Jafnréttisstofa hefur gert könnun á kyni frambjóðenda í borgar- og sveitarstjórnarkosningunum 29. maí 2010. Hlutfall kynjanna er nokkuð jafnt. 47% frambjóðenda eru konur en 53% karlar. Karlarnir eru hinsvegar í yfirgnæfandi meirihluta í 1. sæti listanna eða í 75% tilvika á meðan konur leiða lista í 25% tilvika. Þar sem margir listar eiga einungis von á að ná inn einum manni má búast við því að þrátt fyrir að kynjahlutfall frambjóðenda sé nokkuð jafnt mun hlutfallið líklegast breikka á milli kynjanna þegar niðurstöður kosninganna verða birtar.
Gamla kosningaslagorð KRFÍ á því enn við: Kjósum konur! (og leiðréttum kynjahallann)
Nánar má lesa um könnunina á vefsíðu Jafnréttisstofu.