Velkomin á kynningarfund um Kynjaþing sem haldinn verður miðvikudaginn 24. janúar kl. 17 í samkomusal Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3.

Á fundinum sagt frá Kynjaþingi frjálsra félagasamtaka sem haldið verður 3. mars næstkomandi. Kynjaþingið er skipulagt í anda Funds fólksins, félögum og samtökum gefst tækifæri til að bóka herbergi á þinginu til að standa fyrir eigin viðburðum eða vera með kynningu á starfi sínu fyrir utan. Við höfum til umráða 2 skólastofur til að hafa viðburði, sameiginlegt rými fyrir utan stofurnar til að vera með kynningar, og möguleika á því að bæta við skólastofum ef þörf er á.

Þátttaka og skráning á Kynjaþingið er ÓKEYPIS! Við höfum aflað styrkja til að taka húsnæðið á leigu og sjá um alla umgjörð! Það eina sem þátttakendur þurfa að hafa áhyggjur af er hvaða viðburð þau vilja halda í sinni stofu :)

Nú þegar eru búin að skrá viðburði á Kynjaþingi Kvennasögusafn Íslands, Rótin, Stelpur rokka!, við í Kvenréttindafélaginu (!) og samtök launafólks. Við hvetjum áhugasama þátttakendur til að mæta á kynningarfundinn og læra meira, og auðvitað er hægt að senda okkur póst á postur@kvenrettindafelag.is eða hringja í framkvæmdastýru í síma 694-3625.

Höfum hátt á þessu ári og knýjum saman raunverulegar breytingar á samfélaginu. Kynjajafnrétti STRAX!

Aðrar fréttir