Kynjahlutföll framboðslista sem bjóða fram í öllum kjördæmum

Nánari upplýsingar um framboðslista í öllum sex kjördæmum er að finna á kosningavef dómsmálaráðuneytisins.

Femínískur tékklisti 2017

Við viljum taka það fram að listi sem þessi er ekki tæmandi yfir stefnumál og skoðanir stjórnmálaflokka. Listinn er unninn samkvæmt stefnuskrám sem eru aðgengilegar á vefsíðum flokkana, ekki samkvæmt áherslum sem hafa t.d. birst í verkum, viðtölum eða ræðum einstakra frambjóðenda.

Við í Kvenréttindafélaginu erum handviss um að allir flokkar á Íslandi starfi með einlægum vilja til að auka jafnrétti kynjanna og styrkja stöðu kvenna, þó að einstök mál hafi ekki verið útfærð í stefnu- eða áhersluskrám flokkana fyrir kosningar. Við bendum á að hér fyrir neðan höfum við sett krækjur í stefnuskrá allra flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum (sem þessi listi er unninn eftir) og hvetjum við kjósendur til að kynna sér stefnur flokkana í fullri lengd. Tékklisti sem þessi getur aldrei verið tæmandi.

Kvenréttindafélag Íslands er þverpólitískt félag sem starfar að kvenréttindum og jafnrétti kynjanna.

Krækjur í stefnuskrár stjórnmálaflokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum

Björt framtíð

Stefnuskrá flokksins er að finna á síðunni Stefna Bjartrar framtíðar. Stefna um jafnréttismál er að finna á síðunni Jafnréttismál og rætt er um kynferðisbrot á síðunni Dómsmál.

Framsóknarflokkurinn

Stefnuskrá er þríþætt. Grundvallarstefnu flokksins er að finna á síðunni Stefnumál, kosningastefnuskrá er að finna á síðunni Málefni og ítarlegri stefnu er hægt að finna í ályktunum flokksþings 2016.

Viðreisn

Stefnuskrá flokksins er að finna á síðunni Málefnin. Stefna um jafnréttismál er að finna á síðunni Jafnréttismál.

Sjálfstæðisflokkurinn

Stefnuskrá þeirra er að finna í Málefnahandbók Sjálfstæðisflokksins 2017, rætt er um jafnréttismál í kaflanum „Lög og réttur“. Einnig er hægt að lesa um jafnréttismál í ályktunum sem samþykktar voru á landsfundi 2015, stjórnmálaályktun, ályktun allsherjar- og menntamálanefndar og ályktun velferðarnefndar.

Flokkur fólksins

Stefnuskrá er að finna á síðunni Málefnin. Ekki er minnst á jafnréttismál í stefnuskránni.

Miðflokkurinn

Stefnuskrá er að finna á síðunni Kosningaáherslur Miðflokksins. Ekki er minnst á jafnréttismál í stefnuskránni.

Píratar

Stefnur flokksins fyrir kosningar 2017 er að finna á síðunni Áherslu- og stefnumál Pírata 2017. Ekki er minnst á jafnréttismál í stefnuskránni, en þó er rætt um kynferðisbrotamál. Á síðunni x.piratar.is er hægt að finna stefnumál Pírata í jafnréttismálum, Grunnjafnréttisstefnu, Jafnréttisstefnu í launamálum, Stefna um kynbundið ofbeldi, Jafnréttisstefnu varðandi staðalmyndir, Stefnumál um lögbundna kynfræðslu og Stefna um málefni transfólks.

Samfylkingin

Stefnuskrá er að finna á síðunni Okkar málefni. Stefna um jafnréttismál er að finna í undirflokknum Mannréttindi og jafnrétti.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð

Stefnuskrá er að finna á síðunni Kosningaáherslur VG 2017. Stefna í jafnréttismálum að finna á síðunni Kvenfrelsi og kosningaáherslur um jafnréttismálum á síðunum Áfram stelpur og Velferðarsamfélag fyrir alla.