Hvað er þetta feðraveldi sem alltaf er verið að tala um? Eða sem mætti kannski tala meira um? Er það til í alvörunni, eða bara sleipt og óáþreifanlegt? Hvar birtist það, hverjum þjónar það, og hvernig er hægt að eiga við það?
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélagsins, tekur þátt í pallborðsumræðum skipulögðum af Jafnréttisdögum HÍ miðvikudaginn 18. október kl. 20 á Kex Hostel. Með henni ræða málin Alda Villiljós formaður Trans Ísland, Gyða Margrét Pétursdóttir dósent í kynjafræði við Háskóla Íslands, Hjálmar G. Sigmarsson kynjafræðingur, aktívisti og ráðgjafi hjá Stígamótum og Svandís Anna Sigurðardóttir kynja- og hinseginfræðingur og verkefnastjóri á Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkur.
Umræðum stýrir Arnar Gíslason, kynjafræðingur og jafnréttisfulltrúi HÍ.
Viburðurinn er skipulagður af starfshópi um Jafnréttisdaga í HÍ.