Kvenréttindafélag Íslands boðar til aðal- og landsfundar þriðjudaginn 28. apríl 2015 kl. 16:00. Fundurinn er haldinn að Hallveigarstöðum, Túngötu 14 í Reykjavík.

Á fundinum verða lagðar fram tillögur til breytinga á lögum Kvenréttindafélags Íslands, sem er hægt að lesa hér. Núgildandi lög Kvenréttindafélagsins er að finna á vefsíðu félagsins, hér.

Dagskrá fundar:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Lögð fram skýrsla stjórnar með kafla um störf nefnda og stjórna
  3. Lagðir fram endurskoðaðir reikningar félagsins
  4. Ákveðið félagsgjald, sbr. 7. gr
  5. Tillögur um lagabreytingar, ef koma fram
  6. Kosinn formaður, sbr. 5 gr.
  7. Kosin stjórn, sbr. 5. gr.
  8. Kosnir tveir skoðunarmenn reikninga
  9. Kosin stjórn Menningar-og minningarsjóðs kvenna, sbr. 8. gr
  10. Valdir fulltrúar í nefndir og ráð sem KRFÍ á aðild að
  11. Önnur mál

 

Allir skuldlausir félagar hafa atkvæðisrétt á fundinum. Áhugasamir um að bjóða sig fram til stjórnar
Kvenréttindafélags Íslands, sem aðalmaður eða sem varamaður, hafi samband við félagið í netfang
postur(@)kvenrettindafelag.is.

Aðgengi fyrir alla! Kaffiveitingar! Verið velkomin!

Aðrar fréttir