Við höfðum upphaflega áætlað að halda svokallað kynjaþing 28. október 2017, samráðsvettvang þar sem félög sem starfa að jafnréttismálum gætu haft tækifæri til að ræða saman. Svo féll ríkisstjórnin og kosningar voru skipulagðar þann sama dag. Og nú kemur í ljós að við öllum erum afskaplega upptekin vikuna fyrir kosningar og hefur verið erfitt að skipuleggja kynjaþing vikuna fyrir kosningar.

Okkur langar svo afskaplega að það kynjaþingið gangi svo vel, að hægt sé að það verði að reglulegum viðburði í framtíðinni, að kynjaþingið gæti verið framtíðarsamráðsvettvangur fyrir félög á landinu sem starfa að jafnréttismálum og femínisma. Við höfum því tekið ákvörðun um að í stað þess að halda lítið þing núna í haust, þá langar okkur að halda stórt þing í vor.

Við stefnum nú að halda kynjaþingið einhvern tímann í mars, mögulega helgina eftir 8. mars alþjóðlegan baráttudag kvenna. Fylgist með á síðu Kvenréttindafélagsins, eða skráið ykkur á póstlista á síðunni kynjathing.is.

Sjáumst á Kynjaþingi 2018! Tölum saman og höfum hátt!

Aðrar fréttir