Reykjavíkur, undir stjórn Margrétar Pálmadóttur syngja nokkur lög.

Veitingar.

Aðrar fréttir