Velkomin á kynningarfund um Kynjaþing sem haldinn verður miðvikudaginn 11. september kl. 17 í samkomusal Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3.

Á fundinum sagt frá Kynjaþingi frjálsra félagasamtaka sem haldið verður í annað skipti laugardaginn 2. nóvember næstkomandi.

Kynjaþingið er lýðræðislegur og femínískur vettvangur fyrir félagasamtök og almenning. Félögum, samtökum og hópum sem starfa að jafnréttismálum, mannréttindamálum og stjórnmálum gefst tækifæri til að bóka herbergi á þinginu til að standa fyrir eigin viðburðum eða vera með kynningu á starfi sínu í sameiginlegu rými.

Kynjaþingið er haldið í Norræna húsinu og höfum við til umráða tvö fundarherbergi og einn sal til að halda viðburði, og sameiginlegt rými til að vera með kynningu á starfi.

Þátttaka og skráning á Kynjaþingið er ÓKEYPIS! Það eina sem þátttakendur þurfa að hafa áhyggjur af er að skipuleggja sinn eigin viðburð 🙂

Nú þegar eru búin að skrá viðburði á Kynjaþingi Ada hagsmunafélag kvenna í upplýsingatækni við HÍ, Femínistafélag Háskóla Íslands, Femínísk fjármál, Samtök um kvennaathvarf, Samtökin ’78 og við í Kvenréttindafélaginu.

Við hvetjum áhugasama þátttakendur til að mæta á kynningarfundinn og læra meira, og auðvitað er hægt að senda okkur póst á postur@kvenrettindafelag.is eða hringja í framkvæmdastýru í síma 694-3625. Hægt er að skrá viðburð á Kynjaþingið hér: http://kynjathing.is/skraning.

Höfum hátt á þessu ári og knýjum saman raunverulegar breytingar á samfélaginu. Kynjajafnrétti STRAX!

Aðrar fréttir