Kynjagleraugun sem seld voru í kringum Kvennafrídaginn eru enn í sölu hjá aðildarfélögum Skottanna, þ.m.t. KRFÍ. Merkin eru til styrktar Stígamótum, m.a. til að auka þjónustu Stígamóta við landsbyggðina (Stígamóta á staðinn). Einnig er stefnt að því að útvíkka starfsemi Stígamóta með þeim hætti að opna sólarhringsmiðstöð (opið allan sólarhringinn) þar sem fórnarlömb kynferðisofbeldis og mansals geta leitað sér hjálpar.
Kynjagleraugun kosta 1.000 kr. stk. og fást á skrifstofu KRFÍ á Hallveigarstöðum.