Ung kona með blýant og bók. Veggskreyting sem fannst í rústum fornrómversku borgarinnar Pompeii sem grófst í eldgosi Vesúvíusar 79 e.Kr. Mynd: Wikimedia Commons

Ung kona með blýant og bók. Veggskreyting sem fannst í rústum fornrómversku borgarinnar Pompeii sem grófst í eldgosi Vesúvíusar 79 e.Kr. Mynd: Wikimedia Commons

Kvenréttindafélag Íslands efnir til ljóðahátíðar 2. og 3. júlí næstkomandi í samstarfi við Meðgönguljóð. Titill hátíðarinnar er „Konur á ystu nöf.“

Bókmenntahátíðinni er ætlað að byggja brú milli skáldkvenna á jaðarsvæðum Norðurlandanna, þeim þjóðum sem taka þátt í norrænu samstarfi en hafa ekki að móðurmáli „kjarnamálin“ þrjú, dönsku, norsku og sænsku.

Tvær skáldkonur frá vestnorræna málsvæðinu heimsækja hátíðina, Katti Frederiksen frá Grænlandi og Vónbjørt Vang frá Færeyjum. Austan megin úr álfunni, frá Finnlandi, koma Juuli Niemi og Vilja-Tuulia Huotarinen. Ásamt erlendu gestunum mæta til leiks íslensku skáldkonurnar Arngunnur Árnadóttir, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Björk Þorgrímsdóttir og Valgerður Þóroddsdóttir.

Miðvikudaginn 2. júlí munu skáldin dreifa sér í fjögur bókasöfn í borginni, tvö í hvert safn. Upplesturinn byrjar kl. 17:00.

Fimmtudaginn 3. júlí verður dagskrá í Safnahúsinu (gamla Þjóðmenningarhúsinu), með upplestrum og pallborðsumræðum. Pallborðsumræður fara fram á ensku. Ljóð eru lesin á frummálinu en íslenskar þýðingar af ljóðunum verður varpað á vegg meðan á lestri stendur. Veitingar eru veittar og er aðgangur ókeypis.

Í tilefni hátíðarinnar munu Meðgönguljóð gefa út safnrit með ljóðum eftir öll skáldin, bæði á frummáli og í íslenskri þýðingu.

Dagskrá

Miðvikudagur 2. júlí: Upplestrar í bókasöfnum

17:00 Aðalsafn
Vónbjørt Vang
Bergrún Anna Hallsteinsdóttir

17:00 Ársafn
Juuli Niemi
Björk Þorgrímsdóttir

17:00 Foldasafn
Vilja-Tuulia Huotarinen
Valgerður Þóroddsdóttir

17:00 Sólheimasafn
Katti Frederiksen
Arngunnur Árnadóttir

Fimmtudagur 3. júlí: Dagskrá í Safnahúsinu (gamla Þjóðmenningarhúsinu)

17:00 Vilja-Tuulia Huotarinen les ljóð
17:15 Pallborð: Landslag fyrir vestnorrænar skáldkonur
17:45 Juuli Niemi les ljóð
18:00 Súpa og aðrar veitingar
18:15 Vónbjørt Vang les ljóð
18:30 Pallborð: Til hvers að semja ljóð?
19:00 Katti Frederiksen les ljóð

Allar pallborðsumræður fara fram á ensku.

Konur á ystu nöf Sumarhátíð Meðgönguljóða er styrkt af Hlaðvarpanum: Menningarsjóði kvenna á Íslandi, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Menningarsjóði Íslands og Finnlands, Reykjavík – Bókmenntaborg UNESCO og Vestnorræna sjóðnum.

Aðrar fréttir