Konur hafa náð afar góðum árgangri í sveitarstjórnarmálum hér á Íslandi. Konur eru 47% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 36% sveitar- og bæjarstjóra eru konur. Í samanburði voru konur einungis 31% kjörinna fulltrúa á sveitarstjórnarstigi og 18% af borgar- og bæjarstjórum í Evrópu á árinu 2018, samkvæmt Power2Her, skýrslu CEMR – Evrópusamtaka sveitarfélaga um stöðu kvenna í stjórnmálum.
Hlutfall kvenna hefur aldrei verið hærra á sveitarstjórnarstigi en á sama tíma lækkaði hlutur kvenna á Alþingi verulega í síðustu kosningum. Getum við sagt að kynjajafnrétti ríki innan stjórnmálanna? Meirihluti þeirra flokka sem nú bjóða fram lista í kosningum tryggja að kynjahlutfallið sé sem jafnast, en ekki allir. Hvaða áhrif hefur COVID-19 og breytt starfsumhverfi haft á stjórnmálin og starf sveitarstjórna?
Kvenréttindafélag Íslands heldur fund með konum í sveitarstjórnmálum á Kynjaþingi, 12. nóvember næstkomandi, kl. 13:00 á Zoom.
Auður Jónsdóttir stýrir umræðum